Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2025 23:31 Bretinn Noah Williams vann bronsverðlaun í dýfingum á Ólympíuleikunum í París. Hann var ánægður með verðlaunapeninginn þá. Getty/Clive Rose Aðeins sex mánuðir eru liðnir frá því að Frakkar héldu Ólympíuleikana í París en yfir hundrað manns hafa þegar skilað verðlaunum sínum frá leikunum. Það var heldur ekki af ástæðulausu. Ástæðan er lélegt ástand verðlaunapeninganna sem hafa hreinlega eyðilagst á þessum stuttum tíma. Þeir hafa ryðgað, aflitast og flagnað. Það sást strax í ágúst að verðlaunapeningarnir voru fljótir að breyta um lit og það á meðan leikarnir voru enn í gangi. Ameríski hjólabrettakappinn Nyjah Huston sýndi þá myndir af flagnandi verðlaunapeningi sínum aðeins nokkrum dögum eftir afhendingu. Franska blaðið La Lettre segir frá því að yfir hundrað íþróttamenn og konur hafi nú skilað verðlaunapeningum sínum vegna ósættis með ástand þeirra. AlþjóðaÓlympíunefndin, IOC, hefur einnig staðfest þessar fréttir. „Við erum að vinna náið með frönsku myntsláttunni og fyrirtækinu sem bar ábyrgðina á framleiðslu verðlaunapeninganna og gæðaprófuninni á þeim. Verðlaunapeningum sem eru skemmdir, verður skipt út fyrir nýja samskonar verðlaunapeninga,“ sagði í yfirlýsingu Alþjóðaólympíunefndarinnar í frétt Insidethegames. Í frétt La Lettre kemur fram að þetta sé í framhaldi af því að notkun ákveðinna efna var bönnuð við framleiðsluna. Fyrir vikið voru framleiðendurnir að prófa sig áfram með ný efni sem duga greinilega mjög illa. Þar kemur líka fram að það eru aðallega bronsverðlaunapeningarnir sem eru að skemmast. Gull- og silfurpeningarnir standa sig miklu betur. View this post on Instagram A post shared by Wealth (@wealth) Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
Ástæðan er lélegt ástand verðlaunapeninganna sem hafa hreinlega eyðilagst á þessum stuttum tíma. Þeir hafa ryðgað, aflitast og flagnað. Það sást strax í ágúst að verðlaunapeningarnir voru fljótir að breyta um lit og það á meðan leikarnir voru enn í gangi. Ameríski hjólabrettakappinn Nyjah Huston sýndi þá myndir af flagnandi verðlaunapeningi sínum aðeins nokkrum dögum eftir afhendingu. Franska blaðið La Lettre segir frá því að yfir hundrað íþróttamenn og konur hafi nú skilað verðlaunapeningum sínum vegna ósættis með ástand þeirra. AlþjóðaÓlympíunefndin, IOC, hefur einnig staðfest þessar fréttir. „Við erum að vinna náið með frönsku myntsláttunni og fyrirtækinu sem bar ábyrgðina á framleiðslu verðlaunapeninganna og gæðaprófuninni á þeim. Verðlaunapeningum sem eru skemmdir, verður skipt út fyrir nýja samskonar verðlaunapeninga,“ sagði í yfirlýsingu Alþjóðaólympíunefndarinnar í frétt Insidethegames. Í frétt La Lettre kemur fram að þetta sé í framhaldi af því að notkun ákveðinna efna var bönnuð við framleiðsluna. Fyrir vikið voru framleiðendurnir að prófa sig áfram með ný efni sem duga greinilega mjög illa. Þar kemur líka fram að það eru aðallega bronsverðlaunapeningarnir sem eru að skemmast. Gull- og silfurpeningarnir standa sig miklu betur. View this post on Instagram A post shared by Wealth (@wealth)
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira