Tekur á líkama og sál að gera þetta Aron Guðmundsson skrifar 16. janúar 2025 10:30 Björgvin Karl Guðmundsson, atvinnumaður í CrossFit Vísir/Einar Íslenski CrossFit kappinn Björgvin Karl Guðmundsson samdi á dögunum við nýja atvinnumannadeild í CrossFit, World Fitness Project, líkt og fleiri af bestu CrossFit keppendum heims en það er fyrrverandi atvinnumaðurinn og keppinautur Björgvins, Will Moorad sem stendur að baki deildinni sem er að brjóta blað í sögu íþróttarinnar. „Hann er tiltölulega nýhættur að keppa á þessu gæðastigi og er búinn að vinna í þessu síðastliðin þrjú ár og er kominn svona langt með þetta dæmi,“ segir Björgvin Karl um hina nýju atvinnumannadeild og stofnanda hennar. „Þetta virkar í rauninni sem mótaröð. Það eru samningar gerðir við topp tuttugu einstaklingana í heiminum og svo geta tíu CrossFit keppendur til viðbótar unnið sér inn keppnisrétt á mótaröðinni. Þetta verða því þrjátíu manns sem þarna keppna. Þeir líta að mig minnir í kringum fjögur ár aftur í tímann. Hvernig ég hef verið að standa mig og með því að skoða það sá hann forsendur fyrir því að bjóða mér í þessa deild. Það sama gildir um alla aðra í þessari deild. Hann velur í rauninni topp tuttugu út frá því hvernig þú hefur verið að standa þig undanfarin ár.“ Hefur ekki bara einn séns eins og á heimsleikunum Íþróttafólkið er skuldbundið til að keppa á þremur mótum yfir árið. „Það er eitt mót í Indiana, svo í Phoenix og lokamótið fer síðan fram í Kaupmannahöfn. Það er farið út um allt og virkar í raun þannig að þú safnar inn stigum á hverju móti fyrir sig. Það er dálítið frábrugðið því hvernig heimsleikarnir virka. Þar þarftu að vera tilbúinn ákveðna helgi, hefur bara einn séns og það getur verið allur gangur á því hvernig gengur á leikunum. Þarna ertu með fleiri en einn séns, safnar stigum og við getum í raun hugsað þetta eins og keppni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í lokin er sá sem er með felst stigin krýndur meistari.“ Jákvæðar fréttir Með deildinni er verið að stíga skref sem hefur ekki þekkst innan Crossfit þar sem íþróttafólkið verður með fastar tekjur yfir tímabilið. „Þetta er ekki life changing peningur en alveg klárlega breytir þetta miklu. Með þessu ertu ekki að taka eins mikla áhættu lengur eins og þetta er fyrir nánast alla. Það eru mjög fáir sem hafa verið að lifa á þessu sem atvinnumenn auðveldlega. Þetta í rauninni gefur okkur meiri fótfestu, það er þægilegra fyrir okkur að vita að þó svo að fyrir einhverja gangi ekki vel þá ertu ekki bara að tapa peningum endalaust allt tímabilið og þarft bara að byrja á núllpunkti á því næsta. Þetta er klárlega þægilegri tilhugsun. Svo náttúrulega geturðu unnið þér inn meiri pening ef þú stendur þig vel, ef þú endar í einu af þessum toppsætum færðu í rauninni meiri pening fyrir vikið. Þetta er í fyrsta skipti sem við erum að ganga svona langt. Það hljóta náttúrulega bara að vera jákvæðar fréttir.“ Tekjur Björgvins undanfarin ár hafa til að mynda komið í gegnum verðlaunafé og samninga við styrktaraðila. „Þetta gerir fólki kleift að þurfa ekki lengur að vera vinna með. Margir hverjir, örugglega langflestir, eru með þetta þannig að þeir eru þjálfarar í Crossfit stöðvum samhliða sínum ferli og fá þannig þessar grunntekjur auk þess að vera með samning við styrktaraðila og annað. Þannig lætur fólk þetta yfirleitt ganga upp. En það eru ekkert rosalega margir sem fá tækifæri til þess að vera atvinnumenn að fullu í þessari íþrótt. Maður hefur alltaf verið að bíða eftir því að þetta skref yrði tekið. Það eru náttúrulega bara frábærar fréttir að það sé að gerast núna.“ Getur ekki verið í klikkuðu formi allt árið um kring Enn fremur útilokar þátttaka í þessari nýju atvinnumannadeild ekki þátttöku á heimsleikunum sjálfum, krúnudjásni CrossFit heimsins. En framu er hins vegar mikið tilrauna ár hjá Björgvini. „Segjum sem svo að ég komist alla leið inn á heimsleikana og keppi á sama tíma í þessari atvinnumannadeild. Þá verður þetta klárlega miklu meira álag heldur en það hefur verið. Ég er í rauninni með þessu að bæta þremur harðkjarna keppnum inn í tímabilið hjá mér. En að geta gert bæði er alveg geggjað. Þetta verður smá tilraunatímabil. Við verðum að fá að klóra okkur í gegnum þetta fyrsta ár, sjá hvort að þetta virkilega henti manni. Hvort það sé raunhæft að geta keppt svona mikið. Maður þarf svolítið að vega og meta hvenær maður vill vera tilbúinn. Viltu vera tilbúinn fyrir öll þrjú mótin á vegum World Fitness Project eða ætlarðu að reyna vera bara góður á heimsleikunum? Þú getur ekki verið í einhverju klikkuðu formi allt árið um kring. Það bara virkar ekki þannig. Maður þarf að vera sniðugur, með gott fólk í kringum sig og klár í að þetta verði frekar strembið ár. En geggjað að geta gert bæði í einu. Klárlega.“ Björgvin Karl Guðmundsson hefur verið lengi að í CrossFit heiminum og er hvergi nærri hættur.Mynd/Instagram/bk_gudmundsson Björgvin er þaulreyndur keppnismaður í CrossFit og á að baki ellefu heimsleika þar sem hann hefur best náð þriðja sæti. En hversu lengi sér hann sig halda áfram? „Þetta er góð spurning. Ég gæti alveg sagt við þig tvö ár. Það sem er að gerast er að það eru rosalega margir orðnir ótrúlega góðir. Þetta tekur gífurlegan tíma frá manni. Við erum að tala um fimm til sex tíma á dag á æfingum, einn dagur í viku sem er hvíldardagur. Það tekur bara á líkama og sál að gera þetta, í svona langan tíma líka. En þetta er samt enn mjög gaman. Ég hef alltaf sagt mér það og lofaði mér því eiginlega að um leið og mér finnst þetta ekki gaman lengur ætla ég að hætta þessu. Sá dagur er ekki kominn enn þá.“ CrossFit Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Sjá meira
„Hann er tiltölulega nýhættur að keppa á þessu gæðastigi og er búinn að vinna í þessu síðastliðin þrjú ár og er kominn svona langt með þetta dæmi,“ segir Björgvin Karl um hina nýju atvinnumannadeild og stofnanda hennar. „Þetta virkar í rauninni sem mótaröð. Það eru samningar gerðir við topp tuttugu einstaklingana í heiminum og svo geta tíu CrossFit keppendur til viðbótar unnið sér inn keppnisrétt á mótaröðinni. Þetta verða því þrjátíu manns sem þarna keppna. Þeir líta að mig minnir í kringum fjögur ár aftur í tímann. Hvernig ég hef verið að standa mig og með því að skoða það sá hann forsendur fyrir því að bjóða mér í þessa deild. Það sama gildir um alla aðra í þessari deild. Hann velur í rauninni topp tuttugu út frá því hvernig þú hefur verið að standa þig undanfarin ár.“ Hefur ekki bara einn séns eins og á heimsleikunum Íþróttafólkið er skuldbundið til að keppa á þremur mótum yfir árið. „Það er eitt mót í Indiana, svo í Phoenix og lokamótið fer síðan fram í Kaupmannahöfn. Það er farið út um allt og virkar í raun þannig að þú safnar inn stigum á hverju móti fyrir sig. Það er dálítið frábrugðið því hvernig heimsleikarnir virka. Þar þarftu að vera tilbúinn ákveðna helgi, hefur bara einn séns og það getur verið allur gangur á því hvernig gengur á leikunum. Þarna ertu með fleiri en einn séns, safnar stigum og við getum í raun hugsað þetta eins og keppni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í lokin er sá sem er með felst stigin krýndur meistari.“ Jákvæðar fréttir Með deildinni er verið að stíga skref sem hefur ekki þekkst innan Crossfit þar sem íþróttafólkið verður með fastar tekjur yfir tímabilið. „Þetta er ekki life changing peningur en alveg klárlega breytir þetta miklu. Með þessu ertu ekki að taka eins mikla áhættu lengur eins og þetta er fyrir nánast alla. Það eru mjög fáir sem hafa verið að lifa á þessu sem atvinnumenn auðveldlega. Þetta í rauninni gefur okkur meiri fótfestu, það er þægilegra fyrir okkur að vita að þó svo að fyrir einhverja gangi ekki vel þá ertu ekki bara að tapa peningum endalaust allt tímabilið og þarft bara að byrja á núllpunkti á því næsta. Þetta er klárlega þægilegri tilhugsun. Svo náttúrulega geturðu unnið þér inn meiri pening ef þú stendur þig vel, ef þú endar í einu af þessum toppsætum færðu í rauninni meiri pening fyrir vikið. Þetta er í fyrsta skipti sem við erum að ganga svona langt. Það hljóta náttúrulega bara að vera jákvæðar fréttir.“ Tekjur Björgvins undanfarin ár hafa til að mynda komið í gegnum verðlaunafé og samninga við styrktaraðila. „Þetta gerir fólki kleift að þurfa ekki lengur að vera vinna með. Margir hverjir, örugglega langflestir, eru með þetta þannig að þeir eru þjálfarar í Crossfit stöðvum samhliða sínum ferli og fá þannig þessar grunntekjur auk þess að vera með samning við styrktaraðila og annað. Þannig lætur fólk þetta yfirleitt ganga upp. En það eru ekkert rosalega margir sem fá tækifæri til þess að vera atvinnumenn að fullu í þessari íþrótt. Maður hefur alltaf verið að bíða eftir því að þetta skref yrði tekið. Það eru náttúrulega bara frábærar fréttir að það sé að gerast núna.“ Getur ekki verið í klikkuðu formi allt árið um kring Enn fremur útilokar þátttaka í þessari nýju atvinnumannadeild ekki þátttöku á heimsleikunum sjálfum, krúnudjásni CrossFit heimsins. En framu er hins vegar mikið tilrauna ár hjá Björgvini. „Segjum sem svo að ég komist alla leið inn á heimsleikana og keppi á sama tíma í þessari atvinnumannadeild. Þá verður þetta klárlega miklu meira álag heldur en það hefur verið. Ég er í rauninni með þessu að bæta þremur harðkjarna keppnum inn í tímabilið hjá mér. En að geta gert bæði er alveg geggjað. Þetta verður smá tilraunatímabil. Við verðum að fá að klóra okkur í gegnum þetta fyrsta ár, sjá hvort að þetta virkilega henti manni. Hvort það sé raunhæft að geta keppt svona mikið. Maður þarf svolítið að vega og meta hvenær maður vill vera tilbúinn. Viltu vera tilbúinn fyrir öll þrjú mótin á vegum World Fitness Project eða ætlarðu að reyna vera bara góður á heimsleikunum? Þú getur ekki verið í einhverju klikkuðu formi allt árið um kring. Það bara virkar ekki þannig. Maður þarf að vera sniðugur, með gott fólk í kringum sig og klár í að þetta verði frekar strembið ár. En geggjað að geta gert bæði í einu. Klárlega.“ Björgvin Karl Guðmundsson hefur verið lengi að í CrossFit heiminum og er hvergi nærri hættur.Mynd/Instagram/bk_gudmundsson Björgvin er þaulreyndur keppnismaður í CrossFit og á að baki ellefu heimsleika þar sem hann hefur best náð þriðja sæti. En hversu lengi sér hann sig halda áfram? „Þetta er góð spurning. Ég gæti alveg sagt við þig tvö ár. Það sem er að gerast er að það eru rosalega margir orðnir ótrúlega góðir. Þetta tekur gífurlegan tíma frá manni. Við erum að tala um fimm til sex tíma á dag á æfingum, einn dagur í viku sem er hvíldardagur. Það tekur bara á líkama og sál að gera þetta, í svona langan tíma líka. En þetta er samt enn mjög gaman. Ég hef alltaf sagt mér það og lofaði mér því eiginlega að um leið og mér finnst þetta ekki gaman lengur ætla ég að hætta þessu. Sá dagur er ekki kominn enn þá.“
CrossFit Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Sjá meira