Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2025 11:08 F/A-18 Hornet orrustuþota finnska flughersins yfir Íslandi á æfingu árið 2014. Flugher Finnlands Finnskir flugmenn eru væntanlegir til Íslands í lok mánaðarins en þá munu þeir taka að sér loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Verður það í fyrsta sinn sem finnskir flugmenn taka að sér loftrýmisgæslu hér á landi, eftir að Finnland gekk í NATO í fyrra. Samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðsins samanstendur flugsveitin af fjórum F/A-18 Hornet orrustuþotum og allt að fimmtíu liðsmönnum. Haft er eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, að þátttaka Finna í loftrýmisgæslu hér á landi marki mikilvæg tímamót. „Þátttaka Finna í loftrýmisgæslu á Íslandi markar mikilvæg tímamót og sýnir með áþreifanlegum hætti hvernig aðild þessarar norrænu vinaþjóðar Íslendinga að Atlantshafsbandalaginu styrkir og dýpkar varnarsamvinnu okkar og eykur öryggi Íslendinga,“ segir Þorgerður Katrín. Flugsveitin, sem verður að mestu frá Lapplandi í Finnlandi, hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli ásamt öðrum flugsveitum sem sinna kafbátaeftirliti frá íslandi. Loftrýmisgæslu Finna á að ljúka í lok febrúar. Þá er gert ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum milli 24. janúar og 7. febrúar, verði það hægt vegna veðurs. Mikilvæg reynsla Í tilkynningu frá flugher Finnlands er haft eftir Timo Herranen, yfirmanni flughersins, að þátttaka Finna í loftrýmisgæslu hér á landi styrki varnir NATO á norðurslóðum og sé gott dæmi um norræna samvinnu. Hann segir Norðmenn og Dani hafa tekið reglulegan þátt í loftrýmisgæslu Íslands og því sé eingöngu eðlilegt að Finnar geri það einnig. „Það er í takt við þau markmið Finnlands að NATO viðurkenni hernaðarlegt mikilvægi norðurslóða,“ segir Herranen. Þá segir hann að finnskir flugmenn muni öðlast mikilvæga reynslu og að verkefnið muni bæta samheldni og skilvirkni Finna í NATO. NATO Öryggis- og varnarmál Finnland Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðsins samanstendur flugsveitin af fjórum F/A-18 Hornet orrustuþotum og allt að fimmtíu liðsmönnum. Haft er eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, að þátttaka Finna í loftrýmisgæslu hér á landi marki mikilvæg tímamót. „Þátttaka Finna í loftrýmisgæslu á Íslandi markar mikilvæg tímamót og sýnir með áþreifanlegum hætti hvernig aðild þessarar norrænu vinaþjóðar Íslendinga að Atlantshafsbandalaginu styrkir og dýpkar varnarsamvinnu okkar og eykur öryggi Íslendinga,“ segir Þorgerður Katrín. Flugsveitin, sem verður að mestu frá Lapplandi í Finnlandi, hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli ásamt öðrum flugsveitum sem sinna kafbátaeftirliti frá íslandi. Loftrýmisgæslu Finna á að ljúka í lok febrúar. Þá er gert ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum milli 24. janúar og 7. febrúar, verði það hægt vegna veðurs. Mikilvæg reynsla Í tilkynningu frá flugher Finnlands er haft eftir Timo Herranen, yfirmanni flughersins, að þátttaka Finna í loftrýmisgæslu hér á landi styrki varnir NATO á norðurslóðum og sé gott dæmi um norræna samvinnu. Hann segir Norðmenn og Dani hafa tekið reglulegan þátt í loftrýmisgæslu Íslands og því sé eingöngu eðlilegt að Finnar geri það einnig. „Það er í takt við þau markmið Finnlands að NATO viðurkenni hernaðarlegt mikilvægi norðurslóða,“ segir Herranen. Þá segir hann að finnskir flugmenn muni öðlast mikilvæga reynslu og að verkefnið muni bæta samheldni og skilvirkni Finna í NATO.
NATO Öryggis- og varnarmál Finnland Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira