Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2025 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir nutu þess að keppa saman í Miami um helgina. Talking Elite Fitness Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir kepptu saman um helgina á Wodapalooza stórmótinu í Miami. Úr varð söguleg stund sem margir höfðu gaman af. Í skemmtilegu viðtali við Talking Elite Fitness mátti sjá hversu gaman íslensku CrossFit goðsagnirnar höfðu af því að keppa saman í fyrsta sinn. Spyrillinn talaði um að þær hafi með þessu „gefið CrossFit heiminum jólagjöf“ eins og hún orðaði það. Hugmyndin kom frá Anníe Mist Í viðtalinu kom einnig fram að hugmyndin að þessu kom frá Anníe Mist. Katrín og Sara bentu báðar á Anníe þegar þær voru spurðar út í það. „Ég þurfti að setja mér markmið og hafa eitthvað til að æfa fyrir. Fá að vita hvort ég gæti þetta ennþá. Ég sá möguleikann á því að setja saman lið og keppa í liðakeppninni á Wodapalooza. Ég hafði fyrst samband við Katrínu,“ sagði Anníe og hélt áfram: „Katrín sagði strax að við værum ekki að fara vinna þetta og þetta ætti þá bara snúast um að hafa gaman. Já þetta verður til gamans en ég ætla samt að reyna að vinna,“ sagði Anníe hlæjandi. Katrín er mikil keppnismanneskja eins og þær allar. Hún er hætt að keppa en ákvað að koma til baka fyrir þetta mót til að fá að upplifa að keppa við hlið þeirra Anníe og Söru. „Ég sagði bara til gamans og hún sagði: Ó,“ sagði Katrín brosandi. Við ætlum ekki að taka þetta alvarlega „Skilaboðin sem ég fékk frá Anníe: Við ætlum ekki að taka þetta alvarlega og þetta snýst bara um að hafa gaman. Ég talaði um að ég væri að keppa helgina á undan en hún sagði: Ég er að koma til baka eftir barnsburð og Katrín er hætt. Ég sagði þá allt í lagi. Svo þegar við mættum hingað þá var bara talað um að vinna þessa æfingu,“ sagði Sara létt. Þær tala allir um það að þekkja ekki líkamann sinn eins vel og áður þar sem þær eru allar að koma til baka, Anníe úr barnsburðarleyfi, Katrín úr bakmeiðslum og Sara úr hnémeiðslum. „Við erum kannski smá ryðgaðar en okkar plan var gert eins og við værum í okkar besta formi,“ sagði Sara. Anníe segir að þær hafi gert afdrifarík mistök sem hafi kostað þær mikið. „Við hefðum átt að gera betur í einni æfingunni því það var bara vandræðalegt,“ sagði Anníe en bætti við: „Það var kjánalegt en ég er stolt af okkur eftir fyrstu æfinguna í dag,“ sagði Anníe. Hinar taka undir það. Hlæja af þessu þegar þær eru orðnar gamlar „Við gerðum það sem við gátum. Þrátt fyrir að hlutirnir hafi ekki gengið upp hjá okkur á fyrsta deginum þá voru við að deyja úr hlátri um kvöldið,“ sagði Katrín. „Við vorum kannski pirraðar fyrst á eftir en svo hlógum við mikið saman. Við bjuggum til ótrúlega minningar saman og við verðum enn að hlæja af þessu þegar við verðum orðnar 65 ára gamlar,“ sagði Katrín. Það má sjá þerra skemmtilega spjall þeirra hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness) CrossFit Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Sjá meira
Í skemmtilegu viðtali við Talking Elite Fitness mátti sjá hversu gaman íslensku CrossFit goðsagnirnar höfðu af því að keppa saman í fyrsta sinn. Spyrillinn talaði um að þær hafi með þessu „gefið CrossFit heiminum jólagjöf“ eins og hún orðaði það. Hugmyndin kom frá Anníe Mist Í viðtalinu kom einnig fram að hugmyndin að þessu kom frá Anníe Mist. Katrín og Sara bentu báðar á Anníe þegar þær voru spurðar út í það. „Ég þurfti að setja mér markmið og hafa eitthvað til að æfa fyrir. Fá að vita hvort ég gæti þetta ennþá. Ég sá möguleikann á því að setja saman lið og keppa í liðakeppninni á Wodapalooza. Ég hafði fyrst samband við Katrínu,“ sagði Anníe og hélt áfram: „Katrín sagði strax að við værum ekki að fara vinna þetta og þetta ætti þá bara snúast um að hafa gaman. Já þetta verður til gamans en ég ætla samt að reyna að vinna,“ sagði Anníe hlæjandi. Katrín er mikil keppnismanneskja eins og þær allar. Hún er hætt að keppa en ákvað að koma til baka fyrir þetta mót til að fá að upplifa að keppa við hlið þeirra Anníe og Söru. „Ég sagði bara til gamans og hún sagði: Ó,“ sagði Katrín brosandi. Við ætlum ekki að taka þetta alvarlega „Skilaboðin sem ég fékk frá Anníe: Við ætlum ekki að taka þetta alvarlega og þetta snýst bara um að hafa gaman. Ég talaði um að ég væri að keppa helgina á undan en hún sagði: Ég er að koma til baka eftir barnsburð og Katrín er hætt. Ég sagði þá allt í lagi. Svo þegar við mættum hingað þá var bara talað um að vinna þessa æfingu,“ sagði Sara létt. Þær tala allir um það að þekkja ekki líkamann sinn eins vel og áður þar sem þær eru allar að koma til baka, Anníe úr barnsburðarleyfi, Katrín úr bakmeiðslum og Sara úr hnémeiðslum. „Við erum kannski smá ryðgaðar en okkar plan var gert eins og við værum í okkar besta formi,“ sagði Sara. Anníe segir að þær hafi gert afdrifarík mistök sem hafi kostað þær mikið. „Við hefðum átt að gera betur í einni æfingunni því það var bara vandræðalegt,“ sagði Anníe en bætti við: „Það var kjánalegt en ég er stolt af okkur eftir fyrstu æfinguna í dag,“ sagði Anníe. Hinar taka undir það. Hlæja af þessu þegar þær eru orðnar gamlar „Við gerðum það sem við gátum. Þrátt fyrir að hlutirnir hafi ekki gengið upp hjá okkur á fyrsta deginum þá voru við að deyja úr hlátri um kvöldið,“ sagði Katrín. „Við vorum kannski pirraðar fyrst á eftir en svo hlógum við mikið saman. Við bjuggum til ótrúlega minningar saman og við verðum enn að hlæja af þessu þegar við verðum orðnar 65 ára gamlar,“ sagði Katrín. Það má sjá þerra skemmtilega spjall þeirra hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness)
CrossFit Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Sjá meira