Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar 15. janúar 2025 12:00 Það er mikið fagnaðarefni að ný ríkisstjórn hafi kallað eftir liðsinni þjóðarinnar um tillögur að hagræðingu í rekstri ríkisins. Þekkingin á því hvar hægt er að gera betur er oft sértæk, ábatinn getur verið á stöðum sem ekki eru öllum sýnilegir en sömuleiðis er mikilvægt að til staðar sé sérþekking á því hver heildaráhrifin verða. Breyting á einum stað getur nefnilega haft ófyrirséð áhrif á öðrum ef ekki er staðið vandlega að málum. Heilbrigðistækni er einn allra mikilvægasti geirinn sem hið opinbera ætti að horfa til með það að sjónarmiði að spara en bæta um leið skilvirkni og þjónustu í kerfinu. Í heilbrigðistækni liggja nefnilega gríðarleg tækifæri til að spara tíma og fé, bæta vinnslu og skapa svigrúm til að sinna bæði skjólstæðingum kerfisins betur og létta álagi af starfsfólki. Leiðarljósið ætti alltaf að vera að bæta lífsgæði og starfsumhverfi fólks Hagræðing í kerfum á borð við heilbrigðiskerfið, þar sem líf fólks og vellíðan er undir, er auðvitað sérstaklega vandmeðfarin. Þar ætti leiðarljósið alltaf að vera að kerfisbreytingar eða sparnaður verði ekki til þess að skerða lífsgæði eða þjónustu sem fólk þiggur. Á hinn bóginn liggja gríðarleg tækifæri í því ef hægt er að finna nýjar lausnir sem geta losað mannauð og fjármagn til að sinna betur öðrum þáttum sem jafnvel hafa mætt afgangi.Ísland stendur að mörgu leyti vel að vígi þegar kemur að stafrænum lausnum í heilbrigðisgeiranum. Samræming gagna er betri en þekkist víða í nágrannalöndum og smæð kerfisins gerir að verkum að oft er tiltölulega einfalt að innleiða lausnir sem spara bæði tíma og fjármuni. Þessar lausnir eru sumar til nú þegar. Snjallforritið Iðunn, sem skráir umönnunarverk í rauntíma er eitt dæmi. Forritið minnkar verulega tíma sem fer í skráningu gagna, oftast niður í aðeins brot af þeim tíma sem það tekur nú. Forritið er nú þegar í notkun innan heilbrigðiskerfisins og hefur reynst vel. Kostnaðar- og ábatagreining bendir hins vegar til þess að innleiðing forritsins á landsvísu gæti sparað ríkinu um 660 milljónir króna á hverju ári. Þetta er aðeins eitt dæmi. Ávinningurinn af slíkum lausnum er ekki aðeins fjárhagslegur heldur margþættur. Tíminn sem sparast eykur þann tíma sem starfsfólk hefur til að sinna sjúklingum og öðrum störfum og léttir álag. Þar við bætist að tæknin getur auðveldað samskipti milli starfsfólks, minnkað líkur á mistökum og koma í veg fyrir tvíverknað. Fjárfesting í heilbrigðistækni er fjárfesting í framtíðinni Fjárfesting í heilbrigðistækni er því mikilvæg fjárfesting í innviðum en ekki síður framtíðinni sjálfri. Stafrænar lausnir eru eitt allra mikilvægasta tækifærið sem við höfum til að bæta þjónustu og líðan fólks og koma í veg fyrir sóun. Á Íslandi er mikil tækniþekking og hæfileikar og mörg frambærileg heilbrigðistæknifyrirtæki sem vinna að þróun nýrra lausna sem geta bæði unnið á þeim áskorunum sem kerfið glímir við en einnig bætt þjónustuna. Ávinningurinn af góðu samtali og samvinnu getur orðið gríðarlegur. Sérfræðiþekkingin í heilbrigðiskerfinu, tækniþekkingin innan heilsutæknifyrirtækjanna og vilji stjórnvalda geta í sameiningu skapað nýjar lausnir sem fela í sér aukin lífsgæði, sparnað fyrir hið opinbera og í sumum tilvikum mikilvægar útflutningstekjur. Það er til margs að vinna. Með því að stuðla að aukinni nýsköpun getum við sparað fé og nýtt betur dýrmæta starfskrafta fólksins sem starfar innan heilbrigðiskerfisins. Ekki síst má þannig bæta þjónustu, öryggi og upplifun einstaklinga, aðstandenda og allra þeirra sem nýta sér heilbrigðisþjónustu. Við hjá Helix köllum eftir og hlökkum til frekara samtals um það hvernig við getum í sameiningu ekki aðeins sparað fjármuni heldur skilað íslensku heilbrigðiskerfi í fremstu röð. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Það er mikið fagnaðarefni að ný ríkisstjórn hafi kallað eftir liðsinni þjóðarinnar um tillögur að hagræðingu í rekstri ríkisins. Þekkingin á því hvar hægt er að gera betur er oft sértæk, ábatinn getur verið á stöðum sem ekki eru öllum sýnilegir en sömuleiðis er mikilvægt að til staðar sé sérþekking á því hver heildaráhrifin verða. Breyting á einum stað getur nefnilega haft ófyrirséð áhrif á öðrum ef ekki er staðið vandlega að málum. Heilbrigðistækni er einn allra mikilvægasti geirinn sem hið opinbera ætti að horfa til með það að sjónarmiði að spara en bæta um leið skilvirkni og þjónustu í kerfinu. Í heilbrigðistækni liggja nefnilega gríðarleg tækifæri til að spara tíma og fé, bæta vinnslu og skapa svigrúm til að sinna bæði skjólstæðingum kerfisins betur og létta álagi af starfsfólki. Leiðarljósið ætti alltaf að vera að bæta lífsgæði og starfsumhverfi fólks Hagræðing í kerfum á borð við heilbrigðiskerfið, þar sem líf fólks og vellíðan er undir, er auðvitað sérstaklega vandmeðfarin. Þar ætti leiðarljósið alltaf að vera að kerfisbreytingar eða sparnaður verði ekki til þess að skerða lífsgæði eða þjónustu sem fólk þiggur. Á hinn bóginn liggja gríðarleg tækifæri í því ef hægt er að finna nýjar lausnir sem geta losað mannauð og fjármagn til að sinna betur öðrum þáttum sem jafnvel hafa mætt afgangi.Ísland stendur að mörgu leyti vel að vígi þegar kemur að stafrænum lausnum í heilbrigðisgeiranum. Samræming gagna er betri en þekkist víða í nágrannalöndum og smæð kerfisins gerir að verkum að oft er tiltölulega einfalt að innleiða lausnir sem spara bæði tíma og fjármuni. Þessar lausnir eru sumar til nú þegar. Snjallforritið Iðunn, sem skráir umönnunarverk í rauntíma er eitt dæmi. Forritið minnkar verulega tíma sem fer í skráningu gagna, oftast niður í aðeins brot af þeim tíma sem það tekur nú. Forritið er nú þegar í notkun innan heilbrigðiskerfisins og hefur reynst vel. Kostnaðar- og ábatagreining bendir hins vegar til þess að innleiðing forritsins á landsvísu gæti sparað ríkinu um 660 milljónir króna á hverju ári. Þetta er aðeins eitt dæmi. Ávinningurinn af slíkum lausnum er ekki aðeins fjárhagslegur heldur margþættur. Tíminn sem sparast eykur þann tíma sem starfsfólk hefur til að sinna sjúklingum og öðrum störfum og léttir álag. Þar við bætist að tæknin getur auðveldað samskipti milli starfsfólks, minnkað líkur á mistökum og koma í veg fyrir tvíverknað. Fjárfesting í heilbrigðistækni er fjárfesting í framtíðinni Fjárfesting í heilbrigðistækni er því mikilvæg fjárfesting í innviðum en ekki síður framtíðinni sjálfri. Stafrænar lausnir eru eitt allra mikilvægasta tækifærið sem við höfum til að bæta þjónustu og líðan fólks og koma í veg fyrir sóun. Á Íslandi er mikil tækniþekking og hæfileikar og mörg frambærileg heilbrigðistæknifyrirtæki sem vinna að þróun nýrra lausna sem geta bæði unnið á þeim áskorunum sem kerfið glímir við en einnig bætt þjónustuna. Ávinningurinn af góðu samtali og samvinnu getur orðið gríðarlegur. Sérfræðiþekkingin í heilbrigðiskerfinu, tækniþekkingin innan heilsutæknifyrirtækjanna og vilji stjórnvalda geta í sameiningu skapað nýjar lausnir sem fela í sér aukin lífsgæði, sparnað fyrir hið opinbera og í sumum tilvikum mikilvægar útflutningstekjur. Það er til margs að vinna. Með því að stuðla að aukinni nýsköpun getum við sparað fé og nýtt betur dýrmæta starfskrafta fólksins sem starfar innan heilbrigðiskerfisins. Ekki síst má þannig bæta þjónustu, öryggi og upplifun einstaklinga, aðstandenda og allra þeirra sem nýta sér heilbrigðisþjónustu. Við hjá Helix köllum eftir og hlökkum til frekara samtals um það hvernig við getum í sameiningu ekki aðeins sparað fjármuni heldur skilað íslensku heilbrigðiskerfi í fremstu röð. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun