Loksins brosti Dagur Sigurðsson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2025 10:01 Króötum þykir Dagur Sigurðsson vera mjög alvörugefinn en hann brosti eftir frábæran sigur á Frökkum í undanúrslitleik HM. Getty/Luka Stanzl Króatískir fjölmiðlamenn hafa saknað þess hversu Dagur Sigurðsson hefur brosað lítið síðan að hann tók við handboltalandsliði þeirra. Dagur hefur verið að gera frábæra hluti með króatíska landsliðið á heimsmeistaramótinu í ár og hefur hjálpað liðinu að komast upp úr lægð síðustu ára. Fréttamenn króatíska miðilsins 24 Sata eru í hópi þeirra sem vildu sjá landsliðsþjálfarann brosa meira en þeir fögnuðu því sérstaklega að sjá bros íslenska þjálfarans eftir sigur Króatíu á Frakklandi í undanúrslitaleik HM. Króatar bjuggu til ævintýralegt umhverfi í höllinni og liðið þeirra svaraði með því að komast í 18-9 á móti Evrópumeisturum Frakka sem höfðu einnig unnið silfur á síðasta heimsmeistaramóti. Króatar lönduðu síðan flottum sigri og eru öruggir með sín fyrstu verðlaun á heimsmeistaramóti síðan 2013. „Króatíska geðshræringin fékk hinn kalda Skandinava til að brosa loksins,“ skrifaði blaðamaður 24 Sata. „Við höfðum séð svo lítið af brosi Dags Sigurðssonar en nú fengum við að sjá ósvikið bros, bros sem sendir skilaboðin um að honum líði nú eins og hann sé hluti af þessari þjóð. Að honum líði núna eins og hann sé Hrvatsson.“ Dagur varð auðvitað fyrsti útlendingurinn til að stýra landsliði Króata og það var stórt skrefa að taka fyrir handboltasambandið þar. Það efast enginn um þá ákvörðun í dag og nú er liðið aðeins einum leik frá heimsmeistaratitli. Mótherjinn verður Danmörk á morgun. Danir eru miklu sigurstranglegri í úrslitaleiknum enda hafa þeir verið óstöðvandi á þessu móti og unnu undanúrslitaleikinn sinn á Portúgal með þrettán mörkum. Þeir hafa líka ekki tapað leik á heimsmeistari í átta ár. Við verðum því að sjá til hvort að Hrvatsson ævintýrið fái líka góðan endi eins og þegar Dagur skrifaði ævintýrið með þýska landsliðinu sem varð Evrópumeistari undir hans stjórn árið 2016 þrátt fyrir að vera án fjölda lykilmanna. HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Dagur Sigurðsson er einum sigri frá sögulegum þjálfarasigri eftir að hann kom króatíska landsliðinu í úrslitaleik HM í gærkvöldi. 31. janúar 2025 10:01 „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Dagur Sigurðsson var að sjálfsögðu mjög ánægður eftir frábæran sigur króatíska landsliðsins á því franska í undanúrslitaleik heimsmeistaramótsins í gærkvöldi. 31. janúar 2025 06:41 Dagur og lærisveinar hans í úrslit Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Króatíu eru komnir í úrslit HM karla í handbolta eftir frækinn sigur á Frökkum. 30. janúar 2025 21:51 Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Dagur Sigurðsson varð í gær fyrsti íslenski handboltaþjálfarinn til að koma karlalandsliði í undanúrslitaleik á heimsmeistaramóti. 29. janúar 2025 09:33 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Dagur hefur verið að gera frábæra hluti með króatíska landsliðið á heimsmeistaramótinu í ár og hefur hjálpað liðinu að komast upp úr lægð síðustu ára. Fréttamenn króatíska miðilsins 24 Sata eru í hópi þeirra sem vildu sjá landsliðsþjálfarann brosa meira en þeir fögnuðu því sérstaklega að sjá bros íslenska þjálfarans eftir sigur Króatíu á Frakklandi í undanúrslitaleik HM. Króatar bjuggu til ævintýralegt umhverfi í höllinni og liðið þeirra svaraði með því að komast í 18-9 á móti Evrópumeisturum Frakka sem höfðu einnig unnið silfur á síðasta heimsmeistaramóti. Króatar lönduðu síðan flottum sigri og eru öruggir með sín fyrstu verðlaun á heimsmeistaramóti síðan 2013. „Króatíska geðshræringin fékk hinn kalda Skandinava til að brosa loksins,“ skrifaði blaðamaður 24 Sata. „Við höfðum séð svo lítið af brosi Dags Sigurðssonar en nú fengum við að sjá ósvikið bros, bros sem sendir skilaboðin um að honum líði nú eins og hann sé hluti af þessari þjóð. Að honum líði núna eins og hann sé Hrvatsson.“ Dagur varð auðvitað fyrsti útlendingurinn til að stýra landsliði Króata og það var stórt skrefa að taka fyrir handboltasambandið þar. Það efast enginn um þá ákvörðun í dag og nú er liðið aðeins einum leik frá heimsmeistaratitli. Mótherjinn verður Danmörk á morgun. Danir eru miklu sigurstranglegri í úrslitaleiknum enda hafa þeir verið óstöðvandi á þessu móti og unnu undanúrslitaleikinn sinn á Portúgal með þrettán mörkum. Þeir hafa líka ekki tapað leik á heimsmeistari í átta ár. Við verðum því að sjá til hvort að Hrvatsson ævintýrið fái líka góðan endi eins og þegar Dagur skrifaði ævintýrið með þýska landsliðinu sem varð Evrópumeistari undir hans stjórn árið 2016 þrátt fyrir að vera án fjölda lykilmanna.
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Dagur Sigurðsson er einum sigri frá sögulegum þjálfarasigri eftir að hann kom króatíska landsliðinu í úrslitaleik HM í gærkvöldi. 31. janúar 2025 10:01 „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Dagur Sigurðsson var að sjálfsögðu mjög ánægður eftir frábæran sigur króatíska landsliðsins á því franska í undanúrslitaleik heimsmeistaramótsins í gærkvöldi. 31. janúar 2025 06:41 Dagur og lærisveinar hans í úrslit Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Króatíu eru komnir í úrslit HM karla í handbolta eftir frækinn sigur á Frökkum. 30. janúar 2025 21:51 Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Dagur Sigurðsson varð í gær fyrsti íslenski handboltaþjálfarinn til að koma karlalandsliði í undanúrslitaleik á heimsmeistaramóti. 29. janúar 2025 09:33 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Dagur Sigurðsson er einum sigri frá sögulegum þjálfarasigri eftir að hann kom króatíska landsliðinu í úrslitaleik HM í gærkvöldi. 31. janúar 2025 10:01
„Ég gæti ekki verið ánægðari“ Dagur Sigurðsson var að sjálfsögðu mjög ánægður eftir frábæran sigur króatíska landsliðsins á því franska í undanúrslitaleik heimsmeistaramótsins í gærkvöldi. 31. janúar 2025 06:41
Dagur og lærisveinar hans í úrslit Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Króatíu eru komnir í úrslit HM karla í handbolta eftir frækinn sigur á Frökkum. 30. janúar 2025 21:51
Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Dagur Sigurðsson varð í gær fyrsti íslenski handboltaþjálfarinn til að koma karlalandsliði í undanúrslitaleik á heimsmeistaramóti. 29. janúar 2025 09:33