Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Kjartan Kjartansson skrifar 20. janúar 2025 10:57 Gas vellur upp frá Nord Stream-gasleiðslunum í Eystrasalti í september 2022. Getty Skemmdarverkin sem voru unnin á Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti árið 2022 voru umfangsmesti leki gróðurhúsalofttegundarinnar metans sem um getur. Losunin var margfalt meiri en vísindamenn áætluðu fyrst eftir sprengingarnar. Nord Stream 1 og 2 fóru í sundur í sprengingum í september árið 2022. Leiðslurnar voru byggðar til þess að flytja jarðgas frá Rússlandi um Eystrasalt til meginlands Evrópu. Þegar sprengingarnar urðu höfðu Rússar skrúfað fyrir gasið í leiðslu 1 til að svara fyrir refsiaðgerðir sem Evrópuríki beittu þá vegna innrásarinnar í Úkraínu sem hófst í febrúar þetta sama ár. Leiðsla tvö var aldrei tekin í notkun. Gas vall upp í gegnum yfirborð sjávar og út í andrúmsloftið í fleiri daga eftir skemmdarverkin. Upphaflega áætluðu sérfræðingar að um 40.000 tonn metans hefðu losnað frá leiðslunum en það mat var síðan uppfært í 80.000 tonn. Nú segja sömu vísindamenn að losunin hafi verið frá 217.000 tonnum og allt að 465.000 tonnum. Til samanburðar losnuðu tæp hundrað þúsund tonn af metani þegar leki kom upp í gaslind í Aliso-gljúfri í Kaliforníu í Bandaríkjunum 2015 til 2016. Sá leki var talinn sá stærsti þar til nú. „Þetta er umfangamesta staka losun sem við höfum nokkru sinni séð,“ segir Stephen Matthew Platt, loftslagsvísindamaður við norsku loftslags- og umhverfisrannsóknastofnunin NILU, við norska ríkisútvarpið. Stærsti óvissuþátturinn í matinu er að vísindamennirnir vita ekki með vissu hversu mikið gas var í leiðslunum þegar þær fóru í sundur. Platt segir að stjórnendur Nord Stream hafi ekki svarað erindum um það. Ekki hættulegt heilsu manna, aðeins loftslagi Metan er margfalt öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur sem losnar við bruna jarðefnaeldsneytis og er orsök þeirrar hnattrænu hlýnunar sem á sér nú stað á jörðinni. Lofttegundin lifir hins vegar mun skemur í lofthjúpnum en koltvísýringur. Þrátt fyrir að lekinn vegna sprenginganna sé sá stærsti sem vitað er um bliknar magnið sem losnaði þá í samanburði við þá metanlosun sem mannkynið stendur fyrir með jarðefnaeldsneytisvinnslu, landbúnaði og jarðnotkun sinni. Platt áætlar að losun frá gasleiðslunum tveimur hafi numið innan við prósent af losun manna á einu ári. Skaðleg áhrif metansins sem losnaði frá gasleiðslunum voru bundin við loftslagsáhrifin. Platt segir að gasið hafi ekki verið hættulegt mönnum þótt hann hefði ekki endilega viljað vera á bæti nærri lekanum. Ölóðir Úkraínumenn sagðir ábyrgir Ásakanir hafa flogið í ýmsar áttir um hver bæri ábyrgð á skemmdarverkunum. Misvel rökstuddar tilgátur hafa verið uppi um að Rússar sjálfir, Úkraínumenn, Bandaríkjamenn eða Bretar hafi staðið að baki þeim. Böndin bárust engu að síður tiltölulega fljótlega að hópi Úkraínumanna sem var talinn hafa siglt út á Eystrasaltið á snekkju, kafað þar niður og komið fyrir sprengjum. Þýsk yfirvöld lýstu eftir úkraínskum köfunarkennara í fyrra. Bandaríska blaðið Wall Street Journal sagði frá því í ágúst að hópur úkraínskra herforingja og auðkýfinga hefði lagt á ráðin um skemmdarverkin í einhvers konar bríaríi og ölæði, þvert á vilja Volodýmýrs Selenskíj forseta og ráðleggingar bandarísku leyniþjónustunnar. Pólsk yfirvöld hafi dregið lappirnar í málinu og meðal annars leyft köfunarkennaranum eftirlýsta að yfirgefa land í stað þess að framfylgja handtökuskipun á hendur honum. Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Jarðefnaeldsneyti Tengdar fréttir Handtökuskipun gefin út vegna Nord Stream skemmdarverkanna Þjóðverjar hafa gefið út handtökuskipun innan evrópska efnahagssvæðisins á hendur úkraínskum köfunarkennara sem er sakaður um að hafa verið hluti af teymi sem sprengdi upp Nord Stream gasleiðsluna á sínum tíma. 14. ágúst 2024 07:56 Gruna hóp tengdan Úkraínu um Nord Stream árásina Yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi telja hóp manna sem tengjast Úkraínu bera ábyrgð á skemmdarverkum sem unnin voru á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasaltshafi. Leiðslurnar sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingu í fyrra. 7. mars 2023 20:01 Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. 3. október 2022 11:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Nord Stream 1 og 2 fóru í sundur í sprengingum í september árið 2022. Leiðslurnar voru byggðar til þess að flytja jarðgas frá Rússlandi um Eystrasalt til meginlands Evrópu. Þegar sprengingarnar urðu höfðu Rússar skrúfað fyrir gasið í leiðslu 1 til að svara fyrir refsiaðgerðir sem Evrópuríki beittu þá vegna innrásarinnar í Úkraínu sem hófst í febrúar þetta sama ár. Leiðsla tvö var aldrei tekin í notkun. Gas vall upp í gegnum yfirborð sjávar og út í andrúmsloftið í fleiri daga eftir skemmdarverkin. Upphaflega áætluðu sérfræðingar að um 40.000 tonn metans hefðu losnað frá leiðslunum en það mat var síðan uppfært í 80.000 tonn. Nú segja sömu vísindamenn að losunin hafi verið frá 217.000 tonnum og allt að 465.000 tonnum. Til samanburðar losnuðu tæp hundrað þúsund tonn af metani þegar leki kom upp í gaslind í Aliso-gljúfri í Kaliforníu í Bandaríkjunum 2015 til 2016. Sá leki var talinn sá stærsti þar til nú. „Þetta er umfangamesta staka losun sem við höfum nokkru sinni séð,“ segir Stephen Matthew Platt, loftslagsvísindamaður við norsku loftslags- og umhverfisrannsóknastofnunin NILU, við norska ríkisútvarpið. Stærsti óvissuþátturinn í matinu er að vísindamennirnir vita ekki með vissu hversu mikið gas var í leiðslunum þegar þær fóru í sundur. Platt segir að stjórnendur Nord Stream hafi ekki svarað erindum um það. Ekki hættulegt heilsu manna, aðeins loftslagi Metan er margfalt öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur sem losnar við bruna jarðefnaeldsneytis og er orsök þeirrar hnattrænu hlýnunar sem á sér nú stað á jörðinni. Lofttegundin lifir hins vegar mun skemur í lofthjúpnum en koltvísýringur. Þrátt fyrir að lekinn vegna sprenginganna sé sá stærsti sem vitað er um bliknar magnið sem losnaði þá í samanburði við þá metanlosun sem mannkynið stendur fyrir með jarðefnaeldsneytisvinnslu, landbúnaði og jarðnotkun sinni. Platt áætlar að losun frá gasleiðslunum tveimur hafi numið innan við prósent af losun manna á einu ári. Skaðleg áhrif metansins sem losnaði frá gasleiðslunum voru bundin við loftslagsáhrifin. Platt segir að gasið hafi ekki verið hættulegt mönnum þótt hann hefði ekki endilega viljað vera á bæti nærri lekanum. Ölóðir Úkraínumenn sagðir ábyrgir Ásakanir hafa flogið í ýmsar áttir um hver bæri ábyrgð á skemmdarverkunum. Misvel rökstuddar tilgátur hafa verið uppi um að Rússar sjálfir, Úkraínumenn, Bandaríkjamenn eða Bretar hafi staðið að baki þeim. Böndin bárust engu að síður tiltölulega fljótlega að hópi Úkraínumanna sem var talinn hafa siglt út á Eystrasaltið á snekkju, kafað þar niður og komið fyrir sprengjum. Þýsk yfirvöld lýstu eftir úkraínskum köfunarkennara í fyrra. Bandaríska blaðið Wall Street Journal sagði frá því í ágúst að hópur úkraínskra herforingja og auðkýfinga hefði lagt á ráðin um skemmdarverkin í einhvers konar bríaríi og ölæði, þvert á vilja Volodýmýrs Selenskíj forseta og ráðleggingar bandarísku leyniþjónustunnar. Pólsk yfirvöld hafi dregið lappirnar í málinu og meðal annars leyft köfunarkennaranum eftirlýsta að yfirgefa land í stað þess að framfylgja handtökuskipun á hendur honum.
Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Jarðefnaeldsneyti Tengdar fréttir Handtökuskipun gefin út vegna Nord Stream skemmdarverkanna Þjóðverjar hafa gefið út handtökuskipun innan evrópska efnahagssvæðisins á hendur úkraínskum köfunarkennara sem er sakaður um að hafa verið hluti af teymi sem sprengdi upp Nord Stream gasleiðsluna á sínum tíma. 14. ágúst 2024 07:56 Gruna hóp tengdan Úkraínu um Nord Stream árásina Yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi telja hóp manna sem tengjast Úkraínu bera ábyrgð á skemmdarverkum sem unnin voru á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasaltshafi. Leiðslurnar sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingu í fyrra. 7. mars 2023 20:01 Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. 3. október 2022 11:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Handtökuskipun gefin út vegna Nord Stream skemmdarverkanna Þjóðverjar hafa gefið út handtökuskipun innan evrópska efnahagssvæðisins á hendur úkraínskum köfunarkennara sem er sakaður um að hafa verið hluti af teymi sem sprengdi upp Nord Stream gasleiðsluna á sínum tíma. 14. ágúst 2024 07:56
Gruna hóp tengdan Úkraínu um Nord Stream árásina Yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi telja hóp manna sem tengjast Úkraínu bera ábyrgð á skemmdarverkum sem unnin voru á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasaltshafi. Leiðslurnar sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingu í fyrra. 7. mars 2023 20:01
Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. 3. október 2022 11:01