„Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. janúar 2025 21:44 Eldur Ólafsson forstjóri og stofnandi Amaroq. Vísir Forstjóri Amaroq segir viðskiptatengsl Íslands og Grænlands sífellt mikilvægari Ísland sé í dauðafæri til að koma sér upp góðum tengslum við staðinn. Væri hann utanríkisráðherra myndi hann einblína á tengsl Íslands við eyjuna. Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq, var til tals í Reykjavík Síðdegis í dag. Nýlega hófst framleiðsla á gulli úr gullnámu Amaroq, Nalunaq, á Suður-Grænlandi eftir tíu ára undirbúningsstarf. „Við erum með sjö ára vinnslutíma fyrir námuna okkar til þess að vinna næstu sjö árin. Svo reynum við að stækka það, vonandi í tíu ár, tólf ár og svo framvegis,“ segir Eldur. Eldur segir nýlegan áhuga Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland hafa „gígantísk“ áhrif á stöðu Amaroq. „Það er erfitt að fjármagna námur. Það vilja flestir kaupa í tæknifyrirtækjum. Það hefur lítil fjárfesting verið í orku á Íslandi og málmum. Þetta er eitthvað sem þykir ekki eins spennandi og að eiga til dæmis í einhverju app-fyrirtæki. Það er að breytast,“ segir Eldur. Áhugi Bandaríkjamanna á fjárfestingum í málmi skipti verulegu máli fyrir Íslendinga. „Því að hliðið inn í Grænland teljum við, og ástæðan fyrir að Amaroq er með skrifstofur hér á Íslandi og við erum búsett hérna, vera inn frá Íslandi. Og það telja, held ég, Kínverjar líka. Við erum með Icelandair sem flýgur fyrir okkur, við erum með Verkís sem vinnur alla verkfræðivinnu. Það eru alls konar tengingar þarna sem skipta máli.“ Þegar Amaroq standi í fjárfestingu á á námum sé allt að sextíu prósent kostnaðarins fólk, það er launakostnaður og fólksflutningar. Eldur segir að ef Íslendingar kæmu sér upp góðum viðskiptatengslum við Grænland yrði það á pari við undirritun EES-samningsins 1994. Hann nefnir túrisma, sjávarútveg, málmvinnslu- og bræðslu sem dæmi. „Þetta er allt það sama og við Íslendingar erum að gera,“ segir Eldur. „Þannig að ef ég væri utanríkisráðherra myndi ég ekki gera neitt annað en þetta.“ Að einblína á Grænland? „Já.“ Eldur segir Íslendinga í frábærri stöðu til að mynda tengsl við Grænland. „Alls konar þjónustufyrirtæki, bankar, fjárfestar, tryggingafélög. Þarna getum við nýtt okkar reynslu hérna og staðsetningu. Það er hægt að gera skattasamninga, alls konar hluti fyrir Grænlendinga, boðið þeim að koma hingað og nýta sér þjónustu hér. Þetta eru ekki nema fimmtíu þúsund manns. Og það er algjört dauðafæri fyrir Íslendinga að horfa til þessa staðar.“ Hér er einungis stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Amaroq Minerals Grænland Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq, var til tals í Reykjavík Síðdegis í dag. Nýlega hófst framleiðsla á gulli úr gullnámu Amaroq, Nalunaq, á Suður-Grænlandi eftir tíu ára undirbúningsstarf. „Við erum með sjö ára vinnslutíma fyrir námuna okkar til þess að vinna næstu sjö árin. Svo reynum við að stækka það, vonandi í tíu ár, tólf ár og svo framvegis,“ segir Eldur. Eldur segir nýlegan áhuga Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland hafa „gígantísk“ áhrif á stöðu Amaroq. „Það er erfitt að fjármagna námur. Það vilja flestir kaupa í tæknifyrirtækjum. Það hefur lítil fjárfesting verið í orku á Íslandi og málmum. Þetta er eitthvað sem þykir ekki eins spennandi og að eiga til dæmis í einhverju app-fyrirtæki. Það er að breytast,“ segir Eldur. Áhugi Bandaríkjamanna á fjárfestingum í málmi skipti verulegu máli fyrir Íslendinga. „Því að hliðið inn í Grænland teljum við, og ástæðan fyrir að Amaroq er með skrifstofur hér á Íslandi og við erum búsett hérna, vera inn frá Íslandi. Og það telja, held ég, Kínverjar líka. Við erum með Icelandair sem flýgur fyrir okkur, við erum með Verkís sem vinnur alla verkfræðivinnu. Það eru alls konar tengingar þarna sem skipta máli.“ Þegar Amaroq standi í fjárfestingu á á námum sé allt að sextíu prósent kostnaðarins fólk, það er launakostnaður og fólksflutningar. Eldur segir að ef Íslendingar kæmu sér upp góðum viðskiptatengslum við Grænland yrði það á pari við undirritun EES-samningsins 1994. Hann nefnir túrisma, sjávarútveg, málmvinnslu- og bræðslu sem dæmi. „Þetta er allt það sama og við Íslendingar erum að gera,“ segir Eldur. „Þannig að ef ég væri utanríkisráðherra myndi ég ekki gera neitt annað en þetta.“ Að einblína á Grænland? „Já.“ Eldur segir Íslendinga í frábærri stöðu til að mynda tengsl við Grænland. „Alls konar þjónustufyrirtæki, bankar, fjárfestar, tryggingafélög. Þarna getum við nýtt okkar reynslu hérna og staðsetningu. Það er hægt að gera skattasamninga, alls konar hluti fyrir Grænlendinga, boðið þeim að koma hingað og nýta sér þjónustu hér. Þetta eru ekki nema fimmtíu þúsund manns. Og það er algjört dauðafæri fyrir Íslendinga að horfa til þessa staðar.“ Hér er einungis stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Amaroq Minerals Grænland Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira