Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 23. janúar 2025 12:32 Við samþykktum í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær að setja forgangsakrein fyrir strætó á 500 metra kafla vestanmegin á Kringlumýrarbraut í suðurátt milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar í samvinnu við Vegagerðina. Þetta mun stytta ferðatíma strætófarþega á háannatíma verulega eða um allt að 4-5 mínútur á sumum leiðum. Sérakreinar koma almennt í veg fyrir að farþegar almenningssamgangna sitji fastir í umferðarsúpu og gera leiðirnar og þjónustuna áreiðanlegri. Í nýju leiðaneti strætó er stefnt að því að Borgarlínuleið D aki Kringlumýrarbraut að og frá miðborginni. Með þessu er verið að taka frá það rými sem þarf undir sérrými Borgarlínu og nýta það sem forgangsrein fyrir strætó. Hluti af framkvæmdunum er að breyta leið 4 í átt að því hvernig leið D mun aka í Reykjavík í framtíðinni sem er að aka Kringlumýrarbraut milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar í stað þess að aka Háaleitisbraut. Styttir það för vagnanna og bætir gæði þjónustu við farþega. Hingað til fer strætó ekki þarna um þar sem að umferðin þykir of hæg á annatímum. Þykir því brýnt að bæta aðstæður fyrir strætó áður en strætó fer að aka þessa leið eins og stefnt er að. Engar biðstöðvar eru þarna í dag en þeim verður bætt við í kjölfarið. Miðeyjan verður minnkuð til að koma akreininni fyrir svo þarna er hvorki verið að taka akrein frá almennri bílaumferð eða stækka götukassann. Vonir standa til þess að bjóða út fyrsta hluta framkvæmdanna fyrir vorið og hefja svo framkvæmdir í framhaldinu. Við þekkjum það af reynslunni að innviðauppbygging mótar hegðun okkar. Meira svigrúm og rými fyrir strætó gerir þjónustunna áreiðanlegri og betri og styður við aukna notkun almenningssamgangna. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgar um 70 bíla vikulega og við verðum að bregðast við þeirri rúmfræðilegu áskorun - að ég tali ekki um mengunina. Skilvirkasta aðferðin er uppbygging almenningssamgangna sem hefur margfalda afkastagetu á við bílinn. Þannig gagnast svona þróun okkur öllum, ekki síst þeim sem þurfa og vilja aka bíl. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, stjórnarformaður Strætó bs. og borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Borgarstjórn Umferð Borgarlína Strætó Samgöngur Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Sjá meira
Við samþykktum í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær að setja forgangsakrein fyrir strætó á 500 metra kafla vestanmegin á Kringlumýrarbraut í suðurátt milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar í samvinnu við Vegagerðina. Þetta mun stytta ferðatíma strætófarþega á háannatíma verulega eða um allt að 4-5 mínútur á sumum leiðum. Sérakreinar koma almennt í veg fyrir að farþegar almenningssamgangna sitji fastir í umferðarsúpu og gera leiðirnar og þjónustuna áreiðanlegri. Í nýju leiðaneti strætó er stefnt að því að Borgarlínuleið D aki Kringlumýrarbraut að og frá miðborginni. Með þessu er verið að taka frá það rými sem þarf undir sérrými Borgarlínu og nýta það sem forgangsrein fyrir strætó. Hluti af framkvæmdunum er að breyta leið 4 í átt að því hvernig leið D mun aka í Reykjavík í framtíðinni sem er að aka Kringlumýrarbraut milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar í stað þess að aka Háaleitisbraut. Styttir það för vagnanna og bætir gæði þjónustu við farþega. Hingað til fer strætó ekki þarna um þar sem að umferðin þykir of hæg á annatímum. Þykir því brýnt að bæta aðstæður fyrir strætó áður en strætó fer að aka þessa leið eins og stefnt er að. Engar biðstöðvar eru þarna í dag en þeim verður bætt við í kjölfarið. Miðeyjan verður minnkuð til að koma akreininni fyrir svo þarna er hvorki verið að taka akrein frá almennri bílaumferð eða stækka götukassann. Vonir standa til þess að bjóða út fyrsta hluta framkvæmdanna fyrir vorið og hefja svo framkvæmdir í framhaldinu. Við þekkjum það af reynslunni að innviðauppbygging mótar hegðun okkar. Meira svigrúm og rými fyrir strætó gerir þjónustunna áreiðanlegri og betri og styður við aukna notkun almenningssamgangna. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgar um 70 bíla vikulega og við verðum að bregðast við þeirri rúmfræðilegu áskorun - að ég tali ekki um mengunina. Skilvirkasta aðferðin er uppbygging almenningssamgangna sem hefur margfalda afkastagetu á við bílinn. Þannig gagnast svona þróun okkur öllum, ekki síst þeim sem þurfa og vilja aka bíl. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, stjórnarformaður Strætó bs. og borgarfulltrúi Pírata.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun