Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Árni Sæberg skrifar 27. janúar 2025 11:32 Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Fleiri stjórnmálaflokkar en Flokkur fólksins hafa þegið framlög úr ríkissjóði án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Til að mynda þáði Sjálfstæðisflokkurinn 167 milljónir króna árið 2022, rétt áður en skráningu flokksins var breytt. Mikið hefur verið fjallað um styrkjamál Flokks fólksins síðan Morgunblaðið greindi frá því að flokkurinn væri skráður sem félagasamtök hjá Ríkisskattstjóra en ekki stjórnmálasamtök. Frá árinu 2021 hefur slík skráning verið skilyrði fyrir framlögum úr ríkissjóði. Þrátt fyrir það hefur Flokkur fólksins fengið hundruði milljóna króna úr opinberum sjóðum undanfarin ár. Flokkurinn fær aftur á móti ekki þær sjötíu milljónir króna sem stóð til að flokkurinn fengi í ár. Inga Sæland stofnandi og formaður flokksins hefur lofað bót og betrun, skráningu flokksins verði breytt strax að loknum næsta landsfundi hans. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er að finna nokkuð ítarleg skilyrði um upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir í samþykktum stjórnmálasamtaka til þess að samtök verði tekin á stjórnmálasamtakaskrá. Þær upplýsingar eru ekki í samþykktum Flokks fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn ekki saklaus Þeir sem hafa helst gagnrýnt Flokk fólksins fyrir að þiggja fjárframlög án réttrar skráningar eru Sjálfstæðismenn. Til að mynda sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem tilkynnti í gær um framboð sitt til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun að flokkurinn ætti að skila framlögunum. „Mál sem kemur upp núna er þetta styrkjamál til flokksins, sem er auðvitað ekki stjórnmálaflokkur enn þá. Að þau ætli ekki að skrá sig strax sem stjórnmálaflokk heldur bíða landsfundar. Það á að vera algjörlega skýr krafa á Flokk fólksins núna, annað hvort birta þau hlutina eins og þau hefðu gert ef þau hefðu verið að uppfylla skilyrðin, birta alla hluti sem stjórnmálaflokkar eiga að gera, sem fá þessa ríkisstyrki, eða skila peningunum.“ Þessi afstaða Sjálfstæðismanna verður að teljast áhugaverð sé gluggað í gögn í Fyrirtækjaskrá. Þar kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn breytti ekki skráningu sinni fyrr en þann 8. apríl árið 2022. Krafa um skráningu sem stjórnmálasamtök var tekin upp með lögum í júní árið 2021. Móttekið 8. apríl 2022 er stimplað á tilkynningu Sjálfstæðisflokksins um breytingu félagasamtaka í stjórnmálasamtök. Skömmu síðar var lögunum breytt til bráðabirgða svo að skráning væri ekki skilyrði fyrir fjárframlögum fyrir árið 2021. Þann 25. janúar árið 2022, þegar styrkjum fyrir það ár var úthlutað, var Sjálfstæðisflokkurinn ekki skráður sem stjórnmálasamtök. Árið 2022 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 166,9 milljónir króna úr ríkissjóði. Píratar, Sósíalistar og Vinstri græn í sama pakka Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn eru ekki einu flokkarnir sem hafa flaskað á skráningu sem stjórnmálasamtök. Vinstrihreyfingin grænt framboð breytti skráningu sinni ekki fyrr en 25. september í fyrra. Þannig hefur flokkurinn þegið framlög árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Framlögin nema í heild 266.566.093 krónum. Skráning Vinstri grænna þetta árið skiptir ekki máli, enda náði flokkurinn ekki nægri kosningu í síðustu kosningum til þess að hljóta styrki. Lágmarkið er 2,5 prósent en Vinstri græn hlutu aðeins 2,3 prósent. Sósíalistar breyttu skráningu sinni þann 21. nóvember árið 2023. Þannig fékk flokkurinn styrki árin 2022 og 2023 án þess að vera skráður sem stjórnmálasamtök. Það gerir 50,5 milljónir króna. Píratar breyttu skráningunni 16. mars árið 2022. Styrkurinn það árið nam 66,8 milljónum króna. Ekki hefur náðst í Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess. 24. janúar 2025 12:31 „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, svarar gagnrýni Diljár Mistar Einarsdóttur og annarra fullum hálsi og sakar „óvandaða falsfréttamiðla í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla“ um að koma fram við fólk eins og fífl. 22. janúar 2025 21:33 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um styrkjamál Flokks fólksins síðan Morgunblaðið greindi frá því að flokkurinn væri skráður sem félagasamtök hjá Ríkisskattstjóra en ekki stjórnmálasamtök. Frá árinu 2021 hefur slík skráning verið skilyrði fyrir framlögum úr ríkissjóði. Þrátt fyrir það hefur Flokkur fólksins fengið hundruði milljóna króna úr opinberum sjóðum undanfarin ár. Flokkurinn fær aftur á móti ekki þær sjötíu milljónir króna sem stóð til að flokkurinn fengi í ár. Inga Sæland stofnandi og formaður flokksins hefur lofað bót og betrun, skráningu flokksins verði breytt strax að loknum næsta landsfundi hans. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er að finna nokkuð ítarleg skilyrði um upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir í samþykktum stjórnmálasamtaka til þess að samtök verði tekin á stjórnmálasamtakaskrá. Þær upplýsingar eru ekki í samþykktum Flokks fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn ekki saklaus Þeir sem hafa helst gagnrýnt Flokk fólksins fyrir að þiggja fjárframlög án réttrar skráningar eru Sjálfstæðismenn. Til að mynda sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem tilkynnti í gær um framboð sitt til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun að flokkurinn ætti að skila framlögunum. „Mál sem kemur upp núna er þetta styrkjamál til flokksins, sem er auðvitað ekki stjórnmálaflokkur enn þá. Að þau ætli ekki að skrá sig strax sem stjórnmálaflokk heldur bíða landsfundar. Það á að vera algjörlega skýr krafa á Flokk fólksins núna, annað hvort birta þau hlutina eins og þau hefðu gert ef þau hefðu verið að uppfylla skilyrðin, birta alla hluti sem stjórnmálaflokkar eiga að gera, sem fá þessa ríkisstyrki, eða skila peningunum.“ Þessi afstaða Sjálfstæðismanna verður að teljast áhugaverð sé gluggað í gögn í Fyrirtækjaskrá. Þar kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn breytti ekki skráningu sinni fyrr en þann 8. apríl árið 2022. Krafa um skráningu sem stjórnmálasamtök var tekin upp með lögum í júní árið 2021. Móttekið 8. apríl 2022 er stimplað á tilkynningu Sjálfstæðisflokksins um breytingu félagasamtaka í stjórnmálasamtök. Skömmu síðar var lögunum breytt til bráðabirgða svo að skráning væri ekki skilyrði fyrir fjárframlögum fyrir árið 2021. Þann 25. janúar árið 2022, þegar styrkjum fyrir það ár var úthlutað, var Sjálfstæðisflokkurinn ekki skráður sem stjórnmálasamtök. Árið 2022 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 166,9 milljónir króna úr ríkissjóði. Píratar, Sósíalistar og Vinstri græn í sama pakka Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn eru ekki einu flokkarnir sem hafa flaskað á skráningu sem stjórnmálasamtök. Vinstrihreyfingin grænt framboð breytti skráningu sinni ekki fyrr en 25. september í fyrra. Þannig hefur flokkurinn þegið framlög árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Framlögin nema í heild 266.566.093 krónum. Skráning Vinstri grænna þetta árið skiptir ekki máli, enda náði flokkurinn ekki nægri kosningu í síðustu kosningum til þess að hljóta styrki. Lágmarkið er 2,5 prósent en Vinstri græn hlutu aðeins 2,3 prósent. Sósíalistar breyttu skráningu sinni þann 21. nóvember árið 2023. Þannig fékk flokkurinn styrki árin 2022 og 2023 án þess að vera skráður sem stjórnmálasamtök. Það gerir 50,5 milljónir króna. Píratar breyttu skráningunni 16. mars árið 2022. Styrkurinn það árið nam 66,8 milljónum króna. Ekki hefur náðst í Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess. 24. janúar 2025 12:31 „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, svarar gagnrýni Diljár Mistar Einarsdóttur og annarra fullum hálsi og sakar „óvandaða falsfréttamiðla í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla“ um að koma fram við fólk eins og fífl. 22. janúar 2025 21:33 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
„Það á auðvitað að fara að lögum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess. 24. janúar 2025 12:31
„Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, svarar gagnrýni Diljár Mistar Einarsdóttur og annarra fullum hálsi og sakar „óvandaða falsfréttamiðla í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla“ um að koma fram við fólk eins og fífl. 22. janúar 2025 21:33