Býður sig fram til formanns VR Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2025 07:29 Bjarni Þór Sigurðsson hefur setið í stjórn VR frá árinu 2012. Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður í VR, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR í kosningum sem fram fara í mars næstkomandi. Bjarni Þór greinir frá þessu í tilkynningu. Þar segir að hann hafi verið félagi í VR í þrjátíu ár og tekið virkan þátt í störfum félagsins frá árinu 2009 og setið í stjórn frá árinu 2012. Áður hefur Halla Gunnarsdóttir lýst yfir framboði til formanns. Hún var varaformaður en tók við formennsku í félaginu þegar Ragnar Þór Ingólfsson tók sæti á þingi. Í tilkynningunni frá Bjarna Þór segir að hann hafi í störfum sínum fyrir VR lagt áherslu á að VR og verkalýðshreyfingin hafi frumkvæði að uppbyggingu heilbrigðs húsnæðismarkaðar. „Af öðrum trúnaðarstörfum innan verkalýðshreyfingarinnar hef ég setið í miðstjórn ASÍ og sinnt formennsku í húsnæðisnefnd ASÍ, húsnæðisnefnd VR og stjórn Bjargs íbúðarfélags. Ég er fulltrúi VR í stjórn Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna og sit í stjórn Landssambands íslenskra verslunarmanna. Þá var ég varaformaður VR í fjögur ár frá árinu 2013 til 2017. Ég legg áherslu á áframhaldandi uppbyggingu á fjölbreyttu húsnæðiskerfi sem tryggir fólki öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Blær leigufélag VR er þessa dagana að afhenda 36 íbúðir fyrir félagsfólki VR. Nauðsynlegt er að halda því starfi áfram og hvetja önnur félög til að feta sömu braut. Endurmenntun og símenntun fyrir framtíðarstörf Tilgangur minn með framboði til formanns er að gæta hagsmuna alls félagsfólks í VR. Tryggja þarf vel launuð og góð störf, öryggi á vinnustað og að huga vel að sí-og endurmenntun til að mæta tæknivæðingu og aukinni notkun gervigreindar. Það kallar á nýja hugsun í endurmenntun launafólks. Huga þarf betur að öryggi verslunarfólks gagnvart ofbeldi og áreiti í daglegum störfum. Efla þarf trúnaðarmenn félagsins og virkja betur grasrótina í félaginu. Berjast fyrir auknum áhrifum launafólks til að bæta störf sín og starfsumhverfi. Að mínu mati eiga áherslur VR fyrst og fremst að snúast um þau mál sem skipta VR félaga mestu og þar liggja mínar áherslur. Ég ætla að leggja áherslu á breytingar í orlofskerfi VR og tel að það sé löngu tímabært að fjölga sumarhúsum og öðrum valkostum í orlofsmálum. Ég hef unnið megnið af starfsævinni við verslunar-og skrifstofustörf, fjölmiðla og hin síðari ár hef ég einnig starfað að við leiðsögn. Óska ég eftir stuðningi félagsmanna til áframhaldandi vinnu að hagsmunum félaga í VR,“ segir Bjarni Þór. Stéttarfélög Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira
Bjarni Þór greinir frá þessu í tilkynningu. Þar segir að hann hafi verið félagi í VR í þrjátíu ár og tekið virkan þátt í störfum félagsins frá árinu 2009 og setið í stjórn frá árinu 2012. Áður hefur Halla Gunnarsdóttir lýst yfir framboði til formanns. Hún var varaformaður en tók við formennsku í félaginu þegar Ragnar Þór Ingólfsson tók sæti á þingi. Í tilkynningunni frá Bjarna Þór segir að hann hafi í störfum sínum fyrir VR lagt áherslu á að VR og verkalýðshreyfingin hafi frumkvæði að uppbyggingu heilbrigðs húsnæðismarkaðar. „Af öðrum trúnaðarstörfum innan verkalýðshreyfingarinnar hef ég setið í miðstjórn ASÍ og sinnt formennsku í húsnæðisnefnd ASÍ, húsnæðisnefnd VR og stjórn Bjargs íbúðarfélags. Ég er fulltrúi VR í stjórn Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna og sit í stjórn Landssambands íslenskra verslunarmanna. Þá var ég varaformaður VR í fjögur ár frá árinu 2013 til 2017. Ég legg áherslu á áframhaldandi uppbyggingu á fjölbreyttu húsnæðiskerfi sem tryggir fólki öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Blær leigufélag VR er þessa dagana að afhenda 36 íbúðir fyrir félagsfólki VR. Nauðsynlegt er að halda því starfi áfram og hvetja önnur félög til að feta sömu braut. Endurmenntun og símenntun fyrir framtíðarstörf Tilgangur minn með framboði til formanns er að gæta hagsmuna alls félagsfólks í VR. Tryggja þarf vel launuð og góð störf, öryggi á vinnustað og að huga vel að sí-og endurmenntun til að mæta tæknivæðingu og aukinni notkun gervigreindar. Það kallar á nýja hugsun í endurmenntun launafólks. Huga þarf betur að öryggi verslunarfólks gagnvart ofbeldi og áreiti í daglegum störfum. Efla þarf trúnaðarmenn félagsins og virkja betur grasrótina í félaginu. Berjast fyrir auknum áhrifum launafólks til að bæta störf sín og starfsumhverfi. Að mínu mati eiga áherslur VR fyrst og fremst að snúast um þau mál sem skipta VR félaga mestu og þar liggja mínar áherslur. Ég ætla að leggja áherslu á breytingar í orlofskerfi VR og tel að það sé löngu tímabært að fjölga sumarhúsum og öðrum valkostum í orlofsmálum. Ég hef unnið megnið af starfsævinni við verslunar-og skrifstofustörf, fjölmiðla og hin síðari ár hef ég einnig starfað að við leiðsögn. Óska ég eftir stuðningi félagsmanna til áframhaldandi vinnu að hagsmunum félaga í VR,“ segir Bjarni Þór.
Stéttarfélög Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira