Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2025 10:47 Joaquín Navarro Cañada með nokkrum uppreisnarmönnum FLA. FLA Spænskum manni sem rænt var í Alsír var frelsaður af uppreisnarmönnum í Malí, skömmu áður en selja átti hann til vígamanna Íslamska ríkisins. Hann var svo fluttur aftur til Alsír í gær og færður yfirvöldum þar. Joaquín Navarro Cañada, er rúmlega sextugur fornleifafræðingur en honum var rænt í Alsír, nærri landamærum Malí þann 14. janúar. Þá var hann þar í fríi og var honum rænt af glæpamönnum sem ætluðu sér að selja hann til vígamanna Íslamska ríkisins á Sahel-svæðinu. El Mundo segir að Canada hafi verið flogið til höfuðborgar Alsír og þar hafi hann verið færður í hendur Spánverja. Spænski miðillinn El País segir Túarega hafa bjargað fornleifafræðingnum í samvinnu við CNI, Leyniþjónustu Spánar. Um leið og Cañada var rænt munu starfsmenn CNI hafa haft samband við uppreisnarhóp Túarega í Malí sem kallast Azawad Liberation Front (FLA). Sá hópur hefur um árabil barist fyrir eigin ríki í norðurhluta Malí og á það ríki að kallast Azawad. Einn talsmanna FLA sagði frá því að glæpamennirnir sem rændu Cañada hafi flutt hann til Azawad á leið þeirra til móts við ISIS-liða. Hann hafi verið frelsaður af FLA-liðum á mánudagskvöldið. L’ex-otage de nationalité espagnole ici sous bonne escorte des forces du #FLA a été à l’instant transféré aux autorités algériennes dans les conditions adéquates et en bonne santé pic.twitter.com/e7GxQiCxAe— Attaye Ag Mohamed (@attaye_ag) January 21, 2025 Í frétt France24 kemur fram að leiðtogar Íslamska ríkisins á Sahel-svæðinu hafi nýverið gefið út ákall eftir vestrænum gíslum. Blaðamaður miðilsins sem starfar á svæðinu segir ISIS bjóða umtalsverða fjármuni fyrir hvern gísl sem þeir fá afhentan. Hann segir mannræningjana hafa verið sjö talsins frá Malí og Alsír og allir kringum tvítugt. Þeir munu hafa skilið Cañada eftir á tilteknum stað sem FLA-liðar bentu þeim á, í skiptum fyrir það að vera ekki eltir uppi af uppreisnarmönnunum. Ræningjunum var einnig gert að afhenda Cañada aftur vegabréf hans, síma og aðrar eigur. Moment de transfert de l’otage Espagnol aux autorités algériennes il y a quelques instants pic.twitter.com/9cqmSHTSlW— Wassim Nasr (@SimNasr) January 21, 2025 Austurrísk kona sem rænt var í Níger, nærri landamærum Alsír, þann 12. janúar var ekki jafn heppin og Cañada. Mannræningjar hennar eru sagðir hafa náð að flytja hana til yfirráðasvæðis ISIS á Sahel-svæðinu. Mikil óreiða á Sahel-svæðinu Túaregar eru þjóðflokkur sem heldur til í eyðimörkinni milli Alsír og Malí og hafa þeir lengi barist fyrir eigin ríki. Mikil óreiða ríkir á Sahel-svæðinu um þessar mundir en þar hefur vígahópum vaxið mjög ásmegin á undanförnum árum. Tveir hópar eru umsvifamestir á svæðinu. Það eru hinn áðurnefndi Jama‘at Nusrat al-Islam wal-Muslimin eða JNIM, sem tengist al-Qaeda, og Íslamska ríkið í Sahel eða IS-S. Alsír Malí Spánn Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Sjá meira
Joaquín Navarro Cañada, er rúmlega sextugur fornleifafræðingur en honum var rænt í Alsír, nærri landamærum Malí þann 14. janúar. Þá var hann þar í fríi og var honum rænt af glæpamönnum sem ætluðu sér að selja hann til vígamanna Íslamska ríkisins á Sahel-svæðinu. El Mundo segir að Canada hafi verið flogið til höfuðborgar Alsír og þar hafi hann verið færður í hendur Spánverja. Spænski miðillinn El País segir Túarega hafa bjargað fornleifafræðingnum í samvinnu við CNI, Leyniþjónustu Spánar. Um leið og Cañada var rænt munu starfsmenn CNI hafa haft samband við uppreisnarhóp Túarega í Malí sem kallast Azawad Liberation Front (FLA). Sá hópur hefur um árabil barist fyrir eigin ríki í norðurhluta Malí og á það ríki að kallast Azawad. Einn talsmanna FLA sagði frá því að glæpamennirnir sem rændu Cañada hafi flutt hann til Azawad á leið þeirra til móts við ISIS-liða. Hann hafi verið frelsaður af FLA-liðum á mánudagskvöldið. L’ex-otage de nationalité espagnole ici sous bonne escorte des forces du #FLA a été à l’instant transféré aux autorités algériennes dans les conditions adéquates et en bonne santé pic.twitter.com/e7GxQiCxAe— Attaye Ag Mohamed (@attaye_ag) January 21, 2025 Í frétt France24 kemur fram að leiðtogar Íslamska ríkisins á Sahel-svæðinu hafi nýverið gefið út ákall eftir vestrænum gíslum. Blaðamaður miðilsins sem starfar á svæðinu segir ISIS bjóða umtalsverða fjármuni fyrir hvern gísl sem þeir fá afhentan. Hann segir mannræningjana hafa verið sjö talsins frá Malí og Alsír og allir kringum tvítugt. Þeir munu hafa skilið Cañada eftir á tilteknum stað sem FLA-liðar bentu þeim á, í skiptum fyrir það að vera ekki eltir uppi af uppreisnarmönnunum. Ræningjunum var einnig gert að afhenda Cañada aftur vegabréf hans, síma og aðrar eigur. Moment de transfert de l’otage Espagnol aux autorités algériennes il y a quelques instants pic.twitter.com/9cqmSHTSlW— Wassim Nasr (@SimNasr) January 21, 2025 Austurrísk kona sem rænt var í Níger, nærri landamærum Alsír, þann 12. janúar var ekki jafn heppin og Cañada. Mannræningjar hennar eru sagðir hafa náð að flytja hana til yfirráðasvæðis ISIS á Sahel-svæðinu. Mikil óreiða á Sahel-svæðinu Túaregar eru þjóðflokkur sem heldur til í eyðimörkinni milli Alsír og Malí og hafa þeir lengi barist fyrir eigin ríki. Mikil óreiða ríkir á Sahel-svæðinu um þessar mundir en þar hefur vígahópum vaxið mjög ásmegin á undanförnum árum. Tveir hópar eru umsvifamestir á svæðinu. Það eru hinn áðurnefndi Jama‘at Nusrat al-Islam wal-Muslimin eða JNIM, sem tengist al-Qaeda, og Íslamska ríkið í Sahel eða IS-S.
Alsír Malí Spánn Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Sjá meira