Ráðgjafar loftslagsráðuneytis telja losunarskuldbindingar ekki nást Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2025 07:03 Aukin krafa um samdrátt í losun stóriðju fylgir ákvörðun stjórnvalda um að nýta sér sveigjanleika til að færa losunarheimildir hennar yfir til eigin nota. Álverið í Reyðarfirði er á meðal þeirra stóriðjufyrirtækja sem falla undir ETS-viðskiptakerfið hér á landi. Vísir/Vilhelm Ákvörðun loftslagsráðherra um að halda áfram að nýta sveigjanleika í losunarbókhaldi Íslands byggðist á því mati að landið standist að óbreyttu ekki skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Ríkisjóður hefur þegar afsalað sér hátt í tíu milljörðum króna með því að nýta sér sveigjanleikann. Íslensk stjórnvöld hafa nýtt sér sveigjanleikaákvæði í evrópskri reglugerð til þess að nota losunarheimildir stóriðjunnar úr svonefndu ETS-viðskiptakerfi til þess að standast sínar eigin skuldbindingar í loftslagsmálum fyrir fyrra tímabil Parísarsamkomulagsins 2021-2025. Jóhann Páll Jóhannsson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ákvað í síðasta mánuði að halda áfram að nýta sveigjanleikann á seinna tímabili samningsins, 2026-2030. Ísland er í samfloti við Evrópusambandið og Noreg um markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda gagnvart Parísarsamkomulaginu. Sameiginlega er markmiðið að draga úr losun um 55% frá 2005 fyrir árið 2030. Ekki liggur enn fyrir hver hlutdeild Íslands verður í því markmiði en talið er líklega að hún verði 41%. Hlutdeild Íslands í fyrra markmiði ESB um 40% samdrátt var 29%. Samfélagslosun er losun frá heimilum, þjónustu, samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, smáiðnaði og úrgangi. Stærsti einstaki þátturinn þar er losun frá vegasamgöngum. Losun frá stóriðju fellur undir samevrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) og er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Ákvörðun ráðherrans byggði á tillögu frá stýrihópi um nýtingu sveigjanleikaákvæðisins. Forsenda tillögunnar er að jafnvel þótt stjórnvöld nýti sér allan þann sveigjanleika sem er í boði til að færa eigin losunarheimildir milli ára og heimildir stóriðjunnar verði losun Íslands umfram skuldbindingarnar gagnvart Parísarsamningnum og Evrópusambandinu. „Því mun Ísland að óbreyttu ekki standast skuldbindingar sínar í loftslagsmálum [...],“ segir í tillögunni stýrihópsins sem er skipaður sérfræðingum úr Umhverfis- og orkustofnun, loftslagsráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu. Losun umfram skuldbindingar jafnvel miðað við bjartsýna spá Mat stýrihópsins byggist á spá Umhverfisstofnunar og Orkustofnunar frá síðasta sumri um þróun losunar til 2030. Spáin var gerð í tengslum við vinnu við uppfærslu á aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Út frá þeirri spá telur hópurinn að megi áætla að nauðsynlegt verði að nýta stóriðjuheimildirnar á bæði fyrra og seinna tímabili Parísarsamkomulagsins. Við lok tímabilsins stefni í að losun Íslands verði um 894 þúsund tonn koltvísýringsígilda umfram skuldbindingar ríkisins. Verði sveigjanleikinn nýttur til þess ítrasta verði staðan samt neikvæð um 172 þúsund tonn á seinna tímabilinu og um 70 þúsund einingar uppsafnað yfir fyrra og seinna tímabilið. Jafnvel það telur stýrihópurinn bjartsýnt þar sem margar af þeim aðgerðum sem voru nefndar í uppfærðri aðgerðaáætlun fyrri ríkisstjórnar hafi verið ófjármagnaðar og enn á hugmyndastigi. Loftslagsráð kallaði aðgerðaáætlunin ómarkvissa og bjartsýna úr hófi fram í áliti í fyrra. Umhverfis- og orkustofnun vinnur nú að nýrri spá sem tekur aðeins til greina aðgerðir sem eru fyrirhugaðar, samþykktar eða í framkvæmd en hún á að liggja fyrir á vormánuðum. Tekjur upp á fjórtánda milljarða króna gætu tapast Ríkið hefur haft milljarða króna tekjur af sölu losunarheimilda fyrir stóriðju á uppboði undanfarin ár. Það afsalar sér hluta þeirra tekna með því að ákveða að nýta heimildirnar til þess að mæta eigin skuldbindingum. Kostnaðurinn við að nýta sveigjanleikaákvæðið frá 2021 til 2025 er áætlaður 7,1 milljarður króna. Miðað við núverandi forsendur um verð losunarheimilda og gengi gæti kostnaðurinn næstu fimm árin hlaupið á 6,5 milljörðum króna, að sögn stýrihópsins. Þurfi ríkið ekki að fullnýta stóriðjuheimildirnar sem það tekur frá til eigin nota tapast heimildirnar ekki. Hins vegar segir stýrihópurinn að mikil óvissa sé um verðmæti þeirra eftir að þeim hefur verið umbreytt í svonefndar ARA-losunarúthlutanir í samfélagslosunarkerfinu. „Þar sem enginn virkur markaður er fyrir AEA-heimildir er erfitt að meta raunverulegt verðmæti þeirra,“ segir í tillögu hópsins. Á móti kemur að nýting sveigjanleikans sparar stjórnvöldum kostnað við að draga úr losun innalands til þess að mæta skuldbindingunum. Meti stöðuna aftur þegar nákvæmari losunartölur liggja fyrir Nýtti ríkið ekki sveigjanleikaákvæði sagði stýrihópurinn tvennt koma til greina: annað hvort að kaupa fleiri losunarheimildir líkt og það gerði til gera upp skuldbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni, forvera Parísarsamkomulagsins, eða nota tekjurnar af sölu losunarheimildanna til þess að fjármagna aðgerðir til að draga úr losun. Veruleg óvissa er sögð fylgja fyrri valkostinum vegna þróunar verðs á heimildunum til framtíðar. Starfshópurinn lagði til að sveigjanleikaákvæðið yrði nýtt fyrir árin 2026 til 2027 en að staðan yrði endurmetin að tveimur árum liðnum þegar fyrra Parísartímabilið verður gert upp. Þá ættu að liggja fyrir nákvæmari upplýsingar um losun á tímabilinu 2021 til 2025 sem vörpuðu skýrara ljósi á stöðu Íslands gagnvart skuldbindingum sínum. Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Tengdar fréttir Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Sérfræðingar í loftslagsmálum setja spurningarmerki við að íslensk stjórnvöld kjósi að lækka skuldbindingar sínar í losunarmálum eins mikið og reglur leyfa. Þau hafi þegar afsalað sér milljörðum króna í tekjur af losunarheimildum til þess að baktryggja sig. 15. janúar 2025 07:00 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa nýtt sér sveigjanleikaákvæði í evrópskri reglugerð til þess að nota losunarheimildir stóriðjunnar úr svonefndu ETS-viðskiptakerfi til þess að standast sínar eigin skuldbindingar í loftslagsmálum fyrir fyrra tímabil Parísarsamkomulagsins 2021-2025. Jóhann Páll Jóhannsson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ákvað í síðasta mánuði að halda áfram að nýta sveigjanleikann á seinna tímabili samningsins, 2026-2030. Ísland er í samfloti við Evrópusambandið og Noreg um markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda gagnvart Parísarsamkomulaginu. Sameiginlega er markmiðið að draga úr losun um 55% frá 2005 fyrir árið 2030. Ekki liggur enn fyrir hver hlutdeild Íslands verður í því markmiði en talið er líklega að hún verði 41%. Hlutdeild Íslands í fyrra markmiði ESB um 40% samdrátt var 29%. Samfélagslosun er losun frá heimilum, þjónustu, samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, smáiðnaði og úrgangi. Stærsti einstaki þátturinn þar er losun frá vegasamgöngum. Losun frá stóriðju fellur undir samevrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) og er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Ákvörðun ráðherrans byggði á tillögu frá stýrihópi um nýtingu sveigjanleikaákvæðisins. Forsenda tillögunnar er að jafnvel þótt stjórnvöld nýti sér allan þann sveigjanleika sem er í boði til að færa eigin losunarheimildir milli ára og heimildir stóriðjunnar verði losun Íslands umfram skuldbindingarnar gagnvart Parísarsamningnum og Evrópusambandinu. „Því mun Ísland að óbreyttu ekki standast skuldbindingar sínar í loftslagsmálum [...],“ segir í tillögunni stýrihópsins sem er skipaður sérfræðingum úr Umhverfis- og orkustofnun, loftslagsráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu. Losun umfram skuldbindingar jafnvel miðað við bjartsýna spá Mat stýrihópsins byggist á spá Umhverfisstofnunar og Orkustofnunar frá síðasta sumri um þróun losunar til 2030. Spáin var gerð í tengslum við vinnu við uppfærslu á aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Út frá þeirri spá telur hópurinn að megi áætla að nauðsynlegt verði að nýta stóriðjuheimildirnar á bæði fyrra og seinna tímabili Parísarsamkomulagsins. Við lok tímabilsins stefni í að losun Íslands verði um 894 þúsund tonn koltvísýringsígilda umfram skuldbindingar ríkisins. Verði sveigjanleikinn nýttur til þess ítrasta verði staðan samt neikvæð um 172 þúsund tonn á seinna tímabilinu og um 70 þúsund einingar uppsafnað yfir fyrra og seinna tímabilið. Jafnvel það telur stýrihópurinn bjartsýnt þar sem margar af þeim aðgerðum sem voru nefndar í uppfærðri aðgerðaáætlun fyrri ríkisstjórnar hafi verið ófjármagnaðar og enn á hugmyndastigi. Loftslagsráð kallaði aðgerðaáætlunin ómarkvissa og bjartsýna úr hófi fram í áliti í fyrra. Umhverfis- og orkustofnun vinnur nú að nýrri spá sem tekur aðeins til greina aðgerðir sem eru fyrirhugaðar, samþykktar eða í framkvæmd en hún á að liggja fyrir á vormánuðum. Tekjur upp á fjórtánda milljarða króna gætu tapast Ríkið hefur haft milljarða króna tekjur af sölu losunarheimilda fyrir stóriðju á uppboði undanfarin ár. Það afsalar sér hluta þeirra tekna með því að ákveða að nýta heimildirnar til þess að mæta eigin skuldbindingum. Kostnaðurinn við að nýta sveigjanleikaákvæðið frá 2021 til 2025 er áætlaður 7,1 milljarður króna. Miðað við núverandi forsendur um verð losunarheimilda og gengi gæti kostnaðurinn næstu fimm árin hlaupið á 6,5 milljörðum króna, að sögn stýrihópsins. Þurfi ríkið ekki að fullnýta stóriðjuheimildirnar sem það tekur frá til eigin nota tapast heimildirnar ekki. Hins vegar segir stýrihópurinn að mikil óvissa sé um verðmæti þeirra eftir að þeim hefur verið umbreytt í svonefndar ARA-losunarúthlutanir í samfélagslosunarkerfinu. „Þar sem enginn virkur markaður er fyrir AEA-heimildir er erfitt að meta raunverulegt verðmæti þeirra,“ segir í tillögu hópsins. Á móti kemur að nýting sveigjanleikans sparar stjórnvöldum kostnað við að draga úr losun innalands til þess að mæta skuldbindingunum. Meti stöðuna aftur þegar nákvæmari losunartölur liggja fyrir Nýtti ríkið ekki sveigjanleikaákvæði sagði stýrihópurinn tvennt koma til greina: annað hvort að kaupa fleiri losunarheimildir líkt og það gerði til gera upp skuldbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni, forvera Parísarsamkomulagsins, eða nota tekjurnar af sölu losunarheimildanna til þess að fjármagna aðgerðir til að draga úr losun. Veruleg óvissa er sögð fylgja fyrri valkostinum vegna þróunar verðs á heimildunum til framtíðar. Starfshópurinn lagði til að sveigjanleikaákvæðið yrði nýtt fyrir árin 2026 til 2027 en að staðan yrði endurmetin að tveimur árum liðnum þegar fyrra Parísartímabilið verður gert upp. Þá ættu að liggja fyrir nákvæmari upplýsingar um losun á tímabilinu 2021 til 2025 sem vörpuðu skýrara ljósi á stöðu Íslands gagnvart skuldbindingum sínum.
Ísland er í samfloti við Evrópusambandið og Noreg um markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda gagnvart Parísarsamkomulaginu. Sameiginlega er markmiðið að draga úr losun um 55% frá 2005 fyrir árið 2030. Ekki liggur enn fyrir hver hlutdeild Íslands verður í því markmiði en talið er líklega að hún verði 41%. Hlutdeild Íslands í fyrra markmiði ESB um 40% samdrátt var 29%. Samfélagslosun er losun frá heimilum, þjónustu, samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, smáiðnaði og úrgangi. Stærsti einstaki þátturinn þar er losun frá vegasamgöngum. Losun frá stóriðju fellur undir samevrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) og er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Tengdar fréttir Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Sérfræðingar í loftslagsmálum setja spurningarmerki við að íslensk stjórnvöld kjósi að lækka skuldbindingar sínar í losunarmálum eins mikið og reglur leyfa. Þau hafi þegar afsalað sér milljörðum króna í tekjur af losunarheimildum til þess að baktryggja sig. 15. janúar 2025 07:00 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Sérfræðingar í loftslagsmálum setja spurningarmerki við að íslensk stjórnvöld kjósi að lækka skuldbindingar sínar í losunarmálum eins mikið og reglur leyfa. Þau hafi þegar afsalað sér milljörðum króna í tekjur af losunarheimildum til þess að baktryggja sig. 15. janúar 2025 07:00