Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. janúar 2025 13:23 ADHD samtökin segja biðlista barna um og yfir 2 ár og miðað við óbreytt ástand geti fullorðnir sem koma nýir inn hjá AHDH teymi HH átt von á meira en 10 ára bið. Getty „ADHD samtökin gera skýlausa kröfu um að ritun ADHD grænbókar um stöðu ADHD greininga og möguleika til meðferðarúrræða verði endurskoðuð og endurunninn á faglegri forsendum.“ Þetta segir í lokaorðum umsagnar ADHD samtakanna um grænbók stjórnvalda um stöðu ADHD mála á Íslandi, sem lögð var fram í samráðsgátt þann 21. desember síðastliðinn. Samtökin gera margvíslegar athugasemdir við plaggið, meðal annars umfjöllun um „meintan veldisvöxt“ í greiningum og ofnotkun lyfja. Í samantekt yfir helstu athugasemdir samtakanna segir meðal annars að lítið sem ekkert sé fjallað um áhrif ADHD á lífslíkur, ævitekjur og almenna heilsu og lífsgæði fólks með ADHD. Þá sé sömuleiðis hjá því litið að fjalla um alvarlegar afleiðingar ógreinds og ómeðhöndlaðs ADHD fyrir einstaklinga og þeirra nánustu. Hvergi sé fjallað um nauðsyn miðlægs gagnagrunns yfir börn og fullorðna á biðlistum, jafnvel þótt tölur séu mjög á reiki við núverandi aðstæður, og þá er í umsögninni gerð athugasemd við að engum upplýsingum sé safnað um greiningar og meðferð einstaklinga hjá meðferðaraðilum utan opinbera heilbrigðiskerfisins. Þegar rýnt er í umsögnina er ljóst að samtökunum þykir skorta töluvert á yfirferð grænbókarhöfunda og túlkun þeirra á fyrirliggjandi gögnum. Þá virðast sumar ályktanir höfunda vekja furðu samtakanna, sem segja það meðal annars vekja undrun „að gefið sé til kynna að meðferð við ADHD sé eitthvað sérstaklega vandmeðfarin,“ umfram önnur veikindi, sjúkdóma, heilkenni og raskanir. Ályktanir dregnar án þess að tölur liggi fyrir ADHD samtökin gagnrýna harðlega þá niðurstöðu grænbókarhöfunda að veldisvöxtur sé „það eina sem nær að lýsa vextinum í lyfjanotkun“ þegar kemur að ADHD. Grænbókarhöfundar segja lyfjanotkunina virðast komna fram úr ætluðu algengi. Samtökin segja hins vegar engar tölur liggja fyrir um algengi hjá börnum á Íslandi né heldur hversu margir einstaklingar greinast árlega. Þá sé breytileikinn í tíðni ADHD afar mikill eftir rannsóknum og rannsóknaraðferðum. „Ekki liggur heldur fyrir hvernig notkun á ADHD lyfjum sé háttað, svo sem hvort fólk sé að nota lyfin að staðaldri hvort margir hætti fljótlega á lyfjum vegna ónógs árangurs eða hversu stór hópur er að taka litla eða stóra skammta o.s.frv,“ segir meðal annars í umsögn samtakanna. ADHD samtökin gera athugasemdir við túlkun grænbókarhöfunda á rannsóknum og segja sumar þeirra benda til þess að algengi ADHD sé mun meira en haldið er fram. Tölur frá Svíþjóð séu til að mynda „í hróplegu ósamræmi við fullyrðingar þess efnis að Íslendingar séu einhverjum ljósárum ofar en aðrar þjóðir“. Samtökin segja ályktanir dregnar um fjölda greininga, ofgreiningar og lyfjameðferðir án þess að tölur liggi fyrir. Þá segja þau óskiljanlegt að ekki hafi verið kallað eftir upplýsingum frá einkastofum sem gefa sig út fyrir að sinna greiningum, þrátt fyrir að fullyrt sé að stór hluti greininga fari fram hjá þeim. Í umsögninni eru einnig gerðar fjölda athugasemda við umfjöllun grænbókarhöfunda um lyfjameðferð við ADHD. Samtökin segja meðal annars að setja verði skýra fyrirvara við þá túlkun að veldisvöxur hafi orðið í lyfjanotkun á Íslandi. Ljóst sé að aukning hafi orðið alls staðar á Norðurlöndum. „En hér virðist horft fram hjá því augljósa: Þessi þróun hefst mun fyrr á Íslandi og aukning undanfarin ár eitthvað sem síðar muni komi fram hjá hinum löndunum; allt bendi til að hinar þjóðirnar stefni í nákvæmlega sömu átt. Því þurfi að fara varlega í að draga of eindregnar ályktanir um að orsakavaldurinn hér séu ofgreiningar eða illa unnar greiningar eins og haldið er fram í skýrslunni,“ segir meðal annars. ADHD samtökin segja að lokum að ef misbrestir séu til staðar varðandi greiningarferlið beri yfirvöldum hrein og klár skylda til að taka á því. Það sé sjálfsögð og eðlileg krafa að fólk fái þá meðferð sem það þarf á að halda. „Núverandi drög að grænbók innihalda margvíslegar upplýsingar sem orðið geta til gagns. Höldum því góða til haga, en losum okkur um leið við gamlar kreddur og rangtúlkanir á gögnum út frá löngu úreltum hugmyndum.“ Heilbrigðismál ADHD Lyf Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Þetta segir í lokaorðum umsagnar ADHD samtakanna um grænbók stjórnvalda um stöðu ADHD mála á Íslandi, sem lögð var fram í samráðsgátt þann 21. desember síðastliðinn. Samtökin gera margvíslegar athugasemdir við plaggið, meðal annars umfjöllun um „meintan veldisvöxt“ í greiningum og ofnotkun lyfja. Í samantekt yfir helstu athugasemdir samtakanna segir meðal annars að lítið sem ekkert sé fjallað um áhrif ADHD á lífslíkur, ævitekjur og almenna heilsu og lífsgæði fólks með ADHD. Þá sé sömuleiðis hjá því litið að fjalla um alvarlegar afleiðingar ógreinds og ómeðhöndlaðs ADHD fyrir einstaklinga og þeirra nánustu. Hvergi sé fjallað um nauðsyn miðlægs gagnagrunns yfir börn og fullorðna á biðlistum, jafnvel þótt tölur séu mjög á reiki við núverandi aðstæður, og þá er í umsögninni gerð athugasemd við að engum upplýsingum sé safnað um greiningar og meðferð einstaklinga hjá meðferðaraðilum utan opinbera heilbrigðiskerfisins. Þegar rýnt er í umsögnina er ljóst að samtökunum þykir skorta töluvert á yfirferð grænbókarhöfunda og túlkun þeirra á fyrirliggjandi gögnum. Þá virðast sumar ályktanir höfunda vekja furðu samtakanna, sem segja það meðal annars vekja undrun „að gefið sé til kynna að meðferð við ADHD sé eitthvað sérstaklega vandmeðfarin,“ umfram önnur veikindi, sjúkdóma, heilkenni og raskanir. Ályktanir dregnar án þess að tölur liggi fyrir ADHD samtökin gagnrýna harðlega þá niðurstöðu grænbókarhöfunda að veldisvöxtur sé „það eina sem nær að lýsa vextinum í lyfjanotkun“ þegar kemur að ADHD. Grænbókarhöfundar segja lyfjanotkunina virðast komna fram úr ætluðu algengi. Samtökin segja hins vegar engar tölur liggja fyrir um algengi hjá börnum á Íslandi né heldur hversu margir einstaklingar greinast árlega. Þá sé breytileikinn í tíðni ADHD afar mikill eftir rannsóknum og rannsóknaraðferðum. „Ekki liggur heldur fyrir hvernig notkun á ADHD lyfjum sé háttað, svo sem hvort fólk sé að nota lyfin að staðaldri hvort margir hætti fljótlega á lyfjum vegna ónógs árangurs eða hversu stór hópur er að taka litla eða stóra skammta o.s.frv,“ segir meðal annars í umsögn samtakanna. ADHD samtökin gera athugasemdir við túlkun grænbókarhöfunda á rannsóknum og segja sumar þeirra benda til þess að algengi ADHD sé mun meira en haldið er fram. Tölur frá Svíþjóð séu til að mynda „í hróplegu ósamræmi við fullyrðingar þess efnis að Íslendingar séu einhverjum ljósárum ofar en aðrar þjóðir“. Samtökin segja ályktanir dregnar um fjölda greininga, ofgreiningar og lyfjameðferðir án þess að tölur liggi fyrir. Þá segja þau óskiljanlegt að ekki hafi verið kallað eftir upplýsingum frá einkastofum sem gefa sig út fyrir að sinna greiningum, þrátt fyrir að fullyrt sé að stór hluti greininga fari fram hjá þeim. Í umsögninni eru einnig gerðar fjölda athugasemda við umfjöllun grænbókarhöfunda um lyfjameðferð við ADHD. Samtökin segja meðal annars að setja verði skýra fyrirvara við þá túlkun að veldisvöxur hafi orðið í lyfjanotkun á Íslandi. Ljóst sé að aukning hafi orðið alls staðar á Norðurlöndum. „En hér virðist horft fram hjá því augljósa: Þessi þróun hefst mun fyrr á Íslandi og aukning undanfarin ár eitthvað sem síðar muni komi fram hjá hinum löndunum; allt bendi til að hinar þjóðirnar stefni í nákvæmlega sömu átt. Því þurfi að fara varlega í að draga of eindregnar ályktanir um að orsakavaldurinn hér séu ofgreiningar eða illa unnar greiningar eins og haldið er fram í skýrslunni,“ segir meðal annars. ADHD samtökin segja að lokum að ef misbrestir séu til staðar varðandi greiningarferlið beri yfirvöldum hrein og klár skylda til að taka á því. Það sé sjálfsögð og eðlileg krafa að fólk fái þá meðferð sem það þarf á að halda. „Núverandi drög að grænbók innihalda margvíslegar upplýsingar sem orðið geta til gagns. Höldum því góða til haga, en losum okkur um leið við gamlar kreddur og rangtúlkanir á gögnum út frá löngu úreltum hugmyndum.“
Heilbrigðismál ADHD Lyf Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira