Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar 8. janúar 2025 15:01 Elsku foreldrar. Ekki tala um „megrun“, „átak“ eða „samviskubit“ í tengslum við mataræði i návist minni. Ég er með lítil eyru en ég heyri ansi mikið. Kveðja, börnin. Núna þegar janúar, mánuður matarkúra, æfingaprógramma og samviskubits gengur í garð er vert að muna að börnin okkar og unglingar móta sínar hugmyndir um mat og hreyfingu með því að horfa til okkar, foreldra sinna. Við erum þeirra helstu fyrirmyndir og setjum fordæmi í tengslum við mataræði og hreyfingu. Ef þið eruð að taka ykkur á í mataræðinu, forðast ákveðnar fæðutegundir, í megrun eða fylgja matarkúr er mikilvægt að deila því sem allra minnst með barninu. Óöryggi í tengslum við mat og líkamsímynd getur smitast til barna og viðhaldist í mörg ár. Algengt er að foreldrar tali um mat með miklu samviskubiti t.d. með að „þurfa að taka sig á í ræktinni eftir allt jólaátið“ eða það sé að „svindla“ með því að borða ákveðnar fæðutegundir. Þesskonar umræða getur aukið líkur á að börn muni takmarka fæðuval sitt á einhvern hátt, jafnvel forðast ákveðnar fæðutegundir, upplifi sama samviskubit, verri líkamsímynd og fari að horfa á hreyfingu sem refsingu. Við viljum að þau læri sjálf inn á sinn líkama og þekki sín boð um svengd og seddu ásamt því hvaða matur fer vel í þau og hvaða matur ekki. Mikilvægt er að börn horfi á hreyfingu sem leið til að gera þau hraust og sterk og hún veiti þeim ánægju og gleði. Einnig að þau tengi mat við heilsu og vellíðan. Við erum að móta heilsuvenjur barnanna okkar til framtíðar. Tengjum umræðuna við heilbrigðar lífsvenjur. Verum góðar fyrirmyndir fyrir börnin okkar þegar það kemur að heilbrigðu líferni. Stundum hreyfingu sem okkur finnst skemmtileg og gerir okkur hraust. Tölum vel um allan mat, höfum ekki boð og bönn og of margar reglur í kringum mat. Tölum einnig vel um okkur sjálf og okkar líkama. Leggjum áherslu á að borða reglulega fjölbreyttan og heilsusamlegan mat, því við erum að leggja grunn að framtíð barnanna okkar og við viljum að þau kjósi sjálf heilbrigt líferni þegar þau verða sjálfstæð og stjórna sínum ákvörðunum. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og doktorsnemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Elsku foreldrar. Ekki tala um „megrun“, „átak“ eða „samviskubit“ í tengslum við mataræði i návist minni. Ég er með lítil eyru en ég heyri ansi mikið. Kveðja, börnin. Núna þegar janúar, mánuður matarkúra, æfingaprógramma og samviskubits gengur í garð er vert að muna að börnin okkar og unglingar móta sínar hugmyndir um mat og hreyfingu með því að horfa til okkar, foreldra sinna. Við erum þeirra helstu fyrirmyndir og setjum fordæmi í tengslum við mataræði og hreyfingu. Ef þið eruð að taka ykkur á í mataræðinu, forðast ákveðnar fæðutegundir, í megrun eða fylgja matarkúr er mikilvægt að deila því sem allra minnst með barninu. Óöryggi í tengslum við mat og líkamsímynd getur smitast til barna og viðhaldist í mörg ár. Algengt er að foreldrar tali um mat með miklu samviskubiti t.d. með að „þurfa að taka sig á í ræktinni eftir allt jólaátið“ eða það sé að „svindla“ með því að borða ákveðnar fæðutegundir. Þesskonar umræða getur aukið líkur á að börn muni takmarka fæðuval sitt á einhvern hátt, jafnvel forðast ákveðnar fæðutegundir, upplifi sama samviskubit, verri líkamsímynd og fari að horfa á hreyfingu sem refsingu. Við viljum að þau læri sjálf inn á sinn líkama og þekki sín boð um svengd og seddu ásamt því hvaða matur fer vel í þau og hvaða matur ekki. Mikilvægt er að börn horfi á hreyfingu sem leið til að gera þau hraust og sterk og hún veiti þeim ánægju og gleði. Einnig að þau tengi mat við heilsu og vellíðan. Við erum að móta heilsuvenjur barnanna okkar til framtíðar. Tengjum umræðuna við heilbrigðar lífsvenjur. Verum góðar fyrirmyndir fyrir börnin okkar þegar það kemur að heilbrigðu líferni. Stundum hreyfingu sem okkur finnst skemmtileg og gerir okkur hraust. Tölum vel um allan mat, höfum ekki boð og bönn og of margar reglur í kringum mat. Tölum einnig vel um okkur sjálf og okkar líkama. Leggjum áherslu á að borða reglulega fjölbreyttan og heilsusamlegan mat, því við erum að leggja grunn að framtíð barnanna okkar og við viljum að þau kjósi sjálf heilbrigt líferni þegar þau verða sjálfstæð og stjórna sínum ákvörðunum. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og doktorsnemi við Háskóla Íslands.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun