Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2025 14:06 Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hvetja stjórnvöld til að breyta lögum svo nýta megi betur rafrænar lausnir og skapa þannig hagræði við lánaumsýslu. Mynd úr safni. Vísir Áætlað er að þjóðhagslegur sparnaður af rafrænum skuldabréfum og lánaumsýslu gæti numið nokkrum milljörðum króna. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hvetja stjórnvöld til að breyta lögum svo ávinningur rafrænna þinglýsinga nái betur fram að ganga. Hátt í fjögur þúsund umsagnir bárust í samráðsgátt stjórnvalda með tillögum til hagræðingar í ríkisrekstri. Þar á meðal er tillaga Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu þar sem bent er á að verkefnið um rafrænar þinglýsingar, sem varð að veruleika árið 2020, hafi ekki verið að fullu klárað. Jóna Björk Guðnadóttir, yfirlögfræðingur SFF, segir að margt hafi þó tekist vel til með rafrænum þinglýsingum. „En það eru enn heilmikil hagræðingartækifæri í því til dæmis að breyta lögum þannig að lánaskjöl sem eru rafræn og eru rafrænt undirrituð fái sömu stöðu og skuldabréf sem í dag þurfa að vera á pappír og undirrituð með penna, sem að kannski er óþarfi í dag þegar fólk vill nýta sér að eiga viðskipti bara á netinu og þurfa ekki að keyra í bankann og taka frí i vinnu og allt það,“ segir Jóna. Tvöfalt kerfi sem hægt sé að kveðja „Hagræðingin með rafrænu þinglýsingunum er frábær, sem hefur orðið hjá sýslumönnunum, en það hefur orðið til svolítið tvöfalt kerfi. Þeir sem eru að taka lán þeir þurfa að undirrita pappírinn og gera sér ferð og allt það, og lánveitandinn þarf að sinna þessu líka. En síðan er þinglýsingin ein og sér rafræn. Við myndum vilja að allir gætu nýtt sér þessa rafrænu ferla.“ Um 50 þúsund veðskuldabréfum er þinglýst árlega á Íslandi sem hver um sig kallar á ákveðna vinnu hjá ólíkum aðilum. Áætlað var fyrir nokkrum árum að þjóðhagslegur sparnaður af rafrænum þinglýsingum gæti orðið numið allt að einum komma sjö milljörðum króna á ári. Jóna gerir ráð fyrir að hagræðið gæti verið mun meira nú, sé allt tekið með inn í reikninginn. „Það kom fram frumvarp fyrir nokkrum misserum síðan þar sem að stjórnvöld lögðu mat á það að þjóðhagslegur ávinningur af þessu verkefni væri að lágmarki 1,2 til 1,7 milljarðar og þá var ekki allt til tekið, allur sparnaður atvinnulífsins eða einstaklinga þannig þetta er heilmikið hagræðingartækifæri þarna,“ segir Jóna. Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Hátt í fjögur þúsund umsagnir bárust í samráðsgátt stjórnvalda með tillögum til hagræðingar í ríkisrekstri. Þar á meðal er tillaga Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu þar sem bent er á að verkefnið um rafrænar þinglýsingar, sem varð að veruleika árið 2020, hafi ekki verið að fullu klárað. Jóna Björk Guðnadóttir, yfirlögfræðingur SFF, segir að margt hafi þó tekist vel til með rafrænum þinglýsingum. „En það eru enn heilmikil hagræðingartækifæri í því til dæmis að breyta lögum þannig að lánaskjöl sem eru rafræn og eru rafrænt undirrituð fái sömu stöðu og skuldabréf sem í dag þurfa að vera á pappír og undirrituð með penna, sem að kannski er óþarfi í dag þegar fólk vill nýta sér að eiga viðskipti bara á netinu og þurfa ekki að keyra í bankann og taka frí i vinnu og allt það,“ segir Jóna. Tvöfalt kerfi sem hægt sé að kveðja „Hagræðingin með rafrænu þinglýsingunum er frábær, sem hefur orðið hjá sýslumönnunum, en það hefur orðið til svolítið tvöfalt kerfi. Þeir sem eru að taka lán þeir þurfa að undirrita pappírinn og gera sér ferð og allt það, og lánveitandinn þarf að sinna þessu líka. En síðan er þinglýsingin ein og sér rafræn. Við myndum vilja að allir gætu nýtt sér þessa rafrænu ferla.“ Um 50 þúsund veðskuldabréfum er þinglýst árlega á Íslandi sem hver um sig kallar á ákveðna vinnu hjá ólíkum aðilum. Áætlað var fyrir nokkrum árum að þjóðhagslegur sparnaður af rafrænum þinglýsingum gæti orðið numið allt að einum komma sjö milljörðum króna á ári. Jóna gerir ráð fyrir að hagræðið gæti verið mun meira nú, sé allt tekið með inn í reikninginn. „Það kom fram frumvarp fyrir nokkrum misserum síðan þar sem að stjórnvöld lögðu mat á það að þjóðhagslegur ávinningur af þessu verkefni væri að lágmarki 1,2 til 1,7 milljarðar og þá var ekki allt til tekið, allur sparnaður atvinnulífsins eða einstaklinga þannig þetta er heilmikið hagræðingartækifæri þarna,“ segir Jóna.
Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent