Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2025 08:33 Nökkvi Þeyr Þórisson er orðinn leikmaður Sparta Rotterdam. Sparta Rotterdam Framherjinn Nökkvi Þeyr Þórisson, markakóngur á Íslandi 2022, segist hafa þroskast mikið á síðustu tveimur árum í Bandaríkjunum. Hann er spenntur fyrir því að skora mörk fyrir sitt nýja félag Sparta Rotterdam, elsta knattspyrnufélag Hollands, og fyrir að snúa aftur í evrópska menningu. Nökkvi, sem er 25 ára gamall, snýr nú aftur á svipaðar slóðir og þegar hann hóf atvinnumannsferilinn árið 2022, eftir að hafa skorað 17 mörk í aðeins 20 leikjum fyrir KA í Bestu deildinni. Hann lék þá eina leiktíð í Belgíu, með Beerschot, en fór svo til St. Louis City í Bandaríkjunum og hefur spilað í MLS-deildinni síðan. Núna er hann mættur til Sparta Rotterdam, að láni til að byrja með, og ætlar sér að skora mörk fyrir liðið sem hefur verið í mun verri málum en síðustu ár og situr í þriðja neðsta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar. „Eftir að hafa rætt við stjórann og yfirmann knattspyrnumála þá var þetta auðveld ákvörðun. Miðað við það sem þeir sögðu mér er þetta fjölskylduklúbbur, vinalegur klúbbur, með mikinn metnað líkt og ég. Það gekk allt upp,“ segir Nökkvi í viðtali á heimasíðu Sparta Rotterdam. Hann kveðst hafa þroskast mikið í Bandaríkjunum, í sterkri deild: „Þetta hefur verið mjög gaman en áskorun um leið. Lífstíllinn er mjög ólíkur lífstílnum í Evrópu, svo þetta hefur þroskað mig á mínum ferli. Deildin er mjög góð og leikmenn þarna í háum gæðaflokki. Ég þroskaðist því mikið sem leikmaður og átti góðan tíma,“ segir Nökkvi og er spurður um muninn á því að vera í Bandaríkjunum eða Hollandi: „Það er til dæmis ekki auðvelt að fara eitthvert og fá sér kaffisopa. Maður þarf að keyra allt. Líka ef maður vill fara að skokka, þá þarf maður að keyra fyrst. Allt er mikið stærra. Ferðalögin eru líka erfiðari út af miklum tímamun.“ View this post on Instagram A post shared by Sparta Rotterdam (@spartarotterdam) Ef öll pappírsvinna gengur upp vonast Nökkvi til þess að spila sinn fyrsta leik Fyrir Sparta Rotterdam á sunnudaginn, þegar liðið tekur á móti botnliði RKC Waalwijk. Hollenski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Nökkvi, sem er 25 ára gamall, snýr nú aftur á svipaðar slóðir og þegar hann hóf atvinnumannsferilinn árið 2022, eftir að hafa skorað 17 mörk í aðeins 20 leikjum fyrir KA í Bestu deildinni. Hann lék þá eina leiktíð í Belgíu, með Beerschot, en fór svo til St. Louis City í Bandaríkjunum og hefur spilað í MLS-deildinni síðan. Núna er hann mættur til Sparta Rotterdam, að láni til að byrja með, og ætlar sér að skora mörk fyrir liðið sem hefur verið í mun verri málum en síðustu ár og situr í þriðja neðsta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar. „Eftir að hafa rætt við stjórann og yfirmann knattspyrnumála þá var þetta auðveld ákvörðun. Miðað við það sem þeir sögðu mér er þetta fjölskylduklúbbur, vinalegur klúbbur, með mikinn metnað líkt og ég. Það gekk allt upp,“ segir Nökkvi í viðtali á heimasíðu Sparta Rotterdam. Hann kveðst hafa þroskast mikið í Bandaríkjunum, í sterkri deild: „Þetta hefur verið mjög gaman en áskorun um leið. Lífstíllinn er mjög ólíkur lífstílnum í Evrópu, svo þetta hefur þroskað mig á mínum ferli. Deildin er mjög góð og leikmenn þarna í háum gæðaflokki. Ég þroskaðist því mikið sem leikmaður og átti góðan tíma,“ segir Nökkvi og er spurður um muninn á því að vera í Bandaríkjunum eða Hollandi: „Það er til dæmis ekki auðvelt að fara eitthvert og fá sér kaffisopa. Maður þarf að keyra allt. Líka ef maður vill fara að skokka, þá þarf maður að keyra fyrst. Allt er mikið stærra. Ferðalögin eru líka erfiðari út af miklum tímamun.“ View this post on Instagram A post shared by Sparta Rotterdam (@spartarotterdam) Ef öll pappírsvinna gengur upp vonast Nökkvi til þess að spila sinn fyrsta leik Fyrir Sparta Rotterdam á sunnudaginn, þegar liðið tekur á móti botnliði RKC Waalwijk.
Hollenski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira