24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar 24. janúar 2025 07:02 24. janúar er merkilegur. Þann dag fer Ísland á ,,yfirdrátt” gagnvart vistkerfum Móður jarðar. Samtök fræðimanna sem kenna sig við www.footprintnetwork.org taka saman ítarlegt yfirlit yfir þá skuld sem mannkyn stendur í við Móður jörð. Á síðasta ári markaði fyrsti ágúst svokallaðan Jarðardag, þegar mannkyn í heild fór á yfirdrátt og eyddi auðmagni náttúrunnar (e. biocapacity) umfram það sem jörðin getur gefið af sér. Til að standa undir öllum umsvifum mannkyns á ári þarf 1.7 jarðir. Vistspor Íslands er með því allra stærsta á mann í heiminum. Margar þjóðir, þær ríkustu, sem við berum okkur saman við, kalla á fjórar plánetur ef allir íbúar jarðarinnar lifðu eins og þær. Vistspor vísar í hve mikið auðmagn náttúrunnar er til reiðu með sjálfbærri nýtingu og hins vegar hve mikið er tekið. Íslendingar eru með stóran yfirdrátt: Ef allir lifðu eins og við þyrfti nálægt sjö plánetum. Heimsdagatalið: Hér má sjá dagatal sýnir hvenær í ár hin ýmsu ríki fara á ,,yfirskot”. Katar í byrjun febrúar, svo Lúxemborg og Singapore um miðan febrúa. Dagatalið sýnir ekki Ísland, en ég hef fengið þetta reiknað og við erum 24 janúar!!! Með öðrum orðum: Ef allir lifðu hátt eins og við væri heimurinn kominn á yfirdrátt strax í dag. En af því að við erum svo snemma í árinu og flestir aðrir miklu síðar er hinn mikli skuldadagur heimsins alls í ár væntanlega kringum mánaðamótin júlí-ágúst eins og í fyrra, en það verður tilkynnt í júní. Skuldadagurinn heimafyrir Á www.footprintnetwork.org má líka sjá hve ágengar þjóðir eru í samskiptum við eigin vistkerfi. Hér má sjá landkort sem sýnir ,,inneign” eða ,,yfirdrátt” hinna ýmsu ríkja gagnvart eigin vistkerfum. Skilgreiningin er þessi: Yfirdráttardagurlands er sá dagur sem íbúar þess hafa nýtt jafn mikið úr náttúrunni og vistkerfi landsins endurnýjast á öllu árinu. Í stuttu máli: Fótspor landsins byrjar að fara yfir eigin getu náttúrunnar. Sum lönd taka minna en vistkerfi þeirra standa undir. Flest þau ríku taka mun meira. Reikningur Íslands kemur fram á síðunni. Þar má líka sjá ,,greiðsluhallann” á hvern einstakling meðal þjóða - og Íslendinga líka. Þróunin er sýnd á tímakvarða allt frá árinu 1961.Þarna á síðunni eru mjög fróðleg gögn og jafnvel hægt að taka próf sem sýnir persónulegt álag á vistkerfin fyrir hvern og einn. Þótt Ísland sé mjög ofarlega á lista yfir auðmagn náttúrunnar (biocapacity) á hvern einstakling er neyslan svo mikil að við förum í stóran yfirdrátt. Kynnið ykkur málin Allir dagar eftir 24. janúar eru það sem við tökum umfram það sem jörðin okkar stendur undir í auðmagni náttúrunnar. Við tölum stundum um burðarþol vistkerfanna. Eða í stóra samhenginu: Þolmörk jarðar. Þær heimildir sem hér eru kynntar eru ítarlegar, rannsóknirnar á bakvið skýrðar og aðferðirnar við mælingarnar ljósar. Höfundur er sjálfstætt starfandi, höfundur og ráðgjafi. Ps. Á Samstöðinni má sjá ítarlegt viðtal um þetta efni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Stefán Jón Hafstein Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Sjá meira
24. janúar er merkilegur. Þann dag fer Ísland á ,,yfirdrátt” gagnvart vistkerfum Móður jarðar. Samtök fræðimanna sem kenna sig við www.footprintnetwork.org taka saman ítarlegt yfirlit yfir þá skuld sem mannkyn stendur í við Móður jörð. Á síðasta ári markaði fyrsti ágúst svokallaðan Jarðardag, þegar mannkyn í heild fór á yfirdrátt og eyddi auðmagni náttúrunnar (e. biocapacity) umfram það sem jörðin getur gefið af sér. Til að standa undir öllum umsvifum mannkyns á ári þarf 1.7 jarðir. Vistspor Íslands er með því allra stærsta á mann í heiminum. Margar þjóðir, þær ríkustu, sem við berum okkur saman við, kalla á fjórar plánetur ef allir íbúar jarðarinnar lifðu eins og þær. Vistspor vísar í hve mikið auðmagn náttúrunnar er til reiðu með sjálfbærri nýtingu og hins vegar hve mikið er tekið. Íslendingar eru með stóran yfirdrátt: Ef allir lifðu eins og við þyrfti nálægt sjö plánetum. Heimsdagatalið: Hér má sjá dagatal sýnir hvenær í ár hin ýmsu ríki fara á ,,yfirskot”. Katar í byrjun febrúar, svo Lúxemborg og Singapore um miðan febrúa. Dagatalið sýnir ekki Ísland, en ég hef fengið þetta reiknað og við erum 24 janúar!!! Með öðrum orðum: Ef allir lifðu hátt eins og við væri heimurinn kominn á yfirdrátt strax í dag. En af því að við erum svo snemma í árinu og flestir aðrir miklu síðar er hinn mikli skuldadagur heimsins alls í ár væntanlega kringum mánaðamótin júlí-ágúst eins og í fyrra, en það verður tilkynnt í júní. Skuldadagurinn heimafyrir Á www.footprintnetwork.org má líka sjá hve ágengar þjóðir eru í samskiptum við eigin vistkerfi. Hér má sjá landkort sem sýnir ,,inneign” eða ,,yfirdrátt” hinna ýmsu ríkja gagnvart eigin vistkerfum. Skilgreiningin er þessi: Yfirdráttardagurlands er sá dagur sem íbúar þess hafa nýtt jafn mikið úr náttúrunni og vistkerfi landsins endurnýjast á öllu árinu. Í stuttu máli: Fótspor landsins byrjar að fara yfir eigin getu náttúrunnar. Sum lönd taka minna en vistkerfi þeirra standa undir. Flest þau ríku taka mun meira. Reikningur Íslands kemur fram á síðunni. Þar má líka sjá ,,greiðsluhallann” á hvern einstakling meðal þjóða - og Íslendinga líka. Þróunin er sýnd á tímakvarða allt frá árinu 1961.Þarna á síðunni eru mjög fróðleg gögn og jafnvel hægt að taka próf sem sýnir persónulegt álag á vistkerfin fyrir hvern og einn. Þótt Ísland sé mjög ofarlega á lista yfir auðmagn náttúrunnar (biocapacity) á hvern einstakling er neyslan svo mikil að við förum í stóran yfirdrátt. Kynnið ykkur málin Allir dagar eftir 24. janúar eru það sem við tökum umfram það sem jörðin okkar stendur undir í auðmagni náttúrunnar. Við tölum stundum um burðarþol vistkerfanna. Eða í stóra samhenginu: Þolmörk jarðar. Þær heimildir sem hér eru kynntar eru ítarlegar, rannsóknirnar á bakvið skýrðar og aðferðirnar við mælingarnar ljósar. Höfundur er sjálfstætt starfandi, höfundur og ráðgjafi. Ps. Á Samstöðinni má sjá ítarlegt viðtal um þetta efni.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun