37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2025 18:01 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar Landsbankinn hagnaðist um 37,5 milljarða króna, eftir skatta, á síðasta ári. Það er aukning um rúma fjóra milljarða frá árinu 2023 þegar hagnaðurinn var 33,2 milljarðar króna. Til stendur að greiða nítján milljarða króna í arð vegna ársins, eða um helming af hagnaði. Arðsemi eiginfjár var 12,1 prósent, samanborið við 11,6 prósent árið 2023. Í tilkynningu frá bankanum segir að bankaráð ætli að leggja til við aðalfund að tæplega nítján milljarðar króna verði greiddir í arð til hluthafa eða um helmingur hagnaðar síðasta árs. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, segir að öll markmið hafi náðst í fyrra og að fjórði ársfjórðungur hafi verið einn sá sterkasti í sögu bankans. Þá segir hún að heildareignir Landsbankans hafi aukist um meira en billjón króna, eða 1.083 milljarða á undanförnum tíu árum. Útlán Landsbankans jukust um 177 milljarða króna á síðasta ári, sem samsvarar um 10,8 prósentum. Þá jukust innlán um 180 milljarða eða 17,2 prósent. Áhugasamir geta séð frekari upplýsingar, uppgjörið, glærur og annað, hér á vef Landsbankans. „Góð rekstrarafkoma bankans byggir á traustum grunni. Á síðustu tíu árum hafa heildareignir bankans aukist um 1.083 milljarða króna og eigið fé um 74 milljarða króna, samhliða arðgreiðslum til eigenda samtals að upphæð 192 milljarðar króna. Kostnaður við rekstur bankans hefur verið stöðugur, stöðugildum hefur fækkað samhliða aukinni tæknivæðingu og rekstrarkostnaður sem hlutfall af stöðu heildareigna, sem er algengur mælikvarði á hagkvæmni banka, hefur aldrei verið lægri. Með þessu hefur samkeppnishæfni og slagkraftur bankans aukist sem gerir honum kleift að styðja enn betur við verðmætasköpun og fjárfestingar. Vaxtamunurinn lækkar á milli tímabila og bankinn er í aðstöðu til að bjóða betri kjör en um leið skila ásættanlegri arðsemi,“ segir Lilja í áðurnefndri tilkynningu. Hún segir einnig að kaup bankans á TM muni gefa fyrirtækinu mörg sóknarfæri, meðal bæði fyrirtækja og einstaklinga. „Við teljum að samþætting banka- og tryggingastarfsemi komi sér vel fyrir viðskiptavini, sé hagkvæm og feli í sér mörg tækifæri, eins og reynslan af slíkum rekstri víða í Evrópu hefur sýnt. Um leið munu kaupin fjölga tekjustoðum og styðja við arðsemi til framtíðar. Það er ekki síst markviss stefna bankans undanfarin ár, að bjóða viðskiptavinum um allt land framúrskarandi þjónustu, bæði með því að vera á staðnum og í gegnum frábært app og aðrar tæknilausnir, sem skapar tækifæri fyrir bankann og TM.“ Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Arðsemi eiginfjár var 12,1 prósent, samanborið við 11,6 prósent árið 2023. Í tilkynningu frá bankanum segir að bankaráð ætli að leggja til við aðalfund að tæplega nítján milljarðar króna verði greiddir í arð til hluthafa eða um helmingur hagnaðar síðasta árs. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, segir að öll markmið hafi náðst í fyrra og að fjórði ársfjórðungur hafi verið einn sá sterkasti í sögu bankans. Þá segir hún að heildareignir Landsbankans hafi aukist um meira en billjón króna, eða 1.083 milljarða á undanförnum tíu árum. Útlán Landsbankans jukust um 177 milljarða króna á síðasta ári, sem samsvarar um 10,8 prósentum. Þá jukust innlán um 180 milljarða eða 17,2 prósent. Áhugasamir geta séð frekari upplýsingar, uppgjörið, glærur og annað, hér á vef Landsbankans. „Góð rekstrarafkoma bankans byggir á traustum grunni. Á síðustu tíu árum hafa heildareignir bankans aukist um 1.083 milljarða króna og eigið fé um 74 milljarða króna, samhliða arðgreiðslum til eigenda samtals að upphæð 192 milljarðar króna. Kostnaður við rekstur bankans hefur verið stöðugur, stöðugildum hefur fækkað samhliða aukinni tæknivæðingu og rekstrarkostnaður sem hlutfall af stöðu heildareigna, sem er algengur mælikvarði á hagkvæmni banka, hefur aldrei verið lægri. Með þessu hefur samkeppnishæfni og slagkraftur bankans aukist sem gerir honum kleift að styðja enn betur við verðmætasköpun og fjárfestingar. Vaxtamunurinn lækkar á milli tímabila og bankinn er í aðstöðu til að bjóða betri kjör en um leið skila ásættanlegri arðsemi,“ segir Lilja í áðurnefndri tilkynningu. Hún segir einnig að kaup bankans á TM muni gefa fyrirtækinu mörg sóknarfæri, meðal bæði fyrirtækja og einstaklinga. „Við teljum að samþætting banka- og tryggingastarfsemi komi sér vel fyrir viðskiptavini, sé hagkvæm og feli í sér mörg tækifæri, eins og reynslan af slíkum rekstri víða í Evrópu hefur sýnt. Um leið munu kaupin fjölga tekjustoðum og styðja við arðsemi til framtíðar. Það er ekki síst markviss stefna bankans undanfarin ár, að bjóða viðskiptavinum um allt land framúrskarandi þjónustu, bæði með því að vera á staðnum og í gegnum frábært app og aðrar tæknilausnir, sem skapar tækifæri fyrir bankann og TM.“
Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira