Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar 23. janúar 2025 14:30 Missir getur ögrað hugmyndum okkar um lífið og tilveruna; syrgjandi getur farið að efast um að veröldin sé góður staður, að veröldin sé skiljanleg og að maður sjálfur sé mikils virði. Þegar maður fær ekki að lifa lífinu sem maður ætlaði að lifa er ekki skrítið að hugmyndaheimurinn verði dekkri en hann var. Sorgarúrvinnsla er alltaf líka leit að merkingu bæði hjá ungum sem öldnum og eitt af verkefnunum sem syrgjendur standa frammi fyrir er að aðlaga sig að nýjum veruleika sem er breyttur. Hvernig læri ég að elska lífið sem ég ætlaði mér ekki að lifa? Oft hriktir líka í andlegri tilveru þeirra sem missa ástvin og sambandi syrgjenda við Guð en ýmsar tilvistarspurningar um tilgang og merkingu geta reynt verulega á, sérstaklega vegna þess að oft liggja svörin ekki á lausu. Þegar börn og unglingar standa frammi fyrir svona grundvallarspurningum um lífið þá skiptir máli hver niðurstaðan verður. Það skiptir ekki endilega máli hvert svarið er nákvæmlega heldur hvernig það er. Svörin við spurningum á borð við; er veröldin góður staður? Hvers virði er þetta líf? Er ég dýrmæt manneskja? geta auðvitað verið mjög fjölbreytt og sjaldnast svart/hvít en það sem skiptir grundvallarmáli er að þau svör sem fæðast fram innra með fólki séu ekki kolsvört og full af neikvæðni. Allar rannsóknir á sorgarúrvinnslu ungs fólks sína að þegar börn og unglingar komast að þeirri niðurstöðu að það sé ekki á neitt að treysta í þessari tilveru, að það sé ekki von á neinu góðu frá öðru fólki og að þau sjálf séu valdalaus og lítils virði þá fer sorgin inn á neikvæðar og niðurbrjótandi brautir. Svör við tilvistarspurningum verða ekki til í tómarúmi. Þau eru að miklu leyti byggð á reynslu okkar. Þess vegna er svo mikilvægt að vera tilbúin að taka þessa glímu með ungu fólki án þess að ætla að vera með öll svör á reiðum höndum. Þegar ungt fólk finnur að það er tekið mark á þeim og að umhverfinu er ekki sama um þau auk þess að gera ráð fyrir þeirra kröftum eykur það líkurnar á að það komist að þeirri niðurstöðu að þau séu mikils virði. Þegar syrgjandi finnur eftir missi að nærsamfélagið tekur nærri sér þeirra sársauka og langar til að leggja sitt af mörkum með samúðarkveðjum og hugulsömum gjörðum byggir það undir þá niðurstöðu að þessi veröld sé þrátt fyrir allt líka falleg og góð. Niðurstöður rannsókna hafa líka sýnt að jafnvel þegar manneskjur eiga mjög erfitt með að finna nokkra merkingu í sínum missi og ströggla við að finna tilgang í framhaldinu er það forvörn að geta samt sem áður komið auga á sinn eigin vöxt í gegnum lífsreynsluna og sársaukann. Margt fólk tjáir sig um það þegar líður frá áfalli að það hefði aldrei trúað því að óreyndu að það byggi yfir þeim styrk sem það svo gerði. Reynslan gerði það að verkum að það varð að búa sér til bjargráð sem síðan nýttust á öðrum sviðum lífsins og gerðu þeim kleift að takast á við önnur krefjandi verkefni. Að finna með þeim hætti að maður ræður við erfiða hluti styrkir sjálfsmynd og eykur hugrekki. Til þess að ungmenni upplifi að þau hafi þrátt fyrir allt eitthvað vald í eigin lífi og getu til að takast á við erfiðleika þurfa þau að finna að fólkið í kringum þau hefur trú á þeim og styður þau frekar í að mæta erfiðleikum heldur en að reyna að forða þeim alltaf undan þeim. Að leyfa börnum að taka þátt í útfararsiðum, að ræða við þau um hlutina frekar en að þegja um þá og taka mark á vilja þeirra eru dæmi um leiðir til að efla sjálftraust ungra syrgjenda. Við þurfum öll að eiga okkur lífssögu sem er skiljanleg og merkingarbær jafnvel þó að hún innihaldi erfiða kafla og við verðum að hafa trú á tilgangi og getu söguhetjunnar. Er það ekki á ábyrgð okkar sem eldri eru að færa unga fólkinu reglulega sannanir fyrir því að þetta líf og þau sjálf séu mikils virði? Að þau megi líka eiga von á góðu frá öðru fólki og að þau hafi það sem þarf til að takast á við eigin sögu? Höfundur er Sr. Matthildur Bjarnadóttir er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Matthildur Bjarnadóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Missir getur ögrað hugmyndum okkar um lífið og tilveruna; syrgjandi getur farið að efast um að veröldin sé góður staður, að veröldin sé skiljanleg og að maður sjálfur sé mikils virði. Þegar maður fær ekki að lifa lífinu sem maður ætlaði að lifa er ekki skrítið að hugmyndaheimurinn verði dekkri en hann var. Sorgarúrvinnsla er alltaf líka leit að merkingu bæði hjá ungum sem öldnum og eitt af verkefnunum sem syrgjendur standa frammi fyrir er að aðlaga sig að nýjum veruleika sem er breyttur. Hvernig læri ég að elska lífið sem ég ætlaði mér ekki að lifa? Oft hriktir líka í andlegri tilveru þeirra sem missa ástvin og sambandi syrgjenda við Guð en ýmsar tilvistarspurningar um tilgang og merkingu geta reynt verulega á, sérstaklega vegna þess að oft liggja svörin ekki á lausu. Þegar börn og unglingar standa frammi fyrir svona grundvallarspurningum um lífið þá skiptir máli hver niðurstaðan verður. Það skiptir ekki endilega máli hvert svarið er nákvæmlega heldur hvernig það er. Svörin við spurningum á borð við; er veröldin góður staður? Hvers virði er þetta líf? Er ég dýrmæt manneskja? geta auðvitað verið mjög fjölbreytt og sjaldnast svart/hvít en það sem skiptir grundvallarmáli er að þau svör sem fæðast fram innra með fólki séu ekki kolsvört og full af neikvæðni. Allar rannsóknir á sorgarúrvinnslu ungs fólks sína að þegar börn og unglingar komast að þeirri niðurstöðu að það sé ekki á neitt að treysta í þessari tilveru, að það sé ekki von á neinu góðu frá öðru fólki og að þau sjálf séu valdalaus og lítils virði þá fer sorgin inn á neikvæðar og niðurbrjótandi brautir. Svör við tilvistarspurningum verða ekki til í tómarúmi. Þau eru að miklu leyti byggð á reynslu okkar. Þess vegna er svo mikilvægt að vera tilbúin að taka þessa glímu með ungu fólki án þess að ætla að vera með öll svör á reiðum höndum. Þegar ungt fólk finnur að það er tekið mark á þeim og að umhverfinu er ekki sama um þau auk þess að gera ráð fyrir þeirra kröftum eykur það líkurnar á að það komist að þeirri niðurstöðu að þau séu mikils virði. Þegar syrgjandi finnur eftir missi að nærsamfélagið tekur nærri sér þeirra sársauka og langar til að leggja sitt af mörkum með samúðarkveðjum og hugulsömum gjörðum byggir það undir þá niðurstöðu að þessi veröld sé þrátt fyrir allt líka falleg og góð. Niðurstöður rannsókna hafa líka sýnt að jafnvel þegar manneskjur eiga mjög erfitt með að finna nokkra merkingu í sínum missi og ströggla við að finna tilgang í framhaldinu er það forvörn að geta samt sem áður komið auga á sinn eigin vöxt í gegnum lífsreynsluna og sársaukann. Margt fólk tjáir sig um það þegar líður frá áfalli að það hefði aldrei trúað því að óreyndu að það byggi yfir þeim styrk sem það svo gerði. Reynslan gerði það að verkum að það varð að búa sér til bjargráð sem síðan nýttust á öðrum sviðum lífsins og gerðu þeim kleift að takast á við önnur krefjandi verkefni. Að finna með þeim hætti að maður ræður við erfiða hluti styrkir sjálfsmynd og eykur hugrekki. Til þess að ungmenni upplifi að þau hafi þrátt fyrir allt eitthvað vald í eigin lífi og getu til að takast á við erfiðleika þurfa þau að finna að fólkið í kringum þau hefur trú á þeim og styður þau frekar í að mæta erfiðleikum heldur en að reyna að forða þeim alltaf undan þeim. Að leyfa börnum að taka þátt í útfararsiðum, að ræða við þau um hlutina frekar en að þegja um þá og taka mark á vilja þeirra eru dæmi um leiðir til að efla sjálftraust ungra syrgjenda. Við þurfum öll að eiga okkur lífssögu sem er skiljanleg og merkingarbær jafnvel þó að hún innihaldi erfiða kafla og við verðum að hafa trú á tilgangi og getu söguhetjunnar. Er það ekki á ábyrgð okkar sem eldri eru að færa unga fólkinu reglulega sannanir fyrir því að þetta líf og þau sjálf séu mikils virði? Að þau megi líka eiga von á góðu frá öðru fólki og að þau hafi það sem þarf til að takast á við eigin sögu? Höfundur er Sr. Matthildur Bjarnadóttir er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun