Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2025 19:01 Vopnahlé tekur gildi á Gasasvæðinu í fyrramálið. AP/Jehad Alshrafi Fjögurra manna fjölskylda var drepin í loftárásum Ísraelsmanna á Gasasvæðið í nótt, sólarhring áður en umsamið vopnahlé tekur þar gildi. Ríkisstjórn Ísrael samþykkti vopnahléstillöguna seint í gærkvöld. Tuttugu og fjórir ráðherrar eru sagðir hafa samþykkt tillöguna en átta munu hafa greitt atkvæði gegn henni. Vopnahlé mun því taka gildi snemma á morgun og verður fyrstu gíslum þá sleppt úr haldi, en talið er að um hundrað séu enn í haldi Hamas samtakanna, af þeim 250 sem teknir voru í gíslingu þann 7. október árið 2023. Þá ætla Ísraelsmenn að sleppa Palestínumönnum úr fangelsi og meðal annars dæmdum hryðjuverkamönnum. Í nótt, sólarhring áður en vopnahlé tekur gildi eru Ísraelar sagðir hafa varpað sprengjum á Gasasvæðið. Fjögurra manna fjölskylda lét lífið í árásinni. „Á síðustu klukkustundunum fyrir stríðslok vorum við vakin með öflugri sprengju sem var varpað úr flugvél. Við hlupum frá tjöldunum okkar til að sjá hvað hafði gerst. Nágrannar okkar úr næstu tjöldum höfðu orðið fyrir eldflauginni. Við hjálpuðum til við að safna saman líkamshlutum þeirra, sagði Waseem Matar, nágranni fjölskyldunnar. Neyðaraðstoð berist á morgun Samkvæmt samkomulaginu eiga ísraelskir hermenn að hörfa frá byggðum Gasastrandarinnar á meðan vopnahléið stendur yfir. Í frétt Times of Israel segir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi lofað því á ríkisstjórnarfundinum að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafi heitið Ísraelum fullum stuðningi verði brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Heilbrigðisyfirvöld á Gasasvæðinu, sem Hamas stýrir, segja að minnst 46 þúsund liggi í valnum eftir árásir Ísraela undanfarna fimmtán mánuði. Aðstæður eru sagðar hræðilegar en eftir að vopnahléið tekur gildi er búist við því að neyðaraðstoð streymi inn á svæðið. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Ríkisstjórn Ísrael samþykkti vopnahléstillöguna seint í gærkvöld. Tuttugu og fjórir ráðherrar eru sagðir hafa samþykkt tillöguna en átta munu hafa greitt atkvæði gegn henni. Vopnahlé mun því taka gildi snemma á morgun og verður fyrstu gíslum þá sleppt úr haldi, en talið er að um hundrað séu enn í haldi Hamas samtakanna, af þeim 250 sem teknir voru í gíslingu þann 7. október árið 2023. Þá ætla Ísraelsmenn að sleppa Palestínumönnum úr fangelsi og meðal annars dæmdum hryðjuverkamönnum. Í nótt, sólarhring áður en vopnahlé tekur gildi eru Ísraelar sagðir hafa varpað sprengjum á Gasasvæðið. Fjögurra manna fjölskylda lét lífið í árásinni. „Á síðustu klukkustundunum fyrir stríðslok vorum við vakin með öflugri sprengju sem var varpað úr flugvél. Við hlupum frá tjöldunum okkar til að sjá hvað hafði gerst. Nágrannar okkar úr næstu tjöldum höfðu orðið fyrir eldflauginni. Við hjálpuðum til við að safna saman líkamshlutum þeirra, sagði Waseem Matar, nágranni fjölskyldunnar. Neyðaraðstoð berist á morgun Samkvæmt samkomulaginu eiga ísraelskir hermenn að hörfa frá byggðum Gasastrandarinnar á meðan vopnahléið stendur yfir. Í frétt Times of Israel segir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi lofað því á ríkisstjórnarfundinum að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafi heitið Ísraelum fullum stuðningi verði brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Heilbrigðisyfirvöld á Gasasvæðinu, sem Hamas stýrir, segja að minnst 46 þúsund liggi í valnum eftir árásir Ísraela undanfarna fimmtán mánuði. Aðstæður eru sagðar hræðilegar en eftir að vopnahléið tekur gildi er búist við því að neyðaraðstoð streymi inn á svæðið.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira