Markaðurinn væntir vaxtalækkana Árni Sæberg skrifar 29. janúar 2025 11:33 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Markaðurinn væntir þess að hann lækki stýrivexti. Vísir/Vilhelm Niðurstöður könnunar Seðlabankans meðal markaðsaðila gefa til kynna að verðbólguvæntingar þeirra til skamms tíma hafi lítið breyst frá síðustu könnun í nóvember. Þeir vænti þess að stýrivextir verði orðnir 5,75 prósent eftir tvö ár. Í tilkynningu á vef Seðlabanka Íslands segir að bankinn hafi kannað væntingar markaðsaðila dagana 20. til 22. janúar síðastliðinn. Leitað hafi verið til 39 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, það er banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana, fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar og tryggingafélaga. Svör hafi fengist frá þrjátíu aðilum og svarhlutfallið hafi því verið 77 prósent. Óbreyttar verðbólguvæntingar til skamms tíma en ekki lengri Niðurstöður könnunarinnar gefi til kynna að verðbólguvæntingar markaðsaðila til skamms tíma hafi lítið breyst frá síðustu könnun í nóvember síðastliðnum. Þeir vænti þess að verðbólga hjaðni áfram og verði 3,6 prósent eftir eitt ár, 3,3 prósent eftir tvö ár og 3,4 prósent að meðaltali næstu fimm ár. Langtímaverðbólguvæntingar þeirra hafi hins vegar hækkað milli kannana og þeir búist nú við því að verðbólga verði 3,4 prósent að meðaltali næstu tíu ár samanborið við 3 prósent í síðustu könnun. Samkvæmt niðurstöðum úr könnuninni búist markaðsaðilar við því að gengi krónunnar lækki á næstu misserum og að gengi evru gagnvart krónu verði 150 krónur eftir eitt ár. Færri telja taumhaldið of þétt Miðað við miðgildi svara í könnuninni geri markaðsaðilar ráð fyrir því að meginvextir Seðlabankans lækki áfram og verði 7,75 prósent í lok núverandi ársfjórðungs, 6,75 prósent eftir eitt ár og 5,75 prósent eftir tvö ár. Þetta séu sömu vextir og markaðsaðilar væntu í síðustu könnun. Hlutfall svarenda sem taldi taumhaldið vera of þétt hafi minnkað lítillega milli kannana og verið 80 prósent, samanborið við 87 prósent í síðustu könnun. Um 20 prósent hafi talið taumhaldið vera hæfilegt samanborið við 13 prósent í nóvember en enginn hafi svarað því að taumhaldið væri of laust. Dreifing svara um væntingar til verðbólgu hafi verið minni en í nóvemberkönnuninni á flesta mælikvarða. Dreifing svara markaðsaðila um væntingar til vaxta hafi hins vegar aukist á nær alla mælikvarða milli kannana. Velta á fasteignamarkaði fari minnkandi Markaðsaðilar hafi einnig verið spurðir um þróun fasteignamarkaðarins á næstu tólf mánuðum. Helmingur svarenda hafi talið að velta á fasteignamarkaði muni minnka á næstu tólf mánuðum. Svör markaðsaðila varðandi verðþróun hafi verið nokkuð dreifð en þriðjungur svarenda hafi tekið fram að hann telji að raunverð húsnæðis lækki á næstu tólf mánuðum og annar þriðjungur að það hækki. Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Í tilkynningu á vef Seðlabanka Íslands segir að bankinn hafi kannað væntingar markaðsaðila dagana 20. til 22. janúar síðastliðinn. Leitað hafi verið til 39 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, það er banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana, fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar og tryggingafélaga. Svör hafi fengist frá þrjátíu aðilum og svarhlutfallið hafi því verið 77 prósent. Óbreyttar verðbólguvæntingar til skamms tíma en ekki lengri Niðurstöður könnunarinnar gefi til kynna að verðbólguvæntingar markaðsaðila til skamms tíma hafi lítið breyst frá síðustu könnun í nóvember síðastliðnum. Þeir vænti þess að verðbólga hjaðni áfram og verði 3,6 prósent eftir eitt ár, 3,3 prósent eftir tvö ár og 3,4 prósent að meðaltali næstu fimm ár. Langtímaverðbólguvæntingar þeirra hafi hins vegar hækkað milli kannana og þeir búist nú við því að verðbólga verði 3,4 prósent að meðaltali næstu tíu ár samanborið við 3 prósent í síðustu könnun. Samkvæmt niðurstöðum úr könnuninni búist markaðsaðilar við því að gengi krónunnar lækki á næstu misserum og að gengi evru gagnvart krónu verði 150 krónur eftir eitt ár. Færri telja taumhaldið of þétt Miðað við miðgildi svara í könnuninni geri markaðsaðilar ráð fyrir því að meginvextir Seðlabankans lækki áfram og verði 7,75 prósent í lok núverandi ársfjórðungs, 6,75 prósent eftir eitt ár og 5,75 prósent eftir tvö ár. Þetta séu sömu vextir og markaðsaðilar væntu í síðustu könnun. Hlutfall svarenda sem taldi taumhaldið vera of þétt hafi minnkað lítillega milli kannana og verið 80 prósent, samanborið við 87 prósent í síðustu könnun. Um 20 prósent hafi talið taumhaldið vera hæfilegt samanborið við 13 prósent í nóvember en enginn hafi svarað því að taumhaldið væri of laust. Dreifing svara um væntingar til verðbólgu hafi verið minni en í nóvemberkönnuninni á flesta mælikvarða. Dreifing svara markaðsaðila um væntingar til vaxta hafi hins vegar aukist á nær alla mælikvarða milli kannana. Velta á fasteignamarkaði fari minnkandi Markaðsaðilar hafi einnig verið spurðir um þróun fasteignamarkaðarins á næstu tólf mánuðum. Helmingur svarenda hafi talið að velta á fasteignamarkaði muni minnka á næstu tólf mánuðum. Svör markaðsaðila varðandi verðþróun hafi verið nokkuð dreifð en þriðjungur svarenda hafi tekið fram að hann telji að raunverð húsnæðis lækki á næstu tólf mánuðum og annar þriðjungur að það hækki.
Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira