Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2025 09:02 Anton Rúnarsson er öllum hnútum kunnugur á Hlíðarenda eftir að hafa verið lykilleikmaður hjá Val og svo aðstoðarþjálfari karlaliðsins síðustu tvær leiktíðir. vísir/Sigurjón „Þetta verður ekki auðvelt,“ segir Anton Rúnarsson sem í sumar verður nýr þjálfari hins sigursæla kvennaliðs Vals í handbolta. Þetta verður fyrsta starf Antons sem aðalþjálfari. Valskonur unnu alla sína leiki, í öllum keppnum, á árinu 2024. Þær eru því ríkjandi Ísland- og bikarmeistarar, efstar í Olís-deildinni og komnar í 8-liða úrslit í Evrópukeppni. Það er í raun varla hægt að gera betur og Anton er meðvitaður um það. „Ég er hrikalega spenntur og tilbúinn í þetta verkefni. Fullur tilhlökkunar að glíma við þetta. Það hefur verið frábær árangur hérna undir handleiðslu Ágústs, sem er auðvitað frábær þjálfari, en ég er mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Anton og bætir við: „Þetta verður ekki auðvelt. En ég er til í svona áskorun og ég held að það sé rétt skref á mínum ferli að taka við svona verkefni, sem mun reyna rosalega mikið á mig og hópinn. Það verður bara veisla að glíma við þetta og ég er fullur tilhlökkunar og spenntur fyrir þessu.“ Getur leitað til margra reynslumikilla þjálfara Anton, sem er 36 ára, tekur við af Ágústi Jóhannssyni, sem hefur stýrt kvennaliði Vals síðustu átta ár við afar góðan orðstír. Ágúst tekur við karlaliði Vals í sumar en þar hefur Anton verið aðstoðarþjálfari síðustu tvö ár og meðal annars tekið þátt í fyrsta sigri íslensks liðs í Evrópukeppni. Það verður því auðvelt fyrir Anton að heyra í Ágústi kjósi hann svo: „Ég er í toppmálum hérna í Val og get leitað til margra reynslumikilla þjálfara. Gústi verður hérna á kantinum, Óskar [Bjarni Óskarsson, aðalþjálfari karlaliðs Vals] og fleiri. Ég verð í góðum höndum og mun eflaust leita einhverra ráða. Það er mjög gott og gerir Val að því sem félagið er í dag. Frábær liðsandi, sama í hvaða deild það er, svo ég er í mjög góðum málum,“ segir Anton. Mjög efnilegar stelpur banka á dyrnar „Núna fer maður á fullt í að skoða leikmannamálin, setjast niður og ræða við stelpurnar. Ég held það sé líka hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt inn í þetta. Vonandi verður árangurinn áfram góður, við reynum að gera þetta saman og nýta alla krafta sem við getum,“ segir Anton en hvernig sér hann framhaldið fyrir sér þegar hann tekur við liðinu? „Þetta er frábært lið eins og það hefur sýnt síðustu ár en við erum líka með mjög efnilegar stelpur í yngri flokkum sem banka á dyrnar. Við ætlum, eins og undanfarin ár, að gefa ungum stelpum tækifæri til að komast inn í þetta hægt og rólega. Þetta er spennandi og mjög björt framtíð.“ Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Fleiri fréttir Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Sjá meira
Valskonur unnu alla sína leiki, í öllum keppnum, á árinu 2024. Þær eru því ríkjandi Ísland- og bikarmeistarar, efstar í Olís-deildinni og komnar í 8-liða úrslit í Evrópukeppni. Það er í raun varla hægt að gera betur og Anton er meðvitaður um það. „Ég er hrikalega spenntur og tilbúinn í þetta verkefni. Fullur tilhlökkunar að glíma við þetta. Það hefur verið frábær árangur hérna undir handleiðslu Ágústs, sem er auðvitað frábær þjálfari, en ég er mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Anton og bætir við: „Þetta verður ekki auðvelt. En ég er til í svona áskorun og ég held að það sé rétt skref á mínum ferli að taka við svona verkefni, sem mun reyna rosalega mikið á mig og hópinn. Það verður bara veisla að glíma við þetta og ég er fullur tilhlökkunar og spenntur fyrir þessu.“ Getur leitað til margra reynslumikilla þjálfara Anton, sem er 36 ára, tekur við af Ágústi Jóhannssyni, sem hefur stýrt kvennaliði Vals síðustu átta ár við afar góðan orðstír. Ágúst tekur við karlaliði Vals í sumar en þar hefur Anton verið aðstoðarþjálfari síðustu tvö ár og meðal annars tekið þátt í fyrsta sigri íslensks liðs í Evrópukeppni. Það verður því auðvelt fyrir Anton að heyra í Ágústi kjósi hann svo: „Ég er í toppmálum hérna í Val og get leitað til margra reynslumikilla þjálfara. Gústi verður hérna á kantinum, Óskar [Bjarni Óskarsson, aðalþjálfari karlaliðs Vals] og fleiri. Ég verð í góðum höndum og mun eflaust leita einhverra ráða. Það er mjög gott og gerir Val að því sem félagið er í dag. Frábær liðsandi, sama í hvaða deild það er, svo ég er í mjög góðum málum,“ segir Anton. Mjög efnilegar stelpur banka á dyrnar „Núna fer maður á fullt í að skoða leikmannamálin, setjast niður og ræða við stelpurnar. Ég held það sé líka hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt inn í þetta. Vonandi verður árangurinn áfram góður, við reynum að gera þetta saman og nýta alla krafta sem við getum,“ segir Anton en hvernig sér hann framhaldið fyrir sér þegar hann tekur við liðinu? „Þetta er frábært lið eins og það hefur sýnt síðustu ár en við erum líka með mjög efnilegar stelpur í yngri flokkum sem banka á dyrnar. Við ætlum, eins og undanfarin ár, að gefa ungum stelpum tækifæri til að komast inn í þetta hægt og rólega. Þetta er spennandi og mjög björt framtíð.“
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Fleiri fréttir Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti