Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Árni Sæberg skrifar 15. janúar 2025 14:49 Frá fyrirhuguðu lónstæði Hvammsvirkjunar neðan við bæinn Haga. KMU Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Dómur þess efnis var kveðinn upp síðdegis. Dómurinn hefur nú verið birtur og hann má lesa hér. Dómurinn er mjög ítarlegur og telur einar 107 blaðsíður. Samandregnar niðurstöður dómsins eru þær að hafna kröfu um ógildingu leyfir Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjunar en ógilda heimild Umhverfisstofnunar til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá1, frá 9. apríl 2024, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun og ákvörðun Orkustofnunar 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Þá voru íslenska ríkið og Landsvirkjun dæmd til að greiða stefnendum óskipt alls 3,6 milljónir króna í málskostnað. Landeigendur höfðuðu málið Þann 13. september í fyrra gaf Orkustofnun út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur voru það þau Brynhildur Briem, Hannes Þór Sigurðsson, Jón Benjamín Jónsson, Kristjana Ragnarsdóttir, Örn Ingi Ingvarsson, Ólafur Arnar Jónsson, Renate Hannemann, Sigrún Jakobsdóttir, Úlfhéðinn Sigurmundsson og Þóra Þórarinsdóttir sem stefndu íslenska ríkinu og Landsvirkjun til ógildingar leyfisins, auk félaginu Ölhóli ehf. Leyfi áður fellt úr gildi Leyfið sem Orkustofnun gaf út í fyrra var ekki fyrsta leyfið sem Landsvirkjun fær fyrir Hvammsvirkjun. Orkustofnun gaf út slíkt leyfi árið 2022 en var fellt úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, á þeim grundvelli að það bryti í bága við lög um stjórn vatnamála. Landsvirkjun hlaut síðar undanþágu Umhverfisstofnunar á reglum um breytingar á vatnshlotum og Orkustofnun tók umsókn um virkjunarleyfi til meðferðar á ný. Ellefu landeigendur við Þjórsá höfðuðu þá mál á hendur íslenska ríkinu og Landsvirkjun til þess að koma í veg fyrir leyfisveitingu. Orkustofnun gaf eins og áður segir út virkjanaleyfi í september í fyrra. Þá bættu landeigendur kröfu um ógildingu þess við kröfugerð sína í málinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Tengdar fréttir Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli. 1. nóvember 2024 19:44 Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00 Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. 24. október 2024 13:56 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Dómur þess efnis var kveðinn upp síðdegis. Dómurinn hefur nú verið birtur og hann má lesa hér. Dómurinn er mjög ítarlegur og telur einar 107 blaðsíður. Samandregnar niðurstöður dómsins eru þær að hafna kröfu um ógildingu leyfir Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjunar en ógilda heimild Umhverfisstofnunar til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá1, frá 9. apríl 2024, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun og ákvörðun Orkustofnunar 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Þá voru íslenska ríkið og Landsvirkjun dæmd til að greiða stefnendum óskipt alls 3,6 milljónir króna í málskostnað. Landeigendur höfðuðu málið Þann 13. september í fyrra gaf Orkustofnun út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur voru það þau Brynhildur Briem, Hannes Þór Sigurðsson, Jón Benjamín Jónsson, Kristjana Ragnarsdóttir, Örn Ingi Ingvarsson, Ólafur Arnar Jónsson, Renate Hannemann, Sigrún Jakobsdóttir, Úlfhéðinn Sigurmundsson og Þóra Þórarinsdóttir sem stefndu íslenska ríkinu og Landsvirkjun til ógildingar leyfisins, auk félaginu Ölhóli ehf. Leyfi áður fellt úr gildi Leyfið sem Orkustofnun gaf út í fyrra var ekki fyrsta leyfið sem Landsvirkjun fær fyrir Hvammsvirkjun. Orkustofnun gaf út slíkt leyfi árið 2022 en var fellt úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, á þeim grundvelli að það bryti í bága við lög um stjórn vatnamála. Landsvirkjun hlaut síðar undanþágu Umhverfisstofnunar á reglum um breytingar á vatnshlotum og Orkustofnun tók umsókn um virkjunarleyfi til meðferðar á ný. Ellefu landeigendur við Þjórsá höfðuðu þá mál á hendur íslenska ríkinu og Landsvirkjun til þess að koma í veg fyrir leyfisveitingu. Orkustofnun gaf eins og áður segir út virkjanaleyfi í september í fyrra. Þá bættu landeigendur kröfu um ógildingu þess við kröfugerð sína í málinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Tengdar fréttir Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli. 1. nóvember 2024 19:44 Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00 Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. 24. október 2024 13:56 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli. 1. nóvember 2024 19:44
Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00
Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. 24. október 2024 13:56