Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2025 11:01 Slökkviliðsmaður kælir jarðveg eftir gróðureld í Malibú í Kaliforníu í desember. Til viðbótar við losun manna losnaði umtalsverður koltvísýringur út í andrúmsloftið vegna gróðurelda víða um heim í fyrra sem var hlýjasta árið í mælingasögunni. Vísir/EPA Aldrei áður hefur styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings aukist hraðar í lofthjúpi jarðar en í fyrra frá því að mælingar hófust. Metlosun vegna bruna á jarðefnaeldsneytis, þurrkar og gróðureldar voru hluti af ástæðu þess að styrkurinn jókst svo hratt. Styrkur koltvísýrings nam mest 424 hlutum af milljón (ppm) yfir norðurhvelsveturinn í fyrra og jókst um 3,6 hluta úr milljón frá 2023. Þetta er mesta aukning á milli ára frá því að samfelldar mælingar hófust á Mauna Loa-athuganastöðinni á Havaí árið 1958. Styrkur gróðurhúsalofttegundurinnar er nú helmingi hærri en áður en iðnbyltingin hófst og sá hæsti á jörðinni í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Þótt að koltvísýringur sé snefilefni í lofthjúpnum hefur hann mikil áhrif á hitastig yfir yfirborð jarðar þar sem hann fangar hitageislun. Hann lifir í aldir og allt að þúsund ár í lofthjúpnum. Því heldur losun mannkynsins á honum frá iðnbyltingu áfram að hlaðast upp í andrúmsloftinu. Árleg losun manna nemur tugum milljarða tonna. „Þessar nýjustu niðurstöður staðfesta enn frekar að við erum á leið inn á ókannaðar slóðir hraðar er nokkru sinni áður þar sem það herðir enn á aukningunni,“ segir Ralph Keeling sem stýrir mælingunum við Scripps-hafrannsóknastofnun Bandaríkjanna við breska ríkisútvarpið BBC. Bruni jarðefnaeldsneyti í nýjum hæðum Nokkrar vísindastofnanir staðfestu í síðustu viku að árið 2024 hefði verið það hlýjasta í mælingasögunni. Það var jafnframt það fyrsta þar sem hlýnun jarðar fór umfram þær 1,5 gráður frá iðnbyltingu sem miðað var við í Parísarsamkomulaginu árið 2015. Miðað er við að hlýnun verði ekki meiri sem meðaltal yfir nokkurra áratuga skeið. Bráðabirgðagögn Global Carbon Project, hóps sem rannsakar losun gróðurhúsalofttegunda, benda til þess að koltvísýringslosun vegna bruna jarðefnaeldsneytis hafi náð nýjum hæðum í fyrra. Í ofanálag hafi jörðin sjálf verið verr í stakk búin til að binda kolefnið en áður vegna gróðurelda og þurrka. Áætlað er að hún hafi bundið um helming þess kolefnis sem mannkynið hefur losað, bæði í hafinu og í gróðri. Veðurfyrirbrigðið El niño magnaði upp manngerða hlýnun í fyrra. Andstæða El niño er nú tekin við og því telja vísindamenn að árið í ár verði ekki jafnheitt og 2024. Það verður þó skammgóður svali. „Þótt það kunni að vera tímabundin grið með aðeins svalari hitastigi mun hlýnun halda áfram vegna þess að koltvísýringur hleðst ennþá upp í lofthjúpnum,“ segir Richard Betts frá bresku veðurstofunni. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Styrkur koltvísýrings nam mest 424 hlutum af milljón (ppm) yfir norðurhvelsveturinn í fyrra og jókst um 3,6 hluta úr milljón frá 2023. Þetta er mesta aukning á milli ára frá því að samfelldar mælingar hófust á Mauna Loa-athuganastöðinni á Havaí árið 1958. Styrkur gróðurhúsalofttegundurinnar er nú helmingi hærri en áður en iðnbyltingin hófst og sá hæsti á jörðinni í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Þótt að koltvísýringur sé snefilefni í lofthjúpnum hefur hann mikil áhrif á hitastig yfir yfirborð jarðar þar sem hann fangar hitageislun. Hann lifir í aldir og allt að þúsund ár í lofthjúpnum. Því heldur losun mannkynsins á honum frá iðnbyltingu áfram að hlaðast upp í andrúmsloftinu. Árleg losun manna nemur tugum milljarða tonna. „Þessar nýjustu niðurstöður staðfesta enn frekar að við erum á leið inn á ókannaðar slóðir hraðar er nokkru sinni áður þar sem það herðir enn á aukningunni,“ segir Ralph Keeling sem stýrir mælingunum við Scripps-hafrannsóknastofnun Bandaríkjanna við breska ríkisútvarpið BBC. Bruni jarðefnaeldsneyti í nýjum hæðum Nokkrar vísindastofnanir staðfestu í síðustu viku að árið 2024 hefði verið það hlýjasta í mælingasögunni. Það var jafnframt það fyrsta þar sem hlýnun jarðar fór umfram þær 1,5 gráður frá iðnbyltingu sem miðað var við í Parísarsamkomulaginu árið 2015. Miðað er við að hlýnun verði ekki meiri sem meðaltal yfir nokkurra áratuga skeið. Bráðabirgðagögn Global Carbon Project, hóps sem rannsakar losun gróðurhúsalofttegunda, benda til þess að koltvísýringslosun vegna bruna jarðefnaeldsneytis hafi náð nýjum hæðum í fyrra. Í ofanálag hafi jörðin sjálf verið verr í stakk búin til að binda kolefnið en áður vegna gróðurelda og þurrka. Áætlað er að hún hafi bundið um helming þess kolefnis sem mannkynið hefur losað, bæði í hafinu og í gróðri. Veðurfyrirbrigðið El niño magnaði upp manngerða hlýnun í fyrra. Andstæða El niño er nú tekin við og því telja vísindamenn að árið í ár verði ekki jafnheitt og 2024. Það verður þó skammgóður svali. „Þótt það kunni að vera tímabundin grið með aðeins svalari hitastigi mun hlýnun halda áfram vegna þess að koltvísýringur hleðst ennþá upp í lofthjúpnum,“ segir Richard Betts frá bresku veðurstofunni.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira