Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Árni Sæberg skrifar 27. janúar 2025 11:32 Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Fleiri stjórnmálaflokkar en Flokkur fólksins hafa þegið framlög úr ríkissjóði án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Til að mynda þáði Sjálfstæðisflokkurinn 167 milljónir króna árið 2022, rétt áður en skráningu flokksins var breytt. Mikið hefur verið fjallað um styrkjamál Flokks fólksins síðan Morgunblaðið greindi frá því að flokkurinn væri skráður sem félagasamtök hjá Ríkisskattstjóra en ekki stjórnmálasamtök. Frá árinu 2021 hefur slík skráning verið skilyrði fyrir framlögum úr ríkissjóði. Þrátt fyrir það hefur Flokkur fólksins fengið hundruði milljóna króna úr opinberum sjóðum undanfarin ár. Flokkurinn fær aftur á móti ekki þær sjötíu milljónir króna sem stóð til að flokkurinn fengi í ár. Inga Sæland stofnandi og formaður flokksins hefur lofað bót og betrun, skráningu flokksins verði breytt strax að loknum næsta landsfundi hans. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er að finna nokkuð ítarleg skilyrði um upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir í samþykktum stjórnmálasamtaka til þess að samtök verði tekin á stjórnmálasamtakaskrá. Þær upplýsingar eru ekki í samþykktum Flokks fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn ekki saklaus Þeir sem hafa helst gagnrýnt Flokk fólksins fyrir að þiggja fjárframlög án réttrar skráningar eru Sjálfstæðismenn. Til að mynda sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem tilkynnti í gær um framboð sitt til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun að flokkurinn ætti að skila framlögunum. „Mál sem kemur upp núna er þetta styrkjamál til flokksins, sem er auðvitað ekki stjórnmálaflokkur enn þá. Að þau ætli ekki að skrá sig strax sem stjórnmálaflokk heldur bíða landsfundar. Það á að vera algjörlega skýr krafa á Flokk fólksins núna, annað hvort birta þau hlutina eins og þau hefðu gert ef þau hefðu verið að uppfylla skilyrðin, birta alla hluti sem stjórnmálaflokkar eiga að gera, sem fá þessa ríkisstyrki, eða skila peningunum.“ Þessi afstaða Sjálfstæðismanna verður að teljast áhugaverð sé gluggað í gögn í Fyrirtækjaskrá. Þar kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn breytti ekki skráningu sinni fyrr en þann 8. apríl árið 2022. Krafa um skráningu sem stjórnmálasamtök var tekin upp með lögum í júní árið 2021. Móttekið 8. apríl 2022 er stimplað á tilkynningu Sjálfstæðisflokksins um breytingu félagasamtaka í stjórnmálasamtök. Skömmu síðar var lögunum breytt til bráðabirgða svo að skráning væri ekki skilyrði fyrir fjárframlögum fyrir árið 2021. Þann 25. janúar árið 2022, þegar styrkjum fyrir það ár var úthlutað, var Sjálfstæðisflokkurinn ekki skráður sem stjórnmálasamtök. Árið 2022 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 166,9 milljónir króna úr ríkissjóði. Píratar, Sósíalistar og Vinstri græn í sama pakka Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn eru ekki einu flokkarnir sem hafa flaskað á skráningu sem stjórnmálasamtök. Vinstrihreyfingin grænt framboð breytti skráningu sinni ekki fyrr en 25. september í fyrra. Þannig hefur flokkurinn þegið framlög árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Framlögin nema í heild 266.566.093 krónum. Skráning Vinstri grænna þetta árið skiptir ekki máli, enda náði flokkurinn ekki nægri kosningu í síðustu kosningum til þess að hljóta styrki. Lágmarkið er 2,5 prósent en Vinstri græn hlutu aðeins 2,3 prósent. Sósíalistar breyttu skráningu sinni þann 21. nóvember árið 2023. Þannig fékk flokkurinn styrki árin 2022 og 2023 án þess að vera skráður sem stjórnmálasamtök. Það gerir 50,5 milljónir króna. Píratar breyttu skráningunni 16. mars árið 2022. Styrkurinn það árið nam 66,8 milljónum króna. Ekki hefur náðst í Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess. 24. janúar 2025 12:31 „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, svarar gagnrýni Diljár Mistar Einarsdóttur og annarra fullum hálsi og sakar „óvandaða falsfréttamiðla í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla“ um að koma fram við fólk eins og fífl. 22. janúar 2025 21:33 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um styrkjamál Flokks fólksins síðan Morgunblaðið greindi frá því að flokkurinn væri skráður sem félagasamtök hjá Ríkisskattstjóra en ekki stjórnmálasamtök. Frá árinu 2021 hefur slík skráning verið skilyrði fyrir framlögum úr ríkissjóði. Þrátt fyrir það hefur Flokkur fólksins fengið hundruði milljóna króna úr opinberum sjóðum undanfarin ár. Flokkurinn fær aftur á móti ekki þær sjötíu milljónir króna sem stóð til að flokkurinn fengi í ár. Inga Sæland stofnandi og formaður flokksins hefur lofað bót og betrun, skráningu flokksins verði breytt strax að loknum næsta landsfundi hans. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er að finna nokkuð ítarleg skilyrði um upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir í samþykktum stjórnmálasamtaka til þess að samtök verði tekin á stjórnmálasamtakaskrá. Þær upplýsingar eru ekki í samþykktum Flokks fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn ekki saklaus Þeir sem hafa helst gagnrýnt Flokk fólksins fyrir að þiggja fjárframlög án réttrar skráningar eru Sjálfstæðismenn. Til að mynda sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem tilkynnti í gær um framboð sitt til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun að flokkurinn ætti að skila framlögunum. „Mál sem kemur upp núna er þetta styrkjamál til flokksins, sem er auðvitað ekki stjórnmálaflokkur enn þá. Að þau ætli ekki að skrá sig strax sem stjórnmálaflokk heldur bíða landsfundar. Það á að vera algjörlega skýr krafa á Flokk fólksins núna, annað hvort birta þau hlutina eins og þau hefðu gert ef þau hefðu verið að uppfylla skilyrðin, birta alla hluti sem stjórnmálaflokkar eiga að gera, sem fá þessa ríkisstyrki, eða skila peningunum.“ Þessi afstaða Sjálfstæðismanna verður að teljast áhugaverð sé gluggað í gögn í Fyrirtækjaskrá. Þar kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn breytti ekki skráningu sinni fyrr en þann 8. apríl árið 2022. Krafa um skráningu sem stjórnmálasamtök var tekin upp með lögum í júní árið 2021. Móttekið 8. apríl 2022 er stimplað á tilkynningu Sjálfstæðisflokksins um breytingu félagasamtaka í stjórnmálasamtök. Skömmu síðar var lögunum breytt til bráðabirgða svo að skráning væri ekki skilyrði fyrir fjárframlögum fyrir árið 2021. Þann 25. janúar árið 2022, þegar styrkjum fyrir það ár var úthlutað, var Sjálfstæðisflokkurinn ekki skráður sem stjórnmálasamtök. Árið 2022 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 166,9 milljónir króna úr ríkissjóði. Píratar, Sósíalistar og Vinstri græn í sama pakka Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn eru ekki einu flokkarnir sem hafa flaskað á skráningu sem stjórnmálasamtök. Vinstrihreyfingin grænt framboð breytti skráningu sinni ekki fyrr en 25. september í fyrra. Þannig hefur flokkurinn þegið framlög árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Framlögin nema í heild 266.566.093 krónum. Skráning Vinstri grænna þetta árið skiptir ekki máli, enda náði flokkurinn ekki nægri kosningu í síðustu kosningum til þess að hljóta styrki. Lágmarkið er 2,5 prósent en Vinstri græn hlutu aðeins 2,3 prósent. Sósíalistar breyttu skráningu sinni þann 21. nóvember árið 2023. Þannig fékk flokkurinn styrki árin 2022 og 2023 án þess að vera skráður sem stjórnmálasamtök. Það gerir 50,5 milljónir króna. Píratar breyttu skráningunni 16. mars árið 2022. Styrkurinn það árið nam 66,8 milljónum króna. Ekki hefur náðst í Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess. 24. janúar 2025 12:31 „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, svarar gagnrýni Diljár Mistar Einarsdóttur og annarra fullum hálsi og sakar „óvandaða falsfréttamiðla í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla“ um að koma fram við fólk eins og fífl. 22. janúar 2025 21:33 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
„Það á auðvitað að fara að lögum“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess. 24. janúar 2025 12:31
„Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, svarar gagnrýni Diljár Mistar Einarsdóttur og annarra fullum hálsi og sakar „óvandaða falsfréttamiðla í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla“ um að koma fram við fólk eins og fífl. 22. janúar 2025 21:33