Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. janúar 2025 13:23 ADHD samtökin segja biðlista barna um og yfir 2 ár og miðað við óbreytt ástand geti fullorðnir sem koma nýir inn hjá AHDH teymi HH átt von á meira en 10 ára bið. Getty „ADHD samtökin gera skýlausa kröfu um að ritun ADHD grænbókar um stöðu ADHD greininga og möguleika til meðferðarúrræða verði endurskoðuð og endurunninn á faglegri forsendum.“ Þetta segir í lokaorðum umsagnar ADHD samtakanna um grænbók stjórnvalda um stöðu ADHD mála á Íslandi, sem lögð var fram í samráðsgátt þann 21. desember síðastliðinn. Samtökin gera margvíslegar athugasemdir við plaggið, meðal annars umfjöllun um „meintan veldisvöxt“ í greiningum og ofnotkun lyfja. Í samantekt yfir helstu athugasemdir samtakanna segir meðal annars að lítið sem ekkert sé fjallað um áhrif ADHD á lífslíkur, ævitekjur og almenna heilsu og lífsgæði fólks með ADHD. Þá sé sömuleiðis hjá því litið að fjalla um alvarlegar afleiðingar ógreinds og ómeðhöndlaðs ADHD fyrir einstaklinga og þeirra nánustu. Hvergi sé fjallað um nauðsyn miðlægs gagnagrunns yfir börn og fullorðna á biðlistum, jafnvel þótt tölur séu mjög á reiki við núverandi aðstæður, og þá er í umsögninni gerð athugasemd við að engum upplýsingum sé safnað um greiningar og meðferð einstaklinga hjá meðferðaraðilum utan opinbera heilbrigðiskerfisins. Þegar rýnt er í umsögnina er ljóst að samtökunum þykir skorta töluvert á yfirferð grænbókarhöfunda og túlkun þeirra á fyrirliggjandi gögnum. Þá virðast sumar ályktanir höfunda vekja furðu samtakanna, sem segja það meðal annars vekja undrun „að gefið sé til kynna að meðferð við ADHD sé eitthvað sérstaklega vandmeðfarin,“ umfram önnur veikindi, sjúkdóma, heilkenni og raskanir. Ályktanir dregnar án þess að tölur liggi fyrir ADHD samtökin gagnrýna harðlega þá niðurstöðu grænbókarhöfunda að veldisvöxtur sé „það eina sem nær að lýsa vextinum í lyfjanotkun“ þegar kemur að ADHD. Grænbókarhöfundar segja lyfjanotkunina virðast komna fram úr ætluðu algengi. Samtökin segja hins vegar engar tölur liggja fyrir um algengi hjá börnum á Íslandi né heldur hversu margir einstaklingar greinast árlega. Þá sé breytileikinn í tíðni ADHD afar mikill eftir rannsóknum og rannsóknaraðferðum. „Ekki liggur heldur fyrir hvernig notkun á ADHD lyfjum sé háttað, svo sem hvort fólk sé að nota lyfin að staðaldri hvort margir hætti fljótlega á lyfjum vegna ónógs árangurs eða hversu stór hópur er að taka litla eða stóra skammta o.s.frv,“ segir meðal annars í umsögn samtakanna. ADHD samtökin gera athugasemdir við túlkun grænbókarhöfunda á rannsóknum og segja sumar þeirra benda til þess að algengi ADHD sé mun meira en haldið er fram. Tölur frá Svíþjóð séu til að mynda „í hróplegu ósamræmi við fullyrðingar þess efnis að Íslendingar séu einhverjum ljósárum ofar en aðrar þjóðir“. Samtökin segja ályktanir dregnar um fjölda greininga, ofgreiningar og lyfjameðferðir án þess að tölur liggi fyrir. Þá segja þau óskiljanlegt að ekki hafi verið kallað eftir upplýsingum frá einkastofum sem gefa sig út fyrir að sinna greiningum, þrátt fyrir að fullyrt sé að stór hluti greininga fari fram hjá þeim. Í umsögninni eru einnig gerðar fjölda athugasemda við umfjöllun grænbókarhöfunda um lyfjameðferð við ADHD. Samtökin segja meðal annars að setja verði skýra fyrirvara við þá túlkun að veldisvöxur hafi orðið í lyfjanotkun á Íslandi. Ljóst sé að aukning hafi orðið alls staðar á Norðurlöndum. „En hér virðist horft fram hjá því augljósa: Þessi þróun hefst mun fyrr á Íslandi og aukning undanfarin ár eitthvað sem síðar muni komi fram hjá hinum löndunum; allt bendi til að hinar þjóðirnar stefni í nákvæmlega sömu átt. Því þurfi að fara varlega í að draga of eindregnar ályktanir um að orsakavaldurinn hér séu ofgreiningar eða illa unnar greiningar eins og haldið er fram í skýrslunni,“ segir meðal annars. ADHD samtökin segja að lokum að ef misbrestir séu til staðar varðandi greiningarferlið beri yfirvöldum hrein og klár skylda til að taka á því. Það sé sjálfsögð og eðlileg krafa að fólk fái þá meðferð sem það þarf á að halda. „Núverandi drög að grænbók innihalda margvíslegar upplýsingar sem orðið geta til gagns. Höldum því góða til haga, en losum okkur um leið við gamlar kreddur og rangtúlkanir á gögnum út frá löngu úreltum hugmyndum.“ Heilbrigðismál ADHD Lyf Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Sjá meira
Þetta segir í lokaorðum umsagnar ADHD samtakanna um grænbók stjórnvalda um stöðu ADHD mála á Íslandi, sem lögð var fram í samráðsgátt þann 21. desember síðastliðinn. Samtökin gera margvíslegar athugasemdir við plaggið, meðal annars umfjöllun um „meintan veldisvöxt“ í greiningum og ofnotkun lyfja. Í samantekt yfir helstu athugasemdir samtakanna segir meðal annars að lítið sem ekkert sé fjallað um áhrif ADHD á lífslíkur, ævitekjur og almenna heilsu og lífsgæði fólks með ADHD. Þá sé sömuleiðis hjá því litið að fjalla um alvarlegar afleiðingar ógreinds og ómeðhöndlaðs ADHD fyrir einstaklinga og þeirra nánustu. Hvergi sé fjallað um nauðsyn miðlægs gagnagrunns yfir börn og fullorðna á biðlistum, jafnvel þótt tölur séu mjög á reiki við núverandi aðstæður, og þá er í umsögninni gerð athugasemd við að engum upplýsingum sé safnað um greiningar og meðferð einstaklinga hjá meðferðaraðilum utan opinbera heilbrigðiskerfisins. Þegar rýnt er í umsögnina er ljóst að samtökunum þykir skorta töluvert á yfirferð grænbókarhöfunda og túlkun þeirra á fyrirliggjandi gögnum. Þá virðast sumar ályktanir höfunda vekja furðu samtakanna, sem segja það meðal annars vekja undrun „að gefið sé til kynna að meðferð við ADHD sé eitthvað sérstaklega vandmeðfarin,“ umfram önnur veikindi, sjúkdóma, heilkenni og raskanir. Ályktanir dregnar án þess að tölur liggi fyrir ADHD samtökin gagnrýna harðlega þá niðurstöðu grænbókarhöfunda að veldisvöxtur sé „það eina sem nær að lýsa vextinum í lyfjanotkun“ þegar kemur að ADHD. Grænbókarhöfundar segja lyfjanotkunina virðast komna fram úr ætluðu algengi. Samtökin segja hins vegar engar tölur liggja fyrir um algengi hjá börnum á Íslandi né heldur hversu margir einstaklingar greinast árlega. Þá sé breytileikinn í tíðni ADHD afar mikill eftir rannsóknum og rannsóknaraðferðum. „Ekki liggur heldur fyrir hvernig notkun á ADHD lyfjum sé háttað, svo sem hvort fólk sé að nota lyfin að staðaldri hvort margir hætti fljótlega á lyfjum vegna ónógs árangurs eða hversu stór hópur er að taka litla eða stóra skammta o.s.frv,“ segir meðal annars í umsögn samtakanna. ADHD samtökin gera athugasemdir við túlkun grænbókarhöfunda á rannsóknum og segja sumar þeirra benda til þess að algengi ADHD sé mun meira en haldið er fram. Tölur frá Svíþjóð séu til að mynda „í hróplegu ósamræmi við fullyrðingar þess efnis að Íslendingar séu einhverjum ljósárum ofar en aðrar þjóðir“. Samtökin segja ályktanir dregnar um fjölda greininga, ofgreiningar og lyfjameðferðir án þess að tölur liggi fyrir. Þá segja þau óskiljanlegt að ekki hafi verið kallað eftir upplýsingum frá einkastofum sem gefa sig út fyrir að sinna greiningum, þrátt fyrir að fullyrt sé að stór hluti greininga fari fram hjá þeim. Í umsögninni eru einnig gerðar fjölda athugasemda við umfjöllun grænbókarhöfunda um lyfjameðferð við ADHD. Samtökin segja meðal annars að setja verði skýra fyrirvara við þá túlkun að veldisvöxur hafi orðið í lyfjanotkun á Íslandi. Ljóst sé að aukning hafi orðið alls staðar á Norðurlöndum. „En hér virðist horft fram hjá því augljósa: Þessi þróun hefst mun fyrr á Íslandi og aukning undanfarin ár eitthvað sem síðar muni komi fram hjá hinum löndunum; allt bendi til að hinar þjóðirnar stefni í nákvæmlega sömu átt. Því þurfi að fara varlega í að draga of eindregnar ályktanir um að orsakavaldurinn hér séu ofgreiningar eða illa unnar greiningar eins og haldið er fram í skýrslunni,“ segir meðal annars. ADHD samtökin segja að lokum að ef misbrestir séu til staðar varðandi greiningarferlið beri yfirvöldum hrein og klár skylda til að taka á því. Það sé sjálfsögð og eðlileg krafa að fólk fái þá meðferð sem það þarf á að halda. „Núverandi drög að grænbók innihalda margvíslegar upplýsingar sem orðið geta til gagns. Höldum því góða til haga, en losum okkur um leið við gamlar kreddur og rangtúlkanir á gögnum út frá löngu úreltum hugmyndum.“
Heilbrigðismál ADHD Lyf Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Sjá meira