Gómuðu leðurblökuna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. janúar 2025 18:21 Leðurblakan var numin á brott með stórum háfi. Dýraþjónusta Reykjavíkur/Tiktok Leðurblakan sem hefur verið á sveimi um Hlíðar og Laugardal undanfarna daga hefur verið fönguð af Dýraþjónustu Reykjavíkur. Hún var varla með lífsmarki og hefur verið svæfð. Leðurblakan fannst fyrir utan heimili í Teigunum í Laugardal, þar sem hún virtist frosin við vegg utandyra. Lilja Borg birti myndband því þegar maður frá dýraþjónustunni hafði leðurblökuna á brott í háfi. @lillyborg10 Leðurblakan fundin! @RÚV - fréttir ♬ original sound - Lilja Þorkell Heiðarsson, líffræðingur og deildarstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur, segir að leðurblakan hafi verið orðin slöpp. „Hún var horuð, illa á sig komin, enda komin á versta tíma til að heimsækja landið. Hún var eiginlega við það að drepast,“ segir Þorkell. Leðurblakan hafi verið svæfð og blóðsýni tekið úr henni, sem verði sent á rannsóknarstofuna Keldur. Farið verði í veirurannsókn til að athuga hvort varhugaverðir sjúkdómar leynist í dýrinu. „Leðurblökur eru miklir smitberar, og geta meðal annars borið með sér hundaæði,“ segir Þorkell. Að því loknu verði hún send á náttúrufræðistofnun þar sem hún verður tegundagreind. Þorkell segir að síðast þegar leðurblaka kom til landsins hafi það verið evrópsk tegund sem lifir í Skandinavíu og á Bretlandseyjum. Í gær sást til leðurblökunnar í Laugardalslaug. Fyrst varð hennar vart þar sem hún hékk á útiklefa laugarinnar, áður en hún flaug yfir laugina. Sjá frétt DV. Leðurblakan var svæfð og blóðsýni var tekið úr henni til að athuga hvort hún væri smitberi.Dýraþjónusta Reykjavíkur Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51 Engin leit í gangi að leðurblökunni Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur ekki fengið neinar tilkynningar í dag um leðurblökuna sem lék lausum hala í Reykjavík í gær. Greint var frá því um helgina að leðurblaka hefði sést við Laugardalslaug og nærri Listaháskólanum í Laugarnesi. 27. janúar 2025 11:42 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Leðurblakan fannst fyrir utan heimili í Teigunum í Laugardal, þar sem hún virtist frosin við vegg utandyra. Lilja Borg birti myndband því þegar maður frá dýraþjónustunni hafði leðurblökuna á brott í háfi. @lillyborg10 Leðurblakan fundin! @RÚV - fréttir ♬ original sound - Lilja Þorkell Heiðarsson, líffræðingur og deildarstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur, segir að leðurblakan hafi verið orðin slöpp. „Hún var horuð, illa á sig komin, enda komin á versta tíma til að heimsækja landið. Hún var eiginlega við það að drepast,“ segir Þorkell. Leðurblakan hafi verið svæfð og blóðsýni tekið úr henni, sem verði sent á rannsóknarstofuna Keldur. Farið verði í veirurannsókn til að athuga hvort varhugaverðir sjúkdómar leynist í dýrinu. „Leðurblökur eru miklir smitberar, og geta meðal annars borið með sér hundaæði,“ segir Þorkell. Að því loknu verði hún send á náttúrufræðistofnun þar sem hún verður tegundagreind. Þorkell segir að síðast þegar leðurblaka kom til landsins hafi það verið evrópsk tegund sem lifir í Skandinavíu og á Bretlandseyjum. Í gær sást til leðurblökunnar í Laugardalslaug. Fyrst varð hennar vart þar sem hún hékk á útiklefa laugarinnar, áður en hún flaug yfir laugina. Sjá frétt DV. Leðurblakan var svæfð og blóðsýni var tekið úr henni til að athuga hvort hún væri smitberi.Dýraþjónusta Reykjavíkur
Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51 Engin leit í gangi að leðurblökunni Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur ekki fengið neinar tilkynningar í dag um leðurblökuna sem lék lausum hala í Reykjavík í gær. Greint var frá því um helgina að leðurblaka hefði sést við Laugardalslaug og nærri Listaháskólanum í Laugarnesi. 27. janúar 2025 11:42 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26. janúar 2025 21:51
Engin leit í gangi að leðurblökunni Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur ekki fengið neinar tilkynningar í dag um leðurblökuna sem lék lausum hala í Reykjavík í gær. Greint var frá því um helgina að leðurblaka hefði sést við Laugardalslaug og nærri Listaháskólanum í Laugarnesi. 27. janúar 2025 11:42