Mikilvægi þess að eiga hetjur Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 29. janúar 2025 07:01 Reykjavíkurleikarnir í frjálsíþróttum voru haldnir með glæsilegri umgjörð í Laugardalshöllinni í vikunni. Þar var magnað að sjá þann mikla kraft sem býr í afreksíþróttafólkinu okkar. Hápunktur kvöldsins var þegar Baldvin Þór Magnússon setti nýtt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi með glæsilegu hlaupi, aðeins átta dögum eftir að hann setti nýtt met í 3.000 metra hlaupi. Þetta var ekki bara stór stund fyrir Baldvin heldur fyrir hreyfinguna alla. Á meðan á hlaupinu stóð mátti sjá hvernig gamlar frjálsíþróttakempur lifðu sig inn í augnablikið og strax eftir hlaupið flykktust ungir iðkendur að hetjunni sinni til að fá myndir og eiginhandaáritanir. Afrek sem þessi í glæsilegri umgjörð á Íslandi gefur allri íþróttahreyfingunni kraft og hvatningu til að halda áfram því óeigingjarna eldhugastarfi sem hreyfingin á Íslandi byggir á. Afreksstarf og grasrótarstarf ganga hönd í hönd þar sem stuðningur við grasrótina og barna- og unglingastarf skapar grunninn fyrir afreksmenn framtíðarinnar sem verða fyrirmyndir fyrir fjöldann. Við viljum öll að börnin okkar nái árangri í lífinu, hreyfi sig, stundi útivist og séu virk félagslega. Rannsóknir hafa sýnt að skipulagt íþróttastarf snýst ekki bara um að efla líkamlegt heilbrigði heldur stuðlar þátttaka í íþróttastarfi einnig að sterkari sjálfsmynd, betri námsárangri og heilsu og hefur mikið forvarnagildi. Til að stuðla að þátttöku og jákvæðum áhrifum íþrótta á börnin okkar er mikilvægt að þau eigi góðar fyrirmyndir í öflugu afreksfólki, þjálfurum og okkur foreldrunum. Það er því til mikils að vinna að stjórnvöld stuðli að öflugri umgjörð fyrir íþróttahreyfinguna út um allt land. Öflug aðstaða og fagleg þjálfun skipta höfuðmáli þegar kemur að því að virkja börn og ungmenni til þátttöku eins lengi og hægt er á sama tíma og afreksfólkið okkar fær tækifæri til að ná eins langt og hægt er. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Íþróttir barna Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurleikarnir í frjálsíþróttum voru haldnir með glæsilegri umgjörð í Laugardalshöllinni í vikunni. Þar var magnað að sjá þann mikla kraft sem býr í afreksíþróttafólkinu okkar. Hápunktur kvöldsins var þegar Baldvin Þór Magnússon setti nýtt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi með glæsilegu hlaupi, aðeins átta dögum eftir að hann setti nýtt met í 3.000 metra hlaupi. Þetta var ekki bara stór stund fyrir Baldvin heldur fyrir hreyfinguna alla. Á meðan á hlaupinu stóð mátti sjá hvernig gamlar frjálsíþróttakempur lifðu sig inn í augnablikið og strax eftir hlaupið flykktust ungir iðkendur að hetjunni sinni til að fá myndir og eiginhandaáritanir. Afrek sem þessi í glæsilegri umgjörð á Íslandi gefur allri íþróttahreyfingunni kraft og hvatningu til að halda áfram því óeigingjarna eldhugastarfi sem hreyfingin á Íslandi byggir á. Afreksstarf og grasrótarstarf ganga hönd í hönd þar sem stuðningur við grasrótina og barna- og unglingastarf skapar grunninn fyrir afreksmenn framtíðarinnar sem verða fyrirmyndir fyrir fjöldann. Við viljum öll að börnin okkar nái árangri í lífinu, hreyfi sig, stundi útivist og séu virk félagslega. Rannsóknir hafa sýnt að skipulagt íþróttastarf snýst ekki bara um að efla líkamlegt heilbrigði heldur stuðlar þátttaka í íþróttastarfi einnig að sterkari sjálfsmynd, betri námsárangri og heilsu og hefur mikið forvarnagildi. Til að stuðla að þátttöku og jákvæðum áhrifum íþrótta á börnin okkar er mikilvægt að þau eigi góðar fyrirmyndir í öflugu afreksfólki, þjálfurum og okkur foreldrunum. Það er því til mikils að vinna að stjórnvöld stuðli að öflugri umgjörð fyrir íþróttahreyfinguna út um allt land. Öflug aðstaða og fagleg þjálfun skipta höfuðmáli þegar kemur að því að virkja börn og ungmenni til þátttöku eins lengi og hægt er á sama tíma og afreksfólkið okkar fær tækifæri til að ná eins langt og hægt er. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun