40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2025 19:01 Lengstur er biðlistinn eftir leiguhúsnæði hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Allt að fjörutíu prósent ódýrara er að leigja íbúðarhúsnæði af óhagnaðardrifnum leigufélögum en á almennum leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir fjölgun íbúða hafa biðlistar eftir óhagnaðardrifnu leiguhúnsæði lengst um fjórðung á milli ára. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthlutaði í fyrra stofnframlögum fyrir rúmlega sex milljarða til byggingar á 502 nýjum leiguíbúðum fyrir tekju- og eignaminni heimili. Frá 2016 hefur ríkið úthlutað framlögum til byggingar rúmlega fjögur þúsund íbúða og þar af hafa um 2.700 verið teknar í notkun. „Við sjáum það að leiguverðið hjá þessum óhagnaðardrifnu félögum er að jafnaði 35-40 prósent lægra en hjá öðrum leigusölum og hefur alla veganna undanfarin tvö ár ekki hækkað í samræmi við annað verðlag,“ segir Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri húsnæðissviðs HMS. Elmar Erlendsson er framkvæmdastjóri húsnæðissviðs HMS.Vísir/Einar Þannig hefur markaðsleiga hækkað um 26 prósent á síðustu tveimur árum samkvæmt greiningu HMS, á meðan leiguverð hjá óhagnaðardrifnum félögum hefur aðeins hækkað um átta prósent. Það er minni hækkun en sem nemur tólf prósenta hækkun almenns verðlags á sama tímabili. Þetta sýnir að sögn Elmars að óhagnaðardrifin leigufélög hafi haldið aftur af hækkunum. „Þau er að draga alla veganna aftur úr hækkunum á leiguverði, við erum klárlega að greina það í okkar mælingum.“ Fjölgar á biðlistum Mælingar sýna einnig að biðlistar eftir íbúðum hjá óhagnaðardrifnum félögum hafa lengst umtalsvert milli ára eða um 24 prósent. Fjölgunin milli ára nemur ríflega 1370 sem eru á biðlistum eftir óhagnaðardrifnu leiguhúsnæði um land allt, mest á höfuðborgarsvæðinu. „Það er búin að vera gífurleg fólksfjölgun í landinu undanfarin ár. Á sama tíma er búið að vera hátt vaxtastig, erfitt að fjármagna þessi verkefni, einhverjir benda líka á lóðaskort. Þannig að fjármagnið til úthlutunar stofnframlaga hefur verið til en það vantar bara að koma fleiri verkefnum af stað til þess að ná að tæma þessa biðlista,“ segir Elmar. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð. Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthlutaði í fyrra stofnframlögum fyrir rúmlega sex milljarða til byggingar á 502 nýjum leiguíbúðum fyrir tekju- og eignaminni heimili. Frá 2016 hefur ríkið úthlutað framlögum til byggingar rúmlega fjögur þúsund íbúða og þar af hafa um 2.700 verið teknar í notkun. „Við sjáum það að leiguverðið hjá þessum óhagnaðardrifnu félögum er að jafnaði 35-40 prósent lægra en hjá öðrum leigusölum og hefur alla veganna undanfarin tvö ár ekki hækkað í samræmi við annað verðlag,“ segir Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri húsnæðissviðs HMS. Elmar Erlendsson er framkvæmdastjóri húsnæðissviðs HMS.Vísir/Einar Þannig hefur markaðsleiga hækkað um 26 prósent á síðustu tveimur árum samkvæmt greiningu HMS, á meðan leiguverð hjá óhagnaðardrifnum félögum hefur aðeins hækkað um átta prósent. Það er minni hækkun en sem nemur tólf prósenta hækkun almenns verðlags á sama tímabili. Þetta sýnir að sögn Elmars að óhagnaðardrifin leigufélög hafi haldið aftur af hækkunum. „Þau er að draga alla veganna aftur úr hækkunum á leiguverði, við erum klárlega að greina það í okkar mælingum.“ Fjölgar á biðlistum Mælingar sýna einnig að biðlistar eftir íbúðum hjá óhagnaðardrifnum félögum hafa lengst umtalsvert milli ára eða um 24 prósent. Fjölgunin milli ára nemur ríflega 1370 sem eru á biðlistum eftir óhagnaðardrifnu leiguhúsnæði um land allt, mest á höfuðborgarsvæðinu. „Það er búin að vera gífurleg fólksfjölgun í landinu undanfarin ár. Á sama tíma er búið að vera hátt vaxtastig, erfitt að fjármagna þessi verkefni, einhverjir benda líka á lóðaskort. Þannig að fjármagnið til úthlutunar stofnframlaga hefur verið til en það vantar bara að koma fleiri verkefnum af stað til þess að ná að tæma þessa biðlista,“ segir Elmar. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð.
Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira