Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Árni Sæberg skrifar 27. janúar 2025 16:10 Kristján Hálfdánarson afhenti Einari Þorsteinssyni undirskriftalistann. Vísir/Anton Brink Íbúar í Árskógum 7, fjölbýlishúsi Búseta sem er við hliðina á „græna gímaldinu“ svokallaða í Breiðholti, afhentu borgarstjóra undirskriftalista í íbúð formanns húsfélagsins í dag. Þeir sem rita undir vilja að framkvæmdir við húsið verði stöðvaðar og undirskriftir eru vel á þriðja þúsund. Á Íslandi.is má finna undirskriftalistann, en söfnun undirskrifta lauk á föstudag. Þá voru undirskriftirnar orðnar 2830 talsins. Í lýsingu segir að undirritaðir geri alvarlegar athugasemdir vegna framkvæmda við Álfabakka 2A-2D, 109 Reykjavík. Þeir álíti að húsið og starfsemin sem þar á að vera sé algjörlega á skjön við samfélagið, gangi gegn markmiðum skipulagslaga og stefnu Reykjavíkurborgar í grænni byggð. Svona er umhorfs út úr íbúð Kristjáns.Vísir/Anton Brink „Íbúar eru uggandi yfir möguleikanum á stóraukinni umferð, þá sér í lagi þungaflutninga, um svæðið. Efumst við um að framkvæmdir standist mat á umhverfisáhrifum. Við teljum einnig að byggingarmagn og hæð byggingarinnar muni hafa mikil áhrif á skuggavarp og valda skerðingu á sólarljósi, sem mun hafa mjög neikvæð áhrif á lífsgæði íbúa nærliggjandi húsa.“ Að lokum telji þeir að málsmeðferð þessa máls hafi verið fyrir neðan allar hellur og langt í frá í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti. Samráð og upplýsingaflæði Reykjavíkurborgar hafi verið ófullnægjandi og hvorki uppfyllt kröfur stjórnsýslulaga né skipulagslaga. „Við krefjumst þess að framkvæmdir verði stöðvaðar á meðan unnið er að farsælli lausn málsins öllum í hag.“ Einar Þorsteinsson borgarstjóri gerði sér ferð upp í Breiðholt síðdegis til þess að veita undirskriftalistanum móttöku. Málin rædd við eldhúsborðið.Vísir/Anton Brink Kristján Hálfdánarson, formaður Húsfélagsins að Árskógum 7 og upphafsmaður undirskriftasöfnunarinnar, bauð heim og afhenti borgarstjóra listann að nokkrum fjölda fólks viðstöddum. Vöruskemma við Álfabakka Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Skipulag Tengdar fréttir Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Búið var að samþykkja að sameina fjórar lóðir við Álfabakka 2-4 í eina og gefa grænt ljós á kjötvinnslu á reitnum þegar gengið var frá úthlutun lóðarinnar og sölu byggingarréttar til félagsins Álfabakka 2 ehf. í júní 2023. 9. janúar 2025 06:17 Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Íbúi í Árskógum íhugar að flytja úr húsnæðinu vegna nálægðar við vöruskemmuna í Álfabakka.Hún telur stjórnsýsluúttekt á málinu ekki breyta neinu fyrir íbúa. Tæplega tvö þúsund manns krefjast þess að framkvæmdir við skemmuna verði stöðvaðar. 8. janúar 2025 12:55 „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Borgarstjóri segir hæð og útlit á umdeildu vöruhúsi í Breiðholti hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Hann vill kanna hvort hægt sé að lækka húsið. 13. desember 2024 22:55 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Á Íslandi.is má finna undirskriftalistann, en söfnun undirskrifta lauk á föstudag. Þá voru undirskriftirnar orðnar 2830 talsins. Í lýsingu segir að undirritaðir geri alvarlegar athugasemdir vegna framkvæmda við Álfabakka 2A-2D, 109 Reykjavík. Þeir álíti að húsið og starfsemin sem þar á að vera sé algjörlega á skjön við samfélagið, gangi gegn markmiðum skipulagslaga og stefnu Reykjavíkurborgar í grænni byggð. Svona er umhorfs út úr íbúð Kristjáns.Vísir/Anton Brink „Íbúar eru uggandi yfir möguleikanum á stóraukinni umferð, þá sér í lagi þungaflutninga, um svæðið. Efumst við um að framkvæmdir standist mat á umhverfisáhrifum. Við teljum einnig að byggingarmagn og hæð byggingarinnar muni hafa mikil áhrif á skuggavarp og valda skerðingu á sólarljósi, sem mun hafa mjög neikvæð áhrif á lífsgæði íbúa nærliggjandi húsa.“ Að lokum telji þeir að málsmeðferð þessa máls hafi verið fyrir neðan allar hellur og langt í frá í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti. Samráð og upplýsingaflæði Reykjavíkurborgar hafi verið ófullnægjandi og hvorki uppfyllt kröfur stjórnsýslulaga né skipulagslaga. „Við krefjumst þess að framkvæmdir verði stöðvaðar á meðan unnið er að farsælli lausn málsins öllum í hag.“ Einar Þorsteinsson borgarstjóri gerði sér ferð upp í Breiðholt síðdegis til þess að veita undirskriftalistanum móttöku. Málin rædd við eldhúsborðið.Vísir/Anton Brink Kristján Hálfdánarson, formaður Húsfélagsins að Árskógum 7 og upphafsmaður undirskriftasöfnunarinnar, bauð heim og afhenti borgarstjóra listann að nokkrum fjölda fólks viðstöddum.
Vöruskemma við Álfabakka Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Skipulag Tengdar fréttir Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Búið var að samþykkja að sameina fjórar lóðir við Álfabakka 2-4 í eina og gefa grænt ljós á kjötvinnslu á reitnum þegar gengið var frá úthlutun lóðarinnar og sölu byggingarréttar til félagsins Álfabakka 2 ehf. í júní 2023. 9. janúar 2025 06:17 Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Íbúi í Árskógum íhugar að flytja úr húsnæðinu vegna nálægðar við vöruskemmuna í Álfabakka.Hún telur stjórnsýsluúttekt á málinu ekki breyta neinu fyrir íbúa. Tæplega tvö þúsund manns krefjast þess að framkvæmdir við skemmuna verði stöðvaðar. 8. janúar 2025 12:55 „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Borgarstjóri segir hæð og útlit á umdeildu vöruhúsi í Breiðholti hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Hann vill kanna hvort hægt sé að lækka húsið. 13. desember 2024 22:55 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Búið var að samþykkja að sameina fjórar lóðir við Álfabakka 2-4 í eina og gefa grænt ljós á kjötvinnslu á reitnum þegar gengið var frá úthlutun lóðarinnar og sölu byggingarréttar til félagsins Álfabakka 2 ehf. í júní 2023. 9. janúar 2025 06:17
Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Íbúi í Árskógum íhugar að flytja úr húsnæðinu vegna nálægðar við vöruskemmuna í Álfabakka.Hún telur stjórnsýsluúttekt á málinu ekki breyta neinu fyrir íbúa. Tæplega tvö þúsund manns krefjast þess að framkvæmdir við skemmuna verði stöðvaðar. 8. janúar 2025 12:55
„Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Borgarstjóri segir hæð og útlit á umdeildu vöruhúsi í Breiðholti hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Hann vill kanna hvort hægt sé að lækka húsið. 13. desember 2024 22:55