Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. janúar 2025 12:53 Prófessor í heimskautarétti varar stjórnvöld við því að taka ummælum Trumps um Grænlands af léttúð. Getty/Johnstone Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. Það var á blaðamannafundi á heimili Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, sem hann lét þau orð falla að hann gæti ekki útilokað að hervaldi verði beitt til að komast yfir landsvæði Grænlands. Trump sagði að Bandaríkin þyrftu á Grænlandi að halda til að tryggja þjóðaröryggi. Það hafi hann fengið að heyra um langa hríð. Þá sagði hann að ef Danmörk myndi streitast á móti fyrirætlunum sínum myndi hann beita efnahagslegum þvingunum. Hvernig sló það þig þegar þú heyrðir verðandi forseta Bandaríkjanna tala með þessum hætti? „Þetta byrjaði allt þegar Trump var forseti, eða í fyrri ríkisstjórn hans. Hann talaði um að kaupa Grænland en viðbrögðin frá Danmörku og Grænlandi voru mjög skýr; Grænland væri ekki til sölu. Grænlendingar sögðust þó vera opnir fyrir því að ræða við vini og buðu upp á viðskiptasambönd en það væri aðeins Grænlendinga að stjórna,“ sagði Rachael Lorna Johnstone, prófessor í heimskautarétti við HA og háskólann á Grænlandi. Hún hafi ekki tekið því af mikilli alvöru þegar Trump hafi sagst vilja kaupa Grænland en nú hafi orðið áherslubreyting á orðræðu Trumps. „Ég hjó eftir því að hann talaði ekki um að kaupa Grænland heldur að Bandaríkin þurfi eignarhald og stjórn yfir Grænlandi, ekkert um kaup og ekkert um samband og samstarf.“ Áherslubreytingin lýtur ekki síst að því að útiloka ekki að beita hervaldi á Grænlandi. „Þetta er risastórt mál og við eigum að taka þetta af alvöru. Grænland er í NATO en ekki í Evrópusambandinu en sem hluti af konungsríki Danmerkur eru mjög sterk tengsl við Evrópusambandið.“ Kosningaár er runnið upp á Grænlandi. „Það verða kosningar á Grænlandi eigi síðar en 6. apríl en Múte B. Egede, formaður grænlensku landsstjórnarinnar sagði í nýársávarpi sínu um framtíð Grænlands að það yrðu tekin stór skref í átt að sjálfstæði Grænlands.“ Grænland Bandaríkin Donald Trump Norðurslóðir Tengdar fréttir Ætlar að hitta kónginn í dag Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, mun hitta danska konunginn í dag þó fundurinn verði seinna en til stóð. Hætt var við fund þeirra á mánudaginn, á svipuðum tíma og fregnir bárust af því að Donald Trump yngri væri á leið til Grænlands eftir að faðir hans, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði talað um það að Bandaríkin ættu að eignast eyríkið. 8. janúar 2025 09:39 Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34 Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Það var á blaðamannafundi á heimili Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, sem hann lét þau orð falla að hann gæti ekki útilokað að hervaldi verði beitt til að komast yfir landsvæði Grænlands. Trump sagði að Bandaríkin þyrftu á Grænlandi að halda til að tryggja þjóðaröryggi. Það hafi hann fengið að heyra um langa hríð. Þá sagði hann að ef Danmörk myndi streitast á móti fyrirætlunum sínum myndi hann beita efnahagslegum þvingunum. Hvernig sló það þig þegar þú heyrðir verðandi forseta Bandaríkjanna tala með þessum hætti? „Þetta byrjaði allt þegar Trump var forseti, eða í fyrri ríkisstjórn hans. Hann talaði um að kaupa Grænland en viðbrögðin frá Danmörku og Grænlandi voru mjög skýr; Grænland væri ekki til sölu. Grænlendingar sögðust þó vera opnir fyrir því að ræða við vini og buðu upp á viðskiptasambönd en það væri aðeins Grænlendinga að stjórna,“ sagði Rachael Lorna Johnstone, prófessor í heimskautarétti við HA og háskólann á Grænlandi. Hún hafi ekki tekið því af mikilli alvöru þegar Trump hafi sagst vilja kaupa Grænland en nú hafi orðið áherslubreyting á orðræðu Trumps. „Ég hjó eftir því að hann talaði ekki um að kaupa Grænland heldur að Bandaríkin þurfi eignarhald og stjórn yfir Grænlandi, ekkert um kaup og ekkert um samband og samstarf.“ Áherslubreytingin lýtur ekki síst að því að útiloka ekki að beita hervaldi á Grænlandi. „Þetta er risastórt mál og við eigum að taka þetta af alvöru. Grænland er í NATO en ekki í Evrópusambandinu en sem hluti af konungsríki Danmerkur eru mjög sterk tengsl við Evrópusambandið.“ Kosningaár er runnið upp á Grænlandi. „Það verða kosningar á Grænlandi eigi síðar en 6. apríl en Múte B. Egede, formaður grænlensku landsstjórnarinnar sagði í nýársávarpi sínu um framtíð Grænlands að það yrðu tekin stór skref í átt að sjálfstæði Grænlands.“
Grænland Bandaríkin Donald Trump Norðurslóðir Tengdar fréttir Ætlar að hitta kónginn í dag Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, mun hitta danska konunginn í dag þó fundurinn verði seinna en til stóð. Hætt var við fund þeirra á mánudaginn, á svipuðum tíma og fregnir bárust af því að Donald Trump yngri væri á leið til Grænlands eftir að faðir hans, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði talað um það að Bandaríkin ættu að eignast eyríkið. 8. janúar 2025 09:39 Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34 Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Ætlar að hitta kónginn í dag Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, mun hitta danska konunginn í dag þó fundurinn verði seinna en til stóð. Hætt var við fund þeirra á mánudaginn, á svipuðum tíma og fregnir bárust af því að Donald Trump yngri væri á leið til Grænlands eftir að faðir hans, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði talað um það að Bandaríkin ættu að eignast eyríkið. 8. janúar 2025 09:39
Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir framtíð Grænlands vera í höndum Grænlands. Öll umræða um framtíð Grænlendinga eigi að hefjast og enda í Nuuk. 7. janúar 2025 20:34
Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19