„Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. janúar 2025 19:10 Skólastjóri sem hefur starfað í málaflokknum í um fimmtán ár merkir mikla breytingu á allra síðustu árum hvað varðar ofbeldishegðun nemenda. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Aukin ofbeldishegðun barna er stórt samfélagslegt vandamál sem við finnast engar töfralausnir. Þetta segir skólastjóri með áralanga reynslu af starfi með börnum með hegðunarvanda. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir ekki koma á óvart að aukin harka hafi færst í samskipti heimilis og skóla þegar foreldrar hafi ítrekað lent á vegg vegna skorts á úrræðum fyrir börn sín. Skólastjórnendur hafa hvatt sér hljóðs í vikunni um aukið ofbeldi gagnvart starfsfólki, agavandamál og erfið samskipti við foreldra sem hafi verið vaxandi vandamál á undanförnum árum. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir eðlilegt að skólar setji mörk, en er ekki sammála því að foreldrar þurfi að stíga til baka. „Það er vissulega slæmt að foreldrar finni sig knúna til að berja á dyr í skólanum til að fá einhverja athygli. En við þurfum öll að vinna saman að þessu marki,“ segir Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hann tekur undir sjónarmið þess efnis að frekari úrræði skorti fyrir börn sem glími við erfiðleika. Góð samskipti og samstarf allra þeirra sem snerta líf barnanna sé það sem mestu máli skipti. „Við merkjum það, sérstaklega eftir covid, að málin sem koma inn á borð hjá okkur eru miklu flóknari. Og foreldrar eru búnir að gera miklu meira, eru búnir að lenda á veggjum, búnir að gefast upp og þá verður harkan meiri,“ segir Sigurður. Sigurður Sigurðsson er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.Vísir/Sigurjón Tveir skólar á landinu sinna „jaðartilfellum“ Aðeins tvö sveitarfélög á landinu starfrækja sérskóla sem eru sniðnir að þörfum nemenda með hegðunar-, félags- og tilfinningavanda. Samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg eru 16 börn á biðlista hjá Brúarskóla í Reykjavík, en þar eru þrjátíu nemendur við nám í dag auk þess sem nemendur sem lagðir eru inn á BUGL njóta kennslu skólans. Hinn skólinn er Hlíðarskóli á Akureyri sem tekur tuttugu nemendur á hverjum tíma og nær alltaf eru einhver börn á biðlista að sögn Valdimars Heiðars Valssonar, skólastjóra Hlíðarskóla. Mest hafi ellefu börn verið á biðlista í einu en tekist hefur að vinna á biðlistum. „Við erum að taka myndi ég segja jaðarkrakkana, þyngstu málin í skólakerfinu í dag. Það er ekki hægt að sækja um í Hlíðarskóla fyrr en að það er búið að reyna allt í heimskólanum,“ segir Valdimar. „Vandi þessara barna er að verða mun flóknari og mun margþættari. Það er erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum. Þau eiga orðið erfiðara með því að tjá sig í dag.“ Valdimar hefur starfað í málaflokknum í um fimmtán ár og merkir mikla breytingu á allra síðustu árum. Hann telur ljóst að snjallsímar og samfélagsmiðlanotkun spili að einhverju leyti inn í. „Ég held að í svona rosalega stóru vandamáli, sem ég myndi bara segja að væri samfélagslegt vandamál, þá eru engar töfralausnir,“ segir Valdimar. Mikill árangur náðst Hann tekur fram að þrátt fyrir áskoranir hafi margt gengið vel hjá skólanum, og ljóst að sérhæfð þjónusta við þarfir nemenda sé að bera árangur. „Þetta er búið að vera og er mjög margþættur vandi hjá börnum í dag. Allt frá miklu ofbeldi, skólaforðun, öll hafa þau verulega námsörðugleika, tilfinningavandi og þess háttar,“ segir Valdimar. Hann finnur fyrir áhuga hjá öðrum sveitarfélögum og starfsfólki skóla annars staðar á landinu um að læra af starfinu sem fram fer í Hlíðarskóla. „Okkur hefur hins vegar gengið afskaplega vel seinustu árin með okkar krakka og erum bara glöð að hafa útskrifað stóra hópa seinustu árin sem hefur sem betur fer grynnkað á biðlistunum en yfirleitt eru biðlistar þó að það komi kannski einstöku sinnum að það sé ekki,“ segir Valdimar. Hann væntir þess að fleiri umsóknir berist á næstunni. „Það heyrist mér, að það séu þónokkrar umsóknir á leiðinni.“ Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi barna Grunnskólar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Skólastjórnendur hafa hvatt sér hljóðs í vikunni um aukið ofbeldi gagnvart starfsfólki, agavandamál og erfið samskipti við foreldra sem hafi verið vaxandi vandamál á undanförnum árum. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir eðlilegt að skólar setji mörk, en er ekki sammála því að foreldrar þurfi að stíga til baka. „Það er vissulega slæmt að foreldrar finni sig knúna til að berja á dyr í skólanum til að fá einhverja athygli. En við þurfum öll að vinna saman að þessu marki,“ segir Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hann tekur undir sjónarmið þess efnis að frekari úrræði skorti fyrir börn sem glími við erfiðleika. Góð samskipti og samstarf allra þeirra sem snerta líf barnanna sé það sem mestu máli skipti. „Við merkjum það, sérstaklega eftir covid, að málin sem koma inn á borð hjá okkur eru miklu flóknari. Og foreldrar eru búnir að gera miklu meira, eru búnir að lenda á veggjum, búnir að gefast upp og þá verður harkan meiri,“ segir Sigurður. Sigurður Sigurðsson er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.Vísir/Sigurjón Tveir skólar á landinu sinna „jaðartilfellum“ Aðeins tvö sveitarfélög á landinu starfrækja sérskóla sem eru sniðnir að þörfum nemenda með hegðunar-, félags- og tilfinningavanda. Samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg eru 16 börn á biðlista hjá Brúarskóla í Reykjavík, en þar eru þrjátíu nemendur við nám í dag auk þess sem nemendur sem lagðir eru inn á BUGL njóta kennslu skólans. Hinn skólinn er Hlíðarskóli á Akureyri sem tekur tuttugu nemendur á hverjum tíma og nær alltaf eru einhver börn á biðlista að sögn Valdimars Heiðars Valssonar, skólastjóra Hlíðarskóla. Mest hafi ellefu börn verið á biðlista í einu en tekist hefur að vinna á biðlistum. „Við erum að taka myndi ég segja jaðarkrakkana, þyngstu málin í skólakerfinu í dag. Það er ekki hægt að sækja um í Hlíðarskóla fyrr en að það er búið að reyna allt í heimskólanum,“ segir Valdimar. „Vandi þessara barna er að verða mun flóknari og mun margþættari. Það er erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum. Þau eiga orðið erfiðara með því að tjá sig í dag.“ Valdimar hefur starfað í málaflokknum í um fimmtán ár og merkir mikla breytingu á allra síðustu árum. Hann telur ljóst að snjallsímar og samfélagsmiðlanotkun spili að einhverju leyti inn í. „Ég held að í svona rosalega stóru vandamáli, sem ég myndi bara segja að væri samfélagslegt vandamál, þá eru engar töfralausnir,“ segir Valdimar. Mikill árangur náðst Hann tekur fram að þrátt fyrir áskoranir hafi margt gengið vel hjá skólanum, og ljóst að sérhæfð þjónusta við þarfir nemenda sé að bera árangur. „Þetta er búið að vera og er mjög margþættur vandi hjá börnum í dag. Allt frá miklu ofbeldi, skólaforðun, öll hafa þau verulega námsörðugleika, tilfinningavandi og þess háttar,“ segir Valdimar. Hann finnur fyrir áhuga hjá öðrum sveitarfélögum og starfsfólki skóla annars staðar á landinu um að læra af starfinu sem fram fer í Hlíðarskóla. „Okkur hefur hins vegar gengið afskaplega vel seinustu árin með okkar krakka og erum bara glöð að hafa útskrifað stóra hópa seinustu árin sem hefur sem betur fer grynnkað á biðlistunum en yfirleitt eru biðlistar þó að það komi kannski einstöku sinnum að það sé ekki,“ segir Valdimar. Hann væntir þess að fleiri umsóknir berist á næstunni. „Það heyrist mér, að það séu þónokkrar umsóknir á leiðinni.“
Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi barna Grunnskólar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira