Hættir sem formaður Siðmenntar Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. febrúar 2025 14:05 Inga Auðbjörg hefur verið athafnastjóri hjá Siðmennt í mörg ár og formaður félagsins frá 2019. Karítas Guðjóns Inga Auðbjörg Straumland hefur tilkynnt að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Siðmenntar. Hún hefur gegnt formennsku í félaginu síðustu sex ár. Inga greinir frá þessu í Facebook-færslu. Þar segir hún að eftir sléttan mánuð verði ýmislegt öðruvísi í lífi hennar. „Í fyrsta lagi verð ég nýskriðin yfir 39 ára afmælisdaginn minn, og þar af leiðandi árinu eldri og vitrari. En stærsta breytingin verður vafalaust sú að ég verð ekki formaður Siðmenntar, félagsins sem hefur átt systurpartinn af orku minni og áhuga síðustu sex árin,“ segir hún. Upphaflega hafi ekki verið langur aðdragandi að því að hún bauð sig fyrst fram í embættið. Hvorki hvítur reykur né stórfelld kosningabarátta. „Ég hafði bara hugmyndir um það hvert mig langaði að félagið stefndi og fékk stuðning til að veita því forystu,“ segir hún í færslunni. „Þegar ég bauð mig fram til endurkjörs síðast, hét ég því svo að það yrði mitt síðasta kjörtímabil — allavega í þessari atrennu — og nú stend ég við það, tveimur árum síðar. Á afmælisdaginn minn, 1. mars, verður formaður Siðmenntar kjörinn enn á ný, og það verður allavega ekki ég,“ segir hún. Inga segir ákvörðunina vera rétta fyrir sig og sína örsmáu fjölskyldu. Álagið sé mikið og formennskan hafi oft tekið á. „Ég skulda syni mínum það að setja hann efst í forgangsröðina. En ég finn líka að þetta er rétt fyrir félagið. Ég tel mig hafa gert félaginu gott á þessum árum, þó oft hafi færðin verið erfið, en ég er handviss um að nú þurfi að skipta um kaptein á þessu skipi,“ segir hún í færslunni. Hún telur Siðmennt þurfa öðruvísi formann á því þroskastigi sem félagið er statt á núna. Hún hlakkar til að sjá hver það verður. Þá segist hún afar þakklát fyrir traustið og tækifærin. Hún hafi gert mörg mistök og það hafi kannski verið lærdómsríkast af öllu. „Formennska í svona félagi fellst að mörgu leyti í slökkviliðsstörfum og það er alveg merkilegt, að eftir því sem eldarnir verða fleiri, því færari verður man í að takast á við þá,“ segir hún í færslunni. Formennska felist þó líka í því að velja kúrs og fylgja honum. Telur hún sig hafa fylgt sinni stefnu í samstarfi við marga aðra. Loks tekur Inga fram að hún sé auðvitað ekki hætt í Siðmennt. Ef eitthvað er hafi hún nú meiri tíma til þess að nefna, ferma, gifta og jarða. Færslu Ingu má lesa í heild sinni hér að neðan. Tímamót Trúmál Félagasamtök Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Inga greinir frá þessu í Facebook-færslu. Þar segir hún að eftir sléttan mánuð verði ýmislegt öðruvísi í lífi hennar. „Í fyrsta lagi verð ég nýskriðin yfir 39 ára afmælisdaginn minn, og þar af leiðandi árinu eldri og vitrari. En stærsta breytingin verður vafalaust sú að ég verð ekki formaður Siðmenntar, félagsins sem hefur átt systurpartinn af orku minni og áhuga síðustu sex árin,“ segir hún. Upphaflega hafi ekki verið langur aðdragandi að því að hún bauð sig fyrst fram í embættið. Hvorki hvítur reykur né stórfelld kosningabarátta. „Ég hafði bara hugmyndir um það hvert mig langaði að félagið stefndi og fékk stuðning til að veita því forystu,“ segir hún í færslunni. „Þegar ég bauð mig fram til endurkjörs síðast, hét ég því svo að það yrði mitt síðasta kjörtímabil — allavega í þessari atrennu — og nú stend ég við það, tveimur árum síðar. Á afmælisdaginn minn, 1. mars, verður formaður Siðmenntar kjörinn enn á ný, og það verður allavega ekki ég,“ segir hún. Inga segir ákvörðunina vera rétta fyrir sig og sína örsmáu fjölskyldu. Álagið sé mikið og formennskan hafi oft tekið á. „Ég skulda syni mínum það að setja hann efst í forgangsröðina. En ég finn líka að þetta er rétt fyrir félagið. Ég tel mig hafa gert félaginu gott á þessum árum, þó oft hafi færðin verið erfið, en ég er handviss um að nú þurfi að skipta um kaptein á þessu skipi,“ segir hún í færslunni. Hún telur Siðmennt þurfa öðruvísi formann á því þroskastigi sem félagið er statt á núna. Hún hlakkar til að sjá hver það verður. Þá segist hún afar þakklát fyrir traustið og tækifærin. Hún hafi gert mörg mistök og það hafi kannski verið lærdómsríkast af öllu. „Formennska í svona félagi fellst að mörgu leyti í slökkviliðsstörfum og það er alveg merkilegt, að eftir því sem eldarnir verða fleiri, því færari verður man í að takast á við þá,“ segir hún í færslunni. Formennska felist þó líka í því að velja kúrs og fylgja honum. Telur hún sig hafa fylgt sinni stefnu í samstarfi við marga aðra. Loks tekur Inga fram að hún sé auðvitað ekki hætt í Siðmennt. Ef eitthvað er hafi hún nú meiri tíma til þess að nefna, ferma, gifta og jarða. Færslu Ingu má lesa í heild sinni hér að neðan.
Tímamót Trúmál Félagasamtök Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira