Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 20. janúar 2025 17:59 Bíllinn var mannlaus þegar Elvar kom að honum. Slökkvilið Múlaþings Eldur kviknaði í bíl á Seyðisfirði í nótt en þung færð gerði slökkviliði erfitt fyrir í slökkvistarfi. Varðstjóri slökkviliðs Múlaþings segir atvikið til marks um þær hættulegu aðstæður sem skapast geta meðan lokað er fyrir umferð um Fjarðarheiði. Útkall um eld í bifreið barst slökkviliðinu á Seyðisfirði í kring um klukkan þrjú í nótt. Elvar Snær Kristjánsson slökkviliðsmaður býr í grennd við bílinn sem kviknaði í og var fyrstur á vettvang. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa heyrt flaut meðan bíllinn stóð í ljósum logum. Greip með sér slökkvitæki „Maður á von á því versta í þessum aðstæðum. Ég nota slökkvitæki til að að opna hurðina á bílnum og ganga úr skugga um að það sé enginn inni í bílnum,“ segir Elvar. Bíllinn hafi verið mannlaus og ökumaður hans skammt undan. Hann segir bæinn á kafi í snjó og færðina gífurlega þunga. Mögulega hafi bíllinn ofhitnað við þau akstursskilyrði. Á örskammri stundu hafi bíllinn orðið alelda. „Það var virkilega erfitt að athafna sig í nótt þar sem maður þurfti að vaða snjóinn upp í mitti í kringum bílinn. “ Hættulegar og ólíðandi aðstæður Elvar segir furðu vel hafa gengið að ná í slökkvibílinn í bænum miðað við hve þung færðin var. „Reyndar þurfti einn slökkviliðsmaður að fara á gönguskíðum að heiman niður á stöð.“ Vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins, veðrið hafi verið hagstætt. „En þetta minnir okkur á hversu brothætt við erum ef Fjarðarheiðin er ófær og við höfum engan til að treysta á,“ segir Elvar. Mikið samstarf sé milli slökkviliðanna á Egilsstöðum og Seyðisfirði og við venjuleg skilyrði taki um þrjátíu mínútur að komast yfir heiðina. Klippa: Eldur í bíl á Seyðisfirði „Í þessu tilfelli reyndi ekki á það en þetta minnir okkur á hvað þetta geta verið hættulegar aðstæður.“ Það hlýtur að vera svolítil ónotatilfinning sem fylgir þessum aðstæðum? „Þetta eru virkilega óþægilegar aðstæður. Það eru fjögur ár síðan bærinn var rýmdur eftir skriður. Þannig að þetta rifjar upp óþægilegar minningar. Þá munaði litlu að heiðin væri ófærð,“ segir Elvar. Fleiri óhugnanleg atvik hafi komið upp í dag. „Í morgun var tilkynnt um barnshafandi konu sem var komin að fæðingu og heiðin kolófær. Þetta eru grafalvarlegar aðstæður sem við þurfum að búa við. Stundum er talað um brauðskort og mjólkurskort í fréttum en þetta eru akkúrat þær aðstæður sem við óttumst mest. Þetta eru aðstæður sem eru ólíðandi fyrir íbúa hér og þarf að bregðast við hið snarasta.“ Slökkvilið Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Bílar Fjarðabyggð Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Útkall um eld í bifreið barst slökkviliðinu á Seyðisfirði í kring um klukkan þrjú í nótt. Elvar Snær Kristjánsson slökkviliðsmaður býr í grennd við bílinn sem kviknaði í og var fyrstur á vettvang. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa heyrt flaut meðan bíllinn stóð í ljósum logum. Greip með sér slökkvitæki „Maður á von á því versta í þessum aðstæðum. Ég nota slökkvitæki til að að opna hurðina á bílnum og ganga úr skugga um að það sé enginn inni í bílnum,“ segir Elvar. Bíllinn hafi verið mannlaus og ökumaður hans skammt undan. Hann segir bæinn á kafi í snjó og færðina gífurlega þunga. Mögulega hafi bíllinn ofhitnað við þau akstursskilyrði. Á örskammri stundu hafi bíllinn orðið alelda. „Það var virkilega erfitt að athafna sig í nótt þar sem maður þurfti að vaða snjóinn upp í mitti í kringum bílinn. “ Hættulegar og ólíðandi aðstæður Elvar segir furðu vel hafa gengið að ná í slökkvibílinn í bænum miðað við hve þung færðin var. „Reyndar þurfti einn slökkviliðsmaður að fara á gönguskíðum að heiman niður á stöð.“ Vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins, veðrið hafi verið hagstætt. „En þetta minnir okkur á hversu brothætt við erum ef Fjarðarheiðin er ófær og við höfum engan til að treysta á,“ segir Elvar. Mikið samstarf sé milli slökkviliðanna á Egilsstöðum og Seyðisfirði og við venjuleg skilyrði taki um þrjátíu mínútur að komast yfir heiðina. Klippa: Eldur í bíl á Seyðisfirði „Í þessu tilfelli reyndi ekki á það en þetta minnir okkur á hvað þetta geta verið hættulegar aðstæður.“ Það hlýtur að vera svolítil ónotatilfinning sem fylgir þessum aðstæðum? „Þetta eru virkilega óþægilegar aðstæður. Það eru fjögur ár síðan bærinn var rýmdur eftir skriður. Þannig að þetta rifjar upp óþægilegar minningar. Þá munaði litlu að heiðin væri ófærð,“ segir Elvar. Fleiri óhugnanleg atvik hafi komið upp í dag. „Í morgun var tilkynnt um barnshafandi konu sem var komin að fæðingu og heiðin kolófær. Þetta eru grafalvarlegar aðstæður sem við þurfum að búa við. Stundum er talað um brauðskort og mjólkurskort í fréttum en þetta eru akkúrat þær aðstæður sem við óttumst mest. Þetta eru aðstæður sem eru ólíðandi fyrir íbúa hér og þarf að bregðast við hið snarasta.“
Slökkvilið Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Bílar Fjarðabyggð Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira