Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2025 15:34 Amanda Knox ásamt eiginmanni sínum og lögmanni í Flórens í fyrra. AP/Antonio Calanni Hæstiréttur Ítalíu hefur staðfest úrskurð neðra dómstigs um að Amanda Knox sé sek um meiðyrði. Markar það mögulega endann á sautján ára dómsmálum og lögsóknum eftir að hún var sökuð um, og seinna meir dæmd fyrir, að myrða Meredith Kercher, meðleigjanda sinn, árið 2007. Knox sjálf tilkynnti að Kercher var látin í íbúð þeirra í miðbæ Perugia en hún hafði verið skorin á háls. Málið hefur í gegnum árin notið mikillar athygli og hefur meðal annars verið fjallað um það í heimildarmynd á Netflix. Knox og Raffaele Sollecito, þáverandi kærasti hennar, voru árið 2008 sakfelld fyrir að myrða Kercher og voru dæmd í 25 og 25 ára fangelsi. Hún var einnig sakfelld fyrir að saka Patrick Lumumba, bareiganda, um að hafa framið morðið. Eftir að hafa setið inni í á fjórða ár voru Knox og kærastinn sýknuð um morðið af Hæstarétti Ítalíu árið 2015 og var þjófurinn Rudy Guede síðar meir sakfelldur fyrir morðið. Blóðug fingraför hans fundust á munum í herbergi Kercher. Guede var dæmdur í sextán ára fangelsi en árið 2019 var honum sleppt á reynslulausn og er nú laus allra mála. Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Mannréttindadómstóll Evrópu skipaði ítalska ríkinu árið 2019 að greiða Knox skaðabætur. Var það vegna þess að henni hafði ekki verið útvegaður lögmaður né túlkur við yfirheyrslur. Sjá einnig: Ítalska ríkinu gert að greiða Amöndu Knox bætur Knox var einnig sýknuð af sakfellingunni fyrir meiðyrði í garð Lumumba á sínum tíma en sakfelld aftur, þegar ný réttarhöld fóru fram. Hún hefur reynt að áfrýja þeim úrskurði. Sjá einnig: Amanda Knox dæmd fyrir meiðyrði þrettán árum eftir sýknu Washington Post hefur eftir Lumumba frá því í gær að Knox, sem hann hafði ráðið til vinnu á bar sínum í Perugia, hafi aldrei beðið hann afsökunar. Sagðist hann vona að gjörðir hennar myndu fylgja henni til æviloka. Knox, sem var tvítug þegar hún benti á Lumumba, heldur því fram að hún hafi gert það vegna þrýstings frá lögreglumönnum sem yfirheyrðu hana. Hún hefur ekki staðið frammi fyrir frekari fangelsisvist vegna málsins en hefur sagt að þeta sé tilraun til að hreinsa nafn hennar fyrir fullt og allt. Ítalía Amanda Knox Erlend sakamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Knox sjálf tilkynnti að Kercher var látin í íbúð þeirra í miðbæ Perugia en hún hafði verið skorin á háls. Málið hefur í gegnum árin notið mikillar athygli og hefur meðal annars verið fjallað um það í heimildarmynd á Netflix. Knox og Raffaele Sollecito, þáverandi kærasti hennar, voru árið 2008 sakfelld fyrir að myrða Kercher og voru dæmd í 25 og 25 ára fangelsi. Hún var einnig sakfelld fyrir að saka Patrick Lumumba, bareiganda, um að hafa framið morðið. Eftir að hafa setið inni í á fjórða ár voru Knox og kærastinn sýknuð um morðið af Hæstarétti Ítalíu árið 2015 og var þjófurinn Rudy Guede síðar meir sakfelldur fyrir morðið. Blóðug fingraför hans fundust á munum í herbergi Kercher. Guede var dæmdur í sextán ára fangelsi en árið 2019 var honum sleppt á reynslulausn og er nú laus allra mála. Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Mannréttindadómstóll Evrópu skipaði ítalska ríkinu árið 2019 að greiða Knox skaðabætur. Var það vegna þess að henni hafði ekki verið útvegaður lögmaður né túlkur við yfirheyrslur. Sjá einnig: Ítalska ríkinu gert að greiða Amöndu Knox bætur Knox var einnig sýknuð af sakfellingunni fyrir meiðyrði í garð Lumumba á sínum tíma en sakfelld aftur, þegar ný réttarhöld fóru fram. Hún hefur reynt að áfrýja þeim úrskurði. Sjá einnig: Amanda Knox dæmd fyrir meiðyrði þrettán árum eftir sýknu Washington Post hefur eftir Lumumba frá því í gær að Knox, sem hann hafði ráðið til vinnu á bar sínum í Perugia, hafi aldrei beðið hann afsökunar. Sagðist hann vona að gjörðir hennar myndu fylgja henni til æviloka. Knox, sem var tvítug þegar hún benti á Lumumba, heldur því fram að hún hafi gert það vegna þrýstings frá lögreglumönnum sem yfirheyrðu hana. Hún hefur ekki staðið frammi fyrir frekari fangelsisvist vegna málsins en hefur sagt að þeta sé tilraun til að hreinsa nafn hennar fyrir fullt og allt.
Ítalía Amanda Knox Erlend sakamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira