Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar 12. janúar 2025 13:02 Fyrstu viðbrögð barna þegar þau fá fréttir af missi eða eru viðstödd andlát geta verið margskonar og fara að miklu leyti eftir aðdraganda dauðsfallsins. Ef aðdragandinn er langur og barnið fær að vita tímanlega að líklega muni ástvinur þess deyja á næstunni og hefur tækifæri til þess að kveðja og ræða það sem er að fara að gerast minnkar það áfallið þegar dauðinn knýr svo dyra. Hins vegar getur enginn andlegur undirbúningur komið í veg fyrir áfallið og sorgina sem fylgir því að missa ástvin. Algengustu fyrstu viðbrögðin geta verið áfall og afneitun, skelfing og mótmæli eða tómlæti og lítil tjáning auk þess að stundum er eins og börn fresti viðbrögðum sínum og haldi áfram að gera það sem þau voru vön að gera og t.d. biðja um að fá að fara út að leika. Stundum verða hinir fullorðnu hissa á viðbrögðum barna þegar þau sýna viðbrögð á borð við tómlæti og vilja til að halda lífinu áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þau viðbrögð geta einfaldlega verið afneitun á því sem hefur gerst eða stafað af því að áfallið er svo mikið að sálarlíf barnsins höndlar ekki að bregðast við öllu í einu. Önnur börn bregðast strax við fréttunum á sterkan hátt, taka grátköst og mótmæla hástöfum. Slík grátköst geta komið fram hjá flestum börnum á einhverjum tímapunkti. Það skiptir mjög miklu máli að börn upplifi ekki að fullorðna fólkið sé hissa á viðbrögðum þeirra eða finnist þau óeðlileg. Við stjórnum því ekki hvernig við bregðumst við áfalli, viðbrögð okkar eru að lang mestu leyti mjög ósjálfráð og ungir syrgjendur þurfa fyrst og fremst á skilningi og umhyggju að halda. Þau þurfa að finna að þau eru örugg eins og þau eru og eins og þeim líður hjá fullorðna fólkinu sínu. Börn hafa mikinn hæfileika til þess að hólfa af tilfinningar og það er næstum eins og þeim takist stundum að hleypa bara því magni af tilfinningum að á hverri stundu sem þau ráða við. Við köllum þetta stundum að hoppa í polla, hoppa í og upp úr sorginni. Svo verða þau að stíga á ,,bremsuna”, fara út úr þeim tilfinningum sem reynast þeim erfiðar og gera það sem þeim er eðlilegt að gera hvort sem það er að leika í tölvunni, hitta vini sína eða segja brandara. Þegar barn missir náinn ástvin, sérstaklega foreldri sitt, verður veröldin allt í einu óöruggari svo það getur verið haldreipi að halda áfram að hafa lífið eins svipað og það var fyrir missinn. Þar af leiðandi getur það t.d. hentað sumum börnum að fara sem fyrst aftur í skólann og í sína daglegu rútínu. Þetta óöryggi sem fylgir missi getur orsakað að barn bregðist við álaginu með því að hverfa aftur tímabundið til fyrra þroskastigs eða taka mjög hröðum framförum í andlegum þroska. Verði annað hvort barnalegra eða of þroskað miðað við aldur. Það sem maður vill sjá í öllu þessu álagi er að barnið fái áfram að vera barn eins og mögulegt er, megi fljóta náttúrulega úr einum viðbrögðum í önnur og þurfi ekki að reyna að vera á einhvern hátt viðeigandi eða leika eitthvað hlutverk fyrir fullorðna fólkið. Börn tjá sorg mikið í gegnum hegðun svo þau sem bera ábyrgð á börnum þurfa að vera næm á það. Þau sem eru fullorðin verða að vera ábyrgð á börnunum svo að þau þurfi ekki að vera dugleg eða sterk, þau eiga að fá að vera barnaleg áfram og finna að uppeldisaðilarnir eru ekki hræddir við viðbrögðin þeirra heldur höndla barnið eins og það er. Stundum þegar foreldrar kvarta undan því hvað barnið þeirra getur verið erfitt, jafnvel óþekkt og dembir bara öllum sínu stóru tilfinningum filterslaust á foreldri sitt – sem er mjög erfitt þegar foreldri er sjálft undir gríðarlegu álagi – þá óska ég foreldrinu til hamingju, þá er augljóst að barnið hefur fullt traust á foreldri sínu og er ekki að tipla á tánum í kringum það. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Garðabær Þjóðkirkjan Matthildur Bjarnadóttir Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Fyrstu viðbrögð barna þegar þau fá fréttir af missi eða eru viðstödd andlát geta verið margskonar og fara að miklu leyti eftir aðdraganda dauðsfallsins. Ef aðdragandinn er langur og barnið fær að vita tímanlega að líklega muni ástvinur þess deyja á næstunni og hefur tækifæri til þess að kveðja og ræða það sem er að fara að gerast minnkar það áfallið þegar dauðinn knýr svo dyra. Hins vegar getur enginn andlegur undirbúningur komið í veg fyrir áfallið og sorgina sem fylgir því að missa ástvin. Algengustu fyrstu viðbrögðin geta verið áfall og afneitun, skelfing og mótmæli eða tómlæti og lítil tjáning auk þess að stundum er eins og börn fresti viðbrögðum sínum og haldi áfram að gera það sem þau voru vön að gera og t.d. biðja um að fá að fara út að leika. Stundum verða hinir fullorðnu hissa á viðbrögðum barna þegar þau sýna viðbrögð á borð við tómlæti og vilja til að halda lífinu áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þau viðbrögð geta einfaldlega verið afneitun á því sem hefur gerst eða stafað af því að áfallið er svo mikið að sálarlíf barnsins höndlar ekki að bregðast við öllu í einu. Önnur börn bregðast strax við fréttunum á sterkan hátt, taka grátköst og mótmæla hástöfum. Slík grátköst geta komið fram hjá flestum börnum á einhverjum tímapunkti. Það skiptir mjög miklu máli að börn upplifi ekki að fullorðna fólkið sé hissa á viðbrögðum þeirra eða finnist þau óeðlileg. Við stjórnum því ekki hvernig við bregðumst við áfalli, viðbrögð okkar eru að lang mestu leyti mjög ósjálfráð og ungir syrgjendur þurfa fyrst og fremst á skilningi og umhyggju að halda. Þau þurfa að finna að þau eru örugg eins og þau eru og eins og þeim líður hjá fullorðna fólkinu sínu. Börn hafa mikinn hæfileika til þess að hólfa af tilfinningar og það er næstum eins og þeim takist stundum að hleypa bara því magni af tilfinningum að á hverri stundu sem þau ráða við. Við köllum þetta stundum að hoppa í polla, hoppa í og upp úr sorginni. Svo verða þau að stíga á ,,bremsuna”, fara út úr þeim tilfinningum sem reynast þeim erfiðar og gera það sem þeim er eðlilegt að gera hvort sem það er að leika í tölvunni, hitta vini sína eða segja brandara. Þegar barn missir náinn ástvin, sérstaklega foreldri sitt, verður veröldin allt í einu óöruggari svo það getur verið haldreipi að halda áfram að hafa lífið eins svipað og það var fyrir missinn. Þar af leiðandi getur það t.d. hentað sumum börnum að fara sem fyrst aftur í skólann og í sína daglegu rútínu. Þetta óöryggi sem fylgir missi getur orsakað að barn bregðist við álaginu með því að hverfa aftur tímabundið til fyrra þroskastigs eða taka mjög hröðum framförum í andlegum þroska. Verði annað hvort barnalegra eða of þroskað miðað við aldur. Það sem maður vill sjá í öllu þessu álagi er að barnið fái áfram að vera barn eins og mögulegt er, megi fljóta náttúrulega úr einum viðbrögðum í önnur og þurfi ekki að reyna að vera á einhvern hátt viðeigandi eða leika eitthvað hlutverk fyrir fullorðna fólkið. Börn tjá sorg mikið í gegnum hegðun svo þau sem bera ábyrgð á börnum þurfa að vera næm á það. Þau sem eru fullorðin verða að vera ábyrgð á börnunum svo að þau þurfi ekki að vera dugleg eða sterk, þau eiga að fá að vera barnaleg áfram og finna að uppeldisaðilarnir eru ekki hræddir við viðbrögðin þeirra heldur höndla barnið eins og það er. Stundum þegar foreldrar kvarta undan því hvað barnið þeirra getur verið erfitt, jafnvel óþekkt og dembir bara öllum sínu stóru tilfinningum filterslaust á foreldri sitt – sem er mjög erfitt þegar foreldri er sjálft undir gríðarlegu álagi – þá óska ég foreldrinu til hamingju, þá er augljóst að barnið hefur fullt traust á foreldri sínu og er ekki að tipla á tánum í kringum það. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun