85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. janúar 2025 20:04 Úlfar Sveinbjörnsson, 85 ára útskurðarmeistari á Selfossi með fugla, sem hann hefur tálgað og málað. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskt birki breytist í fallega fugla í höndum 85 ára útskurðarmeistara á Selfossi, sem veit ekkert skemmtilegra en að tálga fugla og mála þá. Lóa, spói, jaðrakan, hrossagaukur og þúfutittlingur eru í mestu uppáhaldi hjá honum. Hér erum við að tala um Úlfar Sveinbjörnsson, eða Úlla eins og hann er alltaf kallaður en hann er með fína aðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér í Baugstjörninni á Selfossi þar sem hann er meira og minna alla daga að tálga fugla, sem eru ótrúlega fallegir hjá honum. En hvaða við notar hann í fuglana? „Birki, nýfellt birki, blautt birki. Það er mjög gott að vinna úr því þegar það er blautt, þá tálgast það vel,” segir Úlli. Eftir að Úlli hefur tálgað fuglana þá er þeim skellt í örbylgjuofn í smá tíma til að þurrka viðinn og svo málar hann fuglabaog setur fæturna á þá,auk þess að bora fyrir augunum. Situr við þú við alla daga? „Já meira og minna flesta daga.” Og hvað ertu að hugsa þegar þú ert að vinna við þetta? „Hvað lífið er dásamlegt og að getað dundað við þetta í rólegheitum. Þetta gefur mér allt,” segir Úlli. Þrátt fyrir að Úlli sé orðin 85 ára þá segist hann ekkert vera skjálfhentur og hann hefur aldrei notað gleraugu. Hann segist hafa byrjað að tálga karlaeftir að hafa farið á sérstakt tálgunámskeið en svo sá hann að fuglarnir hentuðu sér miklu betur og hann hefur ekki sleppt þeim síðan. Úlli situr við meira og minna alla daga vikunnar og tálgar mismunandi tegundir af fuglum. Lóa, spói, jaðrakan, hrossagaukur og þúfutittlingur eru í mestu uppáhaldi hjá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig veistu til dæmis hvað nefið á að vera langt á Hrossagauknum ? „Það er nú bara sirka, það er nú svolítið ýkt stundum, Hann er líka svo skemmtilegur fugl, hljóðin í honum á vorin þegar hann er að vakta kerlinguna,” segir Úlli. Og Úlli tálgar líka dúfur eins og ekkert sé enda margir hrifnir af þeim hjá honum og svo hefur hann verið að leika sér að útbúa allskonar skálar, sem eru virkilega fallegar hjá honum en þær eru úr birki og furu. uppáhaldi hjá honum. Bílskúrinn heima hjá Úlla á Selfossi er hans uppáhaldsstaður í húsinu hans. Hann segir að allir séu velkomnir að kíkja í heimsókn, það sé samt gott að hringja á undan sér. Hann er í símaskránni og á ja.isMagnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Handverk Skógrækt og landgræðsla Eldri borgarar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira
Hér erum við að tala um Úlfar Sveinbjörnsson, eða Úlla eins og hann er alltaf kallaður en hann er með fína aðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér í Baugstjörninni á Selfossi þar sem hann er meira og minna alla daga að tálga fugla, sem eru ótrúlega fallegir hjá honum. En hvaða við notar hann í fuglana? „Birki, nýfellt birki, blautt birki. Það er mjög gott að vinna úr því þegar það er blautt, þá tálgast það vel,” segir Úlli. Eftir að Úlli hefur tálgað fuglana þá er þeim skellt í örbylgjuofn í smá tíma til að þurrka viðinn og svo málar hann fuglabaog setur fæturna á þá,auk þess að bora fyrir augunum. Situr við þú við alla daga? „Já meira og minna flesta daga.” Og hvað ertu að hugsa þegar þú ert að vinna við þetta? „Hvað lífið er dásamlegt og að getað dundað við þetta í rólegheitum. Þetta gefur mér allt,” segir Úlli. Þrátt fyrir að Úlli sé orðin 85 ára þá segist hann ekkert vera skjálfhentur og hann hefur aldrei notað gleraugu. Hann segist hafa byrjað að tálga karlaeftir að hafa farið á sérstakt tálgunámskeið en svo sá hann að fuglarnir hentuðu sér miklu betur og hann hefur ekki sleppt þeim síðan. Úlli situr við meira og minna alla daga vikunnar og tálgar mismunandi tegundir af fuglum. Lóa, spói, jaðrakan, hrossagaukur og þúfutittlingur eru í mestu uppáhaldi hjá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig veistu til dæmis hvað nefið á að vera langt á Hrossagauknum ? „Það er nú bara sirka, það er nú svolítið ýkt stundum, Hann er líka svo skemmtilegur fugl, hljóðin í honum á vorin þegar hann er að vakta kerlinguna,” segir Úlli. Og Úlli tálgar líka dúfur eins og ekkert sé enda margir hrifnir af þeim hjá honum og svo hefur hann verið að leika sér að útbúa allskonar skálar, sem eru virkilega fallegar hjá honum en þær eru úr birki og furu. uppáhaldi hjá honum. Bílskúrinn heima hjá Úlla á Selfossi er hans uppáhaldsstaður í húsinu hans. Hann segir að allir séu velkomnir að kíkja í heimsókn, það sé samt gott að hringja á undan sér. Hann er í símaskránni og á ja.isMagnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Handverk Skógrækt og landgræðsla Eldri borgarar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira