Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 15. janúar 2025 07:33 Ný ríkisstjórn hefur sett sér markmið um hagkvæmari ríkisrekstur, leitað samráðs við þjóðina og hafa þúsundir tillagna borist frá almenningi. En merkilegt nokk hefur ekki enn verið leitað álits hjá þeim sem þekkja best til ríkisrekstrar – starfsfólki ríkisins. Við hjá Visku stéttarfélagi ákváðum því að spyrja sérfræðinga ríkisins beint um hvað mætti betur fara. Könnunin var send á um annað þúsund félaga okkar hjá ríkinu og um 400 tóku þátt. Niðurstöðurnar eru um margt sláandi og stjórnvöldum ber að leggja við hlustir. Flatur niðurskurður kemur niður á okkur öllum 85% sérfræðinga hjá ríkinu telja mögulegt að hagræða á sínum vinnustað að einhverju leyti, en telja samráði við starfsfólk hafa verið verulega ábótavant síðustu ár. Einn sem sendi inn álit til Visku orðar það vel: „Stjórnvöld virðast ekki alltaf vita hvaða starfsemi á sér stað á stofnunum…raunverulegt samtal og samráð sparar mikla fjármuni“. Svörin benda flest til hins sama – kunnátta ríkisstarfsfólks er vannýttur auður og hagræðing hefur ekki verið samstarfsverkefni. Fólk hefur áhyggjur af forgangsröðun verkefna og flötum, ómarkvissum niðurskurði sem í mörgum tilfellum hefur komið niður á þjónustu, valdið auknu álagi á starfsfólk og töluverðri undirmönnun á stofnunum. Þessu þarf að breyta. Tækifærin liggja í að fjárfesta í starfsfólki Þegar rætt er um hagræðingu í ríkisrekstri er oft horft til starfsmannahalds, þrátt fyrir að samkvæmt tölum Hagstofunnar fari aðeins um 20-25% af rekstrarútgjöldum ríkisins í laun. Þessi nálgun, sem virðist þráhyggjukennt áhugamál atvinnulífsins, litast oft af fordómum fyrir þeim mikilvægu störfum sem unnin eru af opinberu starfsfólki. Eins og einn bendir á: „Mér þykir miður að fylgjast með umræðu um fólk í stjórnsýslu. Við höfum litla rödd sem mótvægi við þær háværu raddir sem tala okkur niður.“ Staðreyndin er sú að opinbert starfsfólk sinnir ómetanlegri þjónustu við fólkið í landinu og er burðarás velferðarsamfélagsins. Með þessu er gert lítið úr stærri hagræðingartækifærum. Samkvæmt könnun Visku er 56% aðspurðra frekar eða mjög sammála því að bæta megi ríkisrekstur með aukinni stafrænni væðingu og bættum ferlum, og um þriðjungur bendir á hagræðingartækifæri í innkaupum. Það kostar að reka samfélag Undanfarið hafa ýmsir á hægri væng stjórnmála reynt að telja þjóðinni trú um að hagvöxtur einn og sér geti fjármagnað opinber kerfi til framtíðar. Hægt sé jafnvel að lækka skatta verulega en á sama tíma varðveita velferðina á Íslandi. Þessi heimssýn gengur ekki upp. Norræn velferðarsamfélög hafa sögulega séð veitt um 40% af landsframleiðslunni í opinber kerfi og þörfin mun síst minnka í framtíðinni. Það kostar nefnilega að reka samfélag. Þar með er ekki sagt að við eigum ekki að leita allra leiða til að forgangsraða og fara betur með fé. Við þurfum að forgangsraða fjármunum okkar í rétta hluti – t.d. löngu tímabæra launaleiðréttingu hjá kvennastéttum á opinbera markaðnum, stéttum sem eru í framlínu velferðarsamfélagsins. Starfsfólk ríkisins vinnur ómetanlegt starf á hverjum degi í þágu samfélags og þjóðar. Nýrri ríkisstjórn ber að hlusta á starfsfólkið sitt, fjárfesta í störfum þeirra og bæta kjör og vinnuaðstæður, okkur öllum til heilla. Höfundur er formaður Visku – stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur sett sér markmið um hagkvæmari ríkisrekstur, leitað samráðs við þjóðina og hafa þúsundir tillagna borist frá almenningi. En merkilegt nokk hefur ekki enn verið leitað álits hjá þeim sem þekkja best til ríkisrekstrar – starfsfólki ríkisins. Við hjá Visku stéttarfélagi ákváðum því að spyrja sérfræðinga ríkisins beint um hvað mætti betur fara. Könnunin var send á um annað þúsund félaga okkar hjá ríkinu og um 400 tóku þátt. Niðurstöðurnar eru um margt sláandi og stjórnvöldum ber að leggja við hlustir. Flatur niðurskurður kemur niður á okkur öllum 85% sérfræðinga hjá ríkinu telja mögulegt að hagræða á sínum vinnustað að einhverju leyti, en telja samráði við starfsfólk hafa verið verulega ábótavant síðustu ár. Einn sem sendi inn álit til Visku orðar það vel: „Stjórnvöld virðast ekki alltaf vita hvaða starfsemi á sér stað á stofnunum…raunverulegt samtal og samráð sparar mikla fjármuni“. Svörin benda flest til hins sama – kunnátta ríkisstarfsfólks er vannýttur auður og hagræðing hefur ekki verið samstarfsverkefni. Fólk hefur áhyggjur af forgangsröðun verkefna og flötum, ómarkvissum niðurskurði sem í mörgum tilfellum hefur komið niður á þjónustu, valdið auknu álagi á starfsfólk og töluverðri undirmönnun á stofnunum. Þessu þarf að breyta. Tækifærin liggja í að fjárfesta í starfsfólki Þegar rætt er um hagræðingu í ríkisrekstri er oft horft til starfsmannahalds, þrátt fyrir að samkvæmt tölum Hagstofunnar fari aðeins um 20-25% af rekstrarútgjöldum ríkisins í laun. Þessi nálgun, sem virðist þráhyggjukennt áhugamál atvinnulífsins, litast oft af fordómum fyrir þeim mikilvægu störfum sem unnin eru af opinberu starfsfólki. Eins og einn bendir á: „Mér þykir miður að fylgjast með umræðu um fólk í stjórnsýslu. Við höfum litla rödd sem mótvægi við þær háværu raddir sem tala okkur niður.“ Staðreyndin er sú að opinbert starfsfólk sinnir ómetanlegri þjónustu við fólkið í landinu og er burðarás velferðarsamfélagsins. Með þessu er gert lítið úr stærri hagræðingartækifærum. Samkvæmt könnun Visku er 56% aðspurðra frekar eða mjög sammála því að bæta megi ríkisrekstur með aukinni stafrænni væðingu og bættum ferlum, og um þriðjungur bendir á hagræðingartækifæri í innkaupum. Það kostar að reka samfélag Undanfarið hafa ýmsir á hægri væng stjórnmála reynt að telja þjóðinni trú um að hagvöxtur einn og sér geti fjármagnað opinber kerfi til framtíðar. Hægt sé jafnvel að lækka skatta verulega en á sama tíma varðveita velferðina á Íslandi. Þessi heimssýn gengur ekki upp. Norræn velferðarsamfélög hafa sögulega séð veitt um 40% af landsframleiðslunni í opinber kerfi og þörfin mun síst minnka í framtíðinni. Það kostar nefnilega að reka samfélag. Þar með er ekki sagt að við eigum ekki að leita allra leiða til að forgangsraða og fara betur með fé. Við þurfum að forgangsraða fjármunum okkar í rétta hluti – t.d. löngu tímabæra launaleiðréttingu hjá kvennastéttum á opinbera markaðnum, stéttum sem eru í framlínu velferðarsamfélagsins. Starfsfólk ríkisins vinnur ómetanlegt starf á hverjum degi í þágu samfélags og þjóðar. Nýrri ríkisstjórn ber að hlusta á starfsfólkið sitt, fjárfesta í störfum þeirra og bæta kjör og vinnuaðstæður, okkur öllum til heilla. Höfundur er formaður Visku – stéttarfélags.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun