Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Kjartan Kjartansson skrifar 29. janúar 2025 11:30 Fólk virðir fyrir sér skemmdir á blokk í sunnanverðum Stokkhólmi þar sem sprengja sprakk 18. janúar. Um þrjátíu sprengingar hafa orðið í Svíþjóð bara í þessum mánuði, þar af sex á þriðjudag. Vísir/EPA Tilkynnt hefur verið um þrjátíu sprengingar í Svíþjóð frá áramótum, flestar þeirra í sunnanverðum Stokkhólmi. Sænska lögreglan segir skýr tengsl á milli sprenginganna og glæpasamtaka sem beiti ofbeldi til þess að kúga fé út úr fólki. Forsvarsmenn sænsku lögreglunnar héldu blaðamannafund til þess að ræða tíðar sprengingar og aðgerðir til að stemma stigu við þeim í morgun. Sex sprengingar urðu á þriðjudag, meðal annars í Stokkhólmi og Helsingjaborg og segir Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, það fordæmalaust. Tobias Bergkvist, aðstoðarlögreglustjóri í Stokkhólmi, sagði ástandið alvarlegt á landsvísu, ekki aðeins í höfuðborginni. „Tengslin við glæpasamtök eru mjög skýr. Allir þessir glæpir eru framdir í því samhengi,“ sagði Bergkvist, að því er sænska ríkisútvarpið hefur eftir honum. Ofbeldisaldan hefur stigmagnast, að sögn Hampus Nygårds, næstráðanda aðgerðadeildar landslögreglunnar. Hann sagði flestar sprengingarnar í gróðaskyni. Þau beinist að fyrirtækjum sem glæpamenn fjárkúga. „Þeir krefjast fjár til þess að hætta ofbeldinu og hótununum,“ sagði Nygårds. Brotamennirnir eru oft ungir að árum, allt niður í fimmtán ára gamlir. Glæpasamtökin leita í vaxandi mæli til samfélagsmiðla til þess að ráða ungt fólk til ofbeldisverka. Framboðið á þeim virðist óþrjótandi, að sögn Nygårds. Um fimmtíu manns hafa verið handteknir í 25 málum til þess. Bergkvist sagði að í þeim hópi væru sprengjuvargar, sprengjusmiðir og einstaklingar sem hefðu verið handteknir erlendis. Lögreglan kæmi í veg fyrir frekari sprengingar og skotárásir í hverri viku en það dugi ekki til. „Lögreglan safnar nú liði, sérstaklega í Stokkhólmi en líka á landsvísu. Við grípum til aðgerða, til dæmis með liðsauka frá öðrum lögregluudæmum,“ sagði aðstoðarlögreglustjórinn. Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Telja árásir sænskra unglinga runnar undan rifjum Írana Sænska öryggislögreglan telur að írönsk stjórnvöld hafi fengið þarlend glæpagengi til þess að ráðast á ísraels fyrirtæki og sendiskrifstofur á Norðurlöndum undanfarnar vikur. Gengin hafa notað unglinga sem handbendi sín í þeim árásum. 18. október 2024 09:35 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Forsvarsmenn sænsku lögreglunnar héldu blaðamannafund til þess að ræða tíðar sprengingar og aðgerðir til að stemma stigu við þeim í morgun. Sex sprengingar urðu á þriðjudag, meðal annars í Stokkhólmi og Helsingjaborg og segir Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, það fordæmalaust. Tobias Bergkvist, aðstoðarlögreglustjóri í Stokkhólmi, sagði ástandið alvarlegt á landsvísu, ekki aðeins í höfuðborginni. „Tengslin við glæpasamtök eru mjög skýr. Allir þessir glæpir eru framdir í því samhengi,“ sagði Bergkvist, að því er sænska ríkisútvarpið hefur eftir honum. Ofbeldisaldan hefur stigmagnast, að sögn Hampus Nygårds, næstráðanda aðgerðadeildar landslögreglunnar. Hann sagði flestar sprengingarnar í gróðaskyni. Þau beinist að fyrirtækjum sem glæpamenn fjárkúga. „Þeir krefjast fjár til þess að hætta ofbeldinu og hótununum,“ sagði Nygårds. Brotamennirnir eru oft ungir að árum, allt niður í fimmtán ára gamlir. Glæpasamtökin leita í vaxandi mæli til samfélagsmiðla til þess að ráða ungt fólk til ofbeldisverka. Framboðið á þeim virðist óþrjótandi, að sögn Nygårds. Um fimmtíu manns hafa verið handteknir í 25 málum til þess. Bergkvist sagði að í þeim hópi væru sprengjuvargar, sprengjusmiðir og einstaklingar sem hefðu verið handteknir erlendis. Lögreglan kæmi í veg fyrir frekari sprengingar og skotárásir í hverri viku en það dugi ekki til. „Lögreglan safnar nú liði, sérstaklega í Stokkhólmi en líka á landsvísu. Við grípum til aðgerða, til dæmis með liðsauka frá öðrum lögregluudæmum,“ sagði aðstoðarlögreglustjórinn.
Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Telja árásir sænskra unglinga runnar undan rifjum Írana Sænska öryggislögreglan telur að írönsk stjórnvöld hafi fengið þarlend glæpagengi til þess að ráðast á ísraels fyrirtæki og sendiskrifstofur á Norðurlöndum undanfarnar vikur. Gengin hafa notað unglinga sem handbendi sín í þeim árásum. 18. október 2024 09:35 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Telja árásir sænskra unglinga runnar undan rifjum Írana Sænska öryggislögreglan telur að írönsk stjórnvöld hafi fengið þarlend glæpagengi til þess að ráðast á ísraels fyrirtæki og sendiskrifstofur á Norðurlöndum undanfarnar vikur. Gengin hafa notað unglinga sem handbendi sín í þeim árásum. 18. október 2024 09:35