Grein Morgunblaðsins til skammar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. febrúar 2025 15:26 Geir Sveinsson segir Gunnar eiga skilið afsökunarbeiðni frá Morgunblaðinu. Vísir/Samsett Geir Sveinsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir skrif Víðis Sigurðssonar, íþróttablaðamanns hjá Morgunblaðinu, um Gunnar Magnússon til skammar. Morgunblaðið skuldi Gunnari afsökunarbeiðni. Skrif Víðis Sigurðssonar um aðkomu Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu hafa vakið athygli en Ísland tapaði þeim leik og missti þannig af sæti í útsláttarkeppni heimsmeistaramótsins í handbolta. Gunnar Magnússon, fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og núverandi þjálfari Aftureldingar, leikgreindi íslenska liðið fyrir Dag Sigurðsson, þjálfara þess króatíska. Sakar Gunnar um föðurlandssvik Í greininni rekur Víðir söguna af símtali sem hann kveðst hafa fengið frá gömlum kunningja sem var ósáttur við aðkomu Gunnars að leiknum örlagaríka. Ekkert sé eðlilegra en að Dagur beiti öllum tiltækum brögðum en Gunnar sé hins vegar fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og hafi þjálfað marga af landsliðsmönnunum. Kunninginn gamli setur spurningu við siðferðið. „Ég skil ekkert í honum að svíkja land og þjóð á þennan hátt og afhenda mótherjum Íslands innanhúsupplýsingar um íslenska liðið,“ hefur Víðir eftir kunningjanum og segist taka undir þetta sjónarmið hans. „Vissulega er handbolti bara leikur. En yrðum við sátt ef fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra myndi gera úttekt á varnarmálum Íslands fyrir óvinveitta þjóð? Ég er ekki viss um það,“ skrifar Víðir svo. Fráleitt að ætlast til að afþakka starfið Geir Sveinsson segir þessi skrif Víðis ósanngjörn og til skammar. Gunnar Magnússon sé einn af traustustu og reynslumestu aðilum íslensks handbolta og hafi unnið ötullega fyrir HSÍ í áratugi. „Dagur Sigurðsson var ráðinn landsliðsþjálfari Króatíu í lok febrúar 2024 og fljótlega réð hann Gunnar Magnússon sér til aðstoðar við leikgreiningu. Það er fráleitt að ætlast til þess að Gunnar hefði átt að hafna starfinu af því að hann gæti einhvern tíma staðið frammi fyrir þeim möguleika að mæta Íslandi. Átti hann að afþakka starfið þegar Dagur bauð honum það af því það væri siðferðilega rangt því Króatía gæti mögulega mætt Íslandi í framtíðinni?“ skrifar Geir. Hann segir það einnig út í hött að Gunnar hafi afhent mikilvægar „innanhússupplýsingar,“ eins og Víðir orðar það. „Hvaða leyndarmál gæti hann mögulega haft sem skipti sköpum sem ekki væri sjáanlegt í leik liðsins eða á myndbandsupptökum? Hann hefur ekki unnið með núverandi landsliðsþjálfurum Íslands og Ísland hafði þegar spilað fjóra leiki á HM áður en það mætti Króatíu. Það sem áhorfendur og sérfræðingar sjá í leik liðsins er aðgengilegt öllum með grunnþekkingu á leikgreiningu,“ segir Geir. Gunnar eigi skilið afsökunarbeiðni Hann segir það ekki standast skoðun að gagnrýna siðferði Gunnars. Í einu orði segir hann það vera fáránlegt. „Við verðum að geta tekið ábyrgð á eigin mistökum í stað þess að leita að blórabögglum. Íslenska liðið var einfaldlega illa undirbúið fyrir leikinn gegn Króatíu, taktískt en einnig andlega, ýmist rangar eða engar ákvarðanir teknar í leiknum sjálfum og leikmenn ekki klárir í þá orrustu sem beið þeirra. Að kenna Gunnari um hrakfarir liðsins er einfaldlega hlægilegt og okkur til minnkunar,“ segir Geir. „Mér þykir miður að Morgunblaðið hafi birt þessa grein og tel að Gunnar eigi skilið afsökunarbeiðni – maður sem hefur lagt íslenskum handbolta mikið til. Greinin hefði mikið frekar átt að snúast um þakklæti íslensks handbolta fyrir hans óeigingjarna starf - og óska honum til hamingju með frábæran árangur sem af er á HM 2025.“ Handbolti HM karla í handbolta 2025 HSÍ Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Skrif Víðis Sigurðssonar um aðkomu Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu hafa vakið athygli en Ísland tapaði þeim leik og missti þannig af sæti í útsláttarkeppni heimsmeistaramótsins í handbolta. Gunnar Magnússon, fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og núverandi þjálfari Aftureldingar, leikgreindi íslenska liðið fyrir Dag Sigurðsson, þjálfara þess króatíska. Sakar Gunnar um föðurlandssvik Í greininni rekur Víðir söguna af símtali sem hann kveðst hafa fengið frá gömlum kunningja sem var ósáttur við aðkomu Gunnars að leiknum örlagaríka. Ekkert sé eðlilegra en að Dagur beiti öllum tiltækum brögðum en Gunnar sé hins vegar fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og hafi þjálfað marga af landsliðsmönnunum. Kunninginn gamli setur spurningu við siðferðið. „Ég skil ekkert í honum að svíkja land og þjóð á þennan hátt og afhenda mótherjum Íslands innanhúsupplýsingar um íslenska liðið,“ hefur Víðir eftir kunningjanum og segist taka undir þetta sjónarmið hans. „Vissulega er handbolti bara leikur. En yrðum við sátt ef fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra myndi gera úttekt á varnarmálum Íslands fyrir óvinveitta þjóð? Ég er ekki viss um það,“ skrifar Víðir svo. Fráleitt að ætlast til að afþakka starfið Geir Sveinsson segir þessi skrif Víðis ósanngjörn og til skammar. Gunnar Magnússon sé einn af traustustu og reynslumestu aðilum íslensks handbolta og hafi unnið ötullega fyrir HSÍ í áratugi. „Dagur Sigurðsson var ráðinn landsliðsþjálfari Króatíu í lok febrúar 2024 og fljótlega réð hann Gunnar Magnússon sér til aðstoðar við leikgreiningu. Það er fráleitt að ætlast til þess að Gunnar hefði átt að hafna starfinu af því að hann gæti einhvern tíma staðið frammi fyrir þeim möguleika að mæta Íslandi. Átti hann að afþakka starfið þegar Dagur bauð honum það af því það væri siðferðilega rangt því Króatía gæti mögulega mætt Íslandi í framtíðinni?“ skrifar Geir. Hann segir það einnig út í hött að Gunnar hafi afhent mikilvægar „innanhússupplýsingar,“ eins og Víðir orðar það. „Hvaða leyndarmál gæti hann mögulega haft sem skipti sköpum sem ekki væri sjáanlegt í leik liðsins eða á myndbandsupptökum? Hann hefur ekki unnið með núverandi landsliðsþjálfurum Íslands og Ísland hafði þegar spilað fjóra leiki á HM áður en það mætti Króatíu. Það sem áhorfendur og sérfræðingar sjá í leik liðsins er aðgengilegt öllum með grunnþekkingu á leikgreiningu,“ segir Geir. Gunnar eigi skilið afsökunarbeiðni Hann segir það ekki standast skoðun að gagnrýna siðferði Gunnars. Í einu orði segir hann það vera fáránlegt. „Við verðum að geta tekið ábyrgð á eigin mistökum í stað þess að leita að blórabögglum. Íslenska liðið var einfaldlega illa undirbúið fyrir leikinn gegn Króatíu, taktískt en einnig andlega, ýmist rangar eða engar ákvarðanir teknar í leiknum sjálfum og leikmenn ekki klárir í þá orrustu sem beið þeirra. Að kenna Gunnari um hrakfarir liðsins er einfaldlega hlægilegt og okkur til minnkunar,“ segir Geir. „Mér þykir miður að Morgunblaðið hafi birt þessa grein og tel að Gunnar eigi skilið afsökunarbeiðni – maður sem hefur lagt íslenskum handbolta mikið til. Greinin hefði mikið frekar átt að snúast um þakklæti íslensks handbolta fyrir hans óeigingjarna starf - og óska honum til hamingju með frábæran árangur sem af er á HM 2025.“
Handbolti HM karla í handbolta 2025 HSÍ Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira