Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2025 21:05 Björgunarfólk að störfum í Súðavík fyrir 30 árum. Stöð 2 Kona, sem missti þrjú systurbörn sín í snjóflóðinu í Súðavík fyrir þrjátíu árum, segir að enn þann dag í dag læsist um hana ótti þegar hún heyrir síma hringja snemma morguns. Hún furðar sig á því að rannsóknarnefnd um hamfarirnar, sem hóf störf í byrjun árs, hafi ekki verið komið á fót löngu fyrr. Snjóflóðið féll á Súðavík klukkan tuttugu og fimm mínútur yfir sex að morgni mánudagsins sextánda janúar árið 1995. Það ruddi sér leið gegnum þorpið, lenti á um tuttugu húsum og endaði niðri á höfn. Fjórtán létust, þar af átta börn, og tólf slösuðust. Dagbjört Hjaltadóttir, sem missti þrjú systrabörn sín í snjóflóðinu, segir daginn hafa verið sem martröð. Systir Dagbjartar, móðir barnanna, gróf sig út úr flóðinu og komst í síma. „Þá hringir hún í mig og segir, hrópar í símann, að börnin séu týnd og það hafi komið snjóflóð. Ég gríp í manninn inn og hann stekkur í föt og út,“ segir Dagbjört. Þegar á vettvang var komið blasti við algjör eyðilegging; hús systur Dagbjartar og þáverandi manns hennar var rústir einar, eins og svo mörg önnur hús við Túngötu í Súðavík. „Og þrjátíu árum síðar fæ ég enn þá bullandi hjartslátt ef sími hringir að nóttu til, eða vekur mig.“ Voru ekki lengur ein Fárviðri geisaði í Súðavík þennan örlagaríka dag og við tóku nokkrir hryllilegir klukkutímar þar sem Súðvíkingar voru innlyksa og biðu eftir liðsauka sem væntanlegur var með ferjunni Fagranesi. „Og ef að hér hefðu verið jarðgöng... ég gleymi ekki léttinum þegar þetta fólk hætti lífi sínu til að koma hérna með Fagranesinu, læknar og björgunarfólk, til að leysa af algjörlega örmagna Súðvíkinga. Við einhvernveginn veltum af okkur þessari miklu ábyrgð, við vorum ekki lengur ein,“ segir Dagbjört. Þegar tímabært fyrir 29 árum Dagbjört segir daginn í dag, 16. janúar, alltaf sáran. Hann sé þó sérstaklega sár á tímamótum eins og í dag, þegar atburðarásin er rifjuð upp í smáatriðum í öllum fjölmiðlum. „En allir hafa bara haldið áfram að lifa, það er það sem maður gerir, og þetta breytir kannski sýn manns á lífið.“ Mörgum spurningum þykir enn ósvarað um atburðarásina í Súðavík fyrir þrjátíu árum og íbúar hafa lengi barist fyrir uppgjöri. Rannsóknarnefnd um hamfarirnar tók loks til starfa fyrr í þessum mánuði. Löngu tímabær rannsókn, að mati Dagbjartar. „Og mér fannst það tímabært fyrir 29 árum. Maður er ekki að reyna finna sökudólga, við erum öll mannleg og gerum mistök. En það að vilja ekki skoða málið finnst mér ansi hart.“ Snjóflóðin í Súðavík 1995 Náttúruhamfarir Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir „Þetta skilgreinir þorpið“ Þrjátíu ár eru í dag liðin frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík og blysför og minningarstund verður í bænum í kvöld. Sveitarstjóri segir atburðinn skilgreina samfélagið á vissan hátt. 16. janúar 2025 12:17 Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að eitt mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunnar féll á Súðavík. 16. janúar 2025 07:37 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Snjóflóðið féll á Súðavík klukkan tuttugu og fimm mínútur yfir sex að morgni mánudagsins sextánda janúar árið 1995. Það ruddi sér leið gegnum þorpið, lenti á um tuttugu húsum og endaði niðri á höfn. Fjórtán létust, þar af átta börn, og tólf slösuðust. Dagbjört Hjaltadóttir, sem missti þrjú systrabörn sín í snjóflóðinu, segir daginn hafa verið sem martröð. Systir Dagbjartar, móðir barnanna, gróf sig út úr flóðinu og komst í síma. „Þá hringir hún í mig og segir, hrópar í símann, að börnin séu týnd og það hafi komið snjóflóð. Ég gríp í manninn inn og hann stekkur í föt og út,“ segir Dagbjört. Þegar á vettvang var komið blasti við algjör eyðilegging; hús systur Dagbjartar og þáverandi manns hennar var rústir einar, eins og svo mörg önnur hús við Túngötu í Súðavík. „Og þrjátíu árum síðar fæ ég enn þá bullandi hjartslátt ef sími hringir að nóttu til, eða vekur mig.“ Voru ekki lengur ein Fárviðri geisaði í Súðavík þennan örlagaríka dag og við tóku nokkrir hryllilegir klukkutímar þar sem Súðvíkingar voru innlyksa og biðu eftir liðsauka sem væntanlegur var með ferjunni Fagranesi. „Og ef að hér hefðu verið jarðgöng... ég gleymi ekki léttinum þegar þetta fólk hætti lífi sínu til að koma hérna með Fagranesinu, læknar og björgunarfólk, til að leysa af algjörlega örmagna Súðvíkinga. Við einhvernveginn veltum af okkur þessari miklu ábyrgð, við vorum ekki lengur ein,“ segir Dagbjört. Þegar tímabært fyrir 29 árum Dagbjört segir daginn í dag, 16. janúar, alltaf sáran. Hann sé þó sérstaklega sár á tímamótum eins og í dag, þegar atburðarásin er rifjuð upp í smáatriðum í öllum fjölmiðlum. „En allir hafa bara haldið áfram að lifa, það er það sem maður gerir, og þetta breytir kannski sýn manns á lífið.“ Mörgum spurningum þykir enn ósvarað um atburðarásina í Súðavík fyrir þrjátíu árum og íbúar hafa lengi barist fyrir uppgjöri. Rannsóknarnefnd um hamfarirnar tók loks til starfa fyrr í þessum mánuði. Löngu tímabær rannsókn, að mati Dagbjartar. „Og mér fannst það tímabært fyrir 29 árum. Maður er ekki að reyna finna sökudólga, við erum öll mannleg og gerum mistök. En það að vilja ekki skoða málið finnst mér ansi hart.“
Snjóflóðin í Súðavík 1995 Náttúruhamfarir Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir „Þetta skilgreinir þorpið“ Þrjátíu ár eru í dag liðin frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík og blysför og minningarstund verður í bænum í kvöld. Sveitarstjóri segir atburðinn skilgreina samfélagið á vissan hátt. 16. janúar 2025 12:17 Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að eitt mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunnar féll á Súðavík. 16. janúar 2025 07:37 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
„Þetta skilgreinir þorpið“ Þrjátíu ár eru í dag liðin frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík og blysför og minningarstund verður í bænum í kvöld. Sveitarstjóri segir atburðinn skilgreina samfélagið á vissan hátt. 16. janúar 2025 12:17
Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að eitt mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunnar féll á Súðavík. 16. janúar 2025 07:37