Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 20. janúar 2025 17:59 Bíllinn var mannlaus þegar Elvar kom að honum. Slökkvilið Múlaþings Eldur kviknaði í bíl á Seyðisfirði í nótt en þung færð gerði slökkviliði erfitt fyrir í slökkvistarfi. Varðstjóri slökkviliðs Múlaþings segir atvikið til marks um þær hættulegu aðstæður sem skapast geta meðan lokað er fyrir umferð um Fjarðarheiði. Útkall um eld í bifreið barst slökkviliðinu á Seyðisfirði í kring um klukkan þrjú í nótt. Elvar Snær Kristjánsson slökkviliðsmaður býr í grennd við bílinn sem kviknaði í og var fyrstur á vettvang. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa heyrt flaut meðan bíllinn stóð í ljósum logum. Greip með sér slökkvitæki „Maður á von á því versta í þessum aðstæðum. Ég nota slökkvitæki til að að opna hurðina á bílnum og ganga úr skugga um að það sé enginn inni í bílnum,“ segir Elvar. Bíllinn hafi verið mannlaus og ökumaður hans skammt undan. Hann segir bæinn á kafi í snjó og færðina gífurlega þunga. Mögulega hafi bíllinn ofhitnað við þau akstursskilyrði. Á örskammri stundu hafi bíllinn orðið alelda. „Það var virkilega erfitt að athafna sig í nótt þar sem maður þurfti að vaða snjóinn upp í mitti í kringum bílinn. “ Hættulegar og ólíðandi aðstæður Elvar segir furðu vel hafa gengið að ná í slökkvibílinn í bænum miðað við hve þung færðin var. „Reyndar þurfti einn slökkviliðsmaður að fara á gönguskíðum að heiman niður á stöð.“ Vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins, veðrið hafi verið hagstætt. „En þetta minnir okkur á hversu brothætt við erum ef Fjarðarheiðin er ófær og við höfum engan til að treysta á,“ segir Elvar. Mikið samstarf sé milli slökkviliðanna á Egilsstöðum og Seyðisfirði og við venjuleg skilyrði taki um þrjátíu mínútur að komast yfir heiðina. Klippa: Eldur í bíl á Seyðisfirði „Í þessu tilfelli reyndi ekki á það en þetta minnir okkur á hvað þetta geta verið hættulegar aðstæður.“ Það hlýtur að vera svolítil ónotatilfinning sem fylgir þessum aðstæðum? „Þetta eru virkilega óþægilegar aðstæður. Það eru fjögur ár síðan bærinn var rýmdur eftir skriður. Þannig að þetta rifjar upp óþægilegar minningar. Þá munaði litlu að heiðin væri ófærð,“ segir Elvar. Fleiri óhugnanleg atvik hafi komið upp í dag. „Í morgun var tilkynnt um barnshafandi konu sem var komin að fæðingu og heiðin kolófær. Þetta eru grafalvarlegar aðstæður sem við þurfum að búa við. Stundum er talað um brauðskort og mjólkurskort í fréttum en þetta eru akkúrat þær aðstæður sem við óttumst mest. Þetta eru aðstæður sem eru ólíðandi fyrir íbúa hér og þarf að bregðast við hið snarasta.“ Slökkvilið Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Bílar Fjarðabyggð Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Útkall um eld í bifreið barst slökkviliðinu á Seyðisfirði í kring um klukkan þrjú í nótt. Elvar Snær Kristjánsson slökkviliðsmaður býr í grennd við bílinn sem kviknaði í og var fyrstur á vettvang. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa heyrt flaut meðan bíllinn stóð í ljósum logum. Greip með sér slökkvitæki „Maður á von á því versta í þessum aðstæðum. Ég nota slökkvitæki til að að opna hurðina á bílnum og ganga úr skugga um að það sé enginn inni í bílnum,“ segir Elvar. Bíllinn hafi verið mannlaus og ökumaður hans skammt undan. Hann segir bæinn á kafi í snjó og færðina gífurlega þunga. Mögulega hafi bíllinn ofhitnað við þau akstursskilyrði. Á örskammri stundu hafi bíllinn orðið alelda. „Það var virkilega erfitt að athafna sig í nótt þar sem maður þurfti að vaða snjóinn upp í mitti í kringum bílinn. “ Hættulegar og ólíðandi aðstæður Elvar segir furðu vel hafa gengið að ná í slökkvibílinn í bænum miðað við hve þung færðin var. „Reyndar þurfti einn slökkviliðsmaður að fara á gönguskíðum að heiman niður á stöð.“ Vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins, veðrið hafi verið hagstætt. „En þetta minnir okkur á hversu brothætt við erum ef Fjarðarheiðin er ófær og við höfum engan til að treysta á,“ segir Elvar. Mikið samstarf sé milli slökkviliðanna á Egilsstöðum og Seyðisfirði og við venjuleg skilyrði taki um þrjátíu mínútur að komast yfir heiðina. Klippa: Eldur í bíl á Seyðisfirði „Í þessu tilfelli reyndi ekki á það en þetta minnir okkur á hvað þetta geta verið hættulegar aðstæður.“ Það hlýtur að vera svolítil ónotatilfinning sem fylgir þessum aðstæðum? „Þetta eru virkilega óþægilegar aðstæður. Það eru fjögur ár síðan bærinn var rýmdur eftir skriður. Þannig að þetta rifjar upp óþægilegar minningar. Þá munaði litlu að heiðin væri ófærð,“ segir Elvar. Fleiri óhugnanleg atvik hafi komið upp í dag. „Í morgun var tilkynnt um barnshafandi konu sem var komin að fæðingu og heiðin kolófær. Þetta eru grafalvarlegar aðstæður sem við þurfum að búa við. Stundum er talað um brauðskort og mjólkurskort í fréttum en þetta eru akkúrat þær aðstæður sem við óttumst mest. Þetta eru aðstæður sem eru ólíðandi fyrir íbúa hér og þarf að bregðast við hið snarasta.“
Slökkvilið Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Bílar Fjarðabyggð Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira