„Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. janúar 2025 11:59 Af þeim fuglum sem hafa greinst með fuglainflúensuna H5N5 á höfuðborgarsvæðinu er í flestum tilfellum um að ræða gæsir. Þessa mynd tók Gunnar Þór Hallgrímsson prófessor í Vatnsmýrinni um helgina. Gunnar Þór Hallgrímsson Fjöldi tilkynninga hefur borist vegna veikra og dauðra fugla sökum fuglaflensu um helgina. Um skæðan faraldur virðist vera að ræða að mati deildarstjóra hjá dýraþjónustu Reykjavíkur sem sinnir veikum dýrum, tekur sýni og hirðir hræ sem fundist hafa á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun barst nokkur fjöldi tilkynninga um dauða og veika fugla um helgina, sem hugsanlega má rekja til fuglainflúensu, H5N5, sem geisað hefur að undanförnu. Verið er að vinna úr tilkynningunum en flensan hefur greinst í fugli á nokkrum stöðum um landið, auk þess sem minnst tveir heimiliskettir drepist úr flensunni. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustu Reykjavíkur, segir ljóst að um skæðan faraldur sé að ræða. „Ég man ekki eftir álíka faraldri og við erum að sjá þetta mjög víða. Þetta er mikill fjöldi, það kom nú fram í fjölmiðlum í gær að það hafi fundist 19 fuglar inn í Vatnsmýri og okkar fólk náði í alla veganna tíu fugla í gær, þeir sem voru á vakt í gær,“ segir Þorkell. Dýraþjónustan hefur síðan í október verið í samstarfi við MAST og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og vinnur að því að sækja hræ og veika fugla víða um borgina og taka sýni sem send eru til greiningar að Keldum. Veðurfar kunni að spila inn í „Við höfum tekið úr tugum fugla hérna á höfuðborgarsvæðinu og það var lítið að greinast fyrr en núna, sérstaklega milli jóla og nýárs, hefur þetta alveg sprungið út og það er greinilega mikil flensa í gangi og mikið af jákvæðum sýnum,“ segir Þorkell en bendir þó á að veðurfar undanfarinna daga kunni að einhverju leyti að skýra fjölgun hræja sem fundist hafa. „Það ber að hafa það í huga að það eru miklar leysingar núna, þannig það getur verið að eitthvað af þessum fuglum hafi hreinlega verið grafnir undir fönn og hafi komið í ljós í leysingunum síðustu daga og núna um helgina og það sé hluti af skýringunni, þannig ég ætla ekki að útiloka það,“ segir Þorkell. Þorkell Heiðarsson er deildarstjóri dýraþjónustu Reykjavíkur.Vísir/Arnar Grágæsin drepst í hrönnum Af þeim fuglum sem hafa greinst með H5N5 er í flestum tilfellum um að ræða gæsir. „Það virðist vera að grágæsir og álftir séu sérstaklega mikið að fara illa út úr þessu og eru að drepast í hrönnum,“ segir Þorkell. „Þær sýna einkenni, oft fara að slaga út við göngu og eru slappar og leggjast svo bara niður. Ofan á þetta hefur bæst svo mikil kuldatíð sem hefur verið að undanförnu.“ Fuglar sem á annað borð hafi veikst eigi litla von um bata. „Þeir fuglar sem hafa verið veikir yfirleitt drepast mjög hratt og fljótt,“ segir Þorkell sem minnir á að alls ekki sé ráðlagt að snerta eða handfjatla dauða eða veika fugla, heldur skuli tilkynna um slíkt til MAST eða dýraþjónustu. „Það sem að við kannski leggjum áhersu á er að fólk hérna í höfuðborginni að minnsta kosti, og almennt, að fólk sé ekki að handfjatla fugla mikið og bara alls ekki helst og ekki heldur veika fugla og hafa bara samband við dýraþjónustuna. Við erum á vaktinni og erum að sækja bæði hræ og veika fugla og þar erum við að huga að sóttvörnum mikið.“ Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Reykjavík Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun barst nokkur fjöldi tilkynninga um dauða og veika fugla um helgina, sem hugsanlega má rekja til fuglainflúensu, H5N5, sem geisað hefur að undanförnu. Verið er að vinna úr tilkynningunum en flensan hefur greinst í fugli á nokkrum stöðum um landið, auk þess sem minnst tveir heimiliskettir drepist úr flensunni. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustu Reykjavíkur, segir ljóst að um skæðan faraldur sé að ræða. „Ég man ekki eftir álíka faraldri og við erum að sjá þetta mjög víða. Þetta er mikill fjöldi, það kom nú fram í fjölmiðlum í gær að það hafi fundist 19 fuglar inn í Vatnsmýri og okkar fólk náði í alla veganna tíu fugla í gær, þeir sem voru á vakt í gær,“ segir Þorkell. Dýraþjónustan hefur síðan í október verið í samstarfi við MAST og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og vinnur að því að sækja hræ og veika fugla víða um borgina og taka sýni sem send eru til greiningar að Keldum. Veðurfar kunni að spila inn í „Við höfum tekið úr tugum fugla hérna á höfuðborgarsvæðinu og það var lítið að greinast fyrr en núna, sérstaklega milli jóla og nýárs, hefur þetta alveg sprungið út og það er greinilega mikil flensa í gangi og mikið af jákvæðum sýnum,“ segir Þorkell en bendir þó á að veðurfar undanfarinna daga kunni að einhverju leyti að skýra fjölgun hræja sem fundist hafa. „Það ber að hafa það í huga að það eru miklar leysingar núna, þannig það getur verið að eitthvað af þessum fuglum hafi hreinlega verið grafnir undir fönn og hafi komið í ljós í leysingunum síðustu daga og núna um helgina og það sé hluti af skýringunni, þannig ég ætla ekki að útiloka það,“ segir Þorkell. Þorkell Heiðarsson er deildarstjóri dýraþjónustu Reykjavíkur.Vísir/Arnar Grágæsin drepst í hrönnum Af þeim fuglum sem hafa greinst með H5N5 er í flestum tilfellum um að ræða gæsir. „Það virðist vera að grágæsir og álftir séu sérstaklega mikið að fara illa út úr þessu og eru að drepast í hrönnum,“ segir Þorkell. „Þær sýna einkenni, oft fara að slaga út við göngu og eru slappar og leggjast svo bara niður. Ofan á þetta hefur bæst svo mikil kuldatíð sem hefur verið að undanförnu.“ Fuglar sem á annað borð hafi veikst eigi litla von um bata. „Þeir fuglar sem hafa verið veikir yfirleitt drepast mjög hratt og fljótt,“ segir Þorkell sem minnir á að alls ekki sé ráðlagt að snerta eða handfjatla dauða eða veika fugla, heldur skuli tilkynna um slíkt til MAST eða dýraþjónustu. „Það sem að við kannski leggjum áhersu á er að fólk hérna í höfuðborginni að minnsta kosti, og almennt, að fólk sé ekki að handfjatla fugla mikið og bara alls ekki helst og ekki heldur veika fugla og hafa bara samband við dýraþjónustuna. Við erum á vaktinni og erum að sækja bæði hræ og veika fugla og þar erum við að huga að sóttvörnum mikið.“
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Reykjavík Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira