Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. janúar 2025 10:00 Kattaeigendur eru beðnir um að hafa strax samband við dýralækni verði þeir varir við einkenni í dýrunum sínum. Getty Kettlingur sem barst tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum til krufningar greindist með skætt afbrigði fuglainflúensu (H5N5). Um er að ræða sama afbrigði og greinst hefur í villtum fuglum hér á landi og á einu alifuglabúi. Frá þessu er greint á heimasíðu Matvælastofnunar en þar segir að stofnuninni hafi verið tilkynnt um málið á mánudag. Um var að ræða tíu vikna gamlan kettling sem drapst 22. desember eftir veikindi en læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust tveimur dögum áður. „Önnur gotsystkini kettlingsins voru farin af heimilinu áður en veikindi komu upp og eru í dag öll einkennalaus. Kettirnir eru frá Ísafirði en kettlingurinn sem sýkingin greindist í var kominn til Reykjavíkur. Samband hefur verið haft við eigendur allra kattanna,“ segir á vef MAST. Talið er að kettirnir hafi smitast af sýktum villtum fugli en unnið er að því að rekja smitið. MAST biðlar til kattaeigenda og dýralækna að vera á verði gagnvart sjúkdómseinkennum. Einkenni kettlingsins sem um ræðir voru slappleiki, lystarleysi, stífleiki, skjálfti, krampar og önnur taugaeinkenni. „Nokkuð hefur verið um greiningar í villtum fuglum undanfarna mánuði og því einhver hætta til staðar að kettir geti smitast við veiðar eða af hræjum sem þeir komast í. Matvælastofnun telur þó hættuna ekki það mikla að ástæða sé til að vara við útigöngu katta. Fólk er þó minnt á að gæta ávallt almenns hreinlætis í umgengni við dýr og umhirðu þeirra,“ segir MAST. Fá tilfelli H5N5 hafa greinst hjá spendýrum og engin greining í heimilisdýri verið tilkynnd til Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunarinnar. MAST minnir fólk enn á að tilkynna stofnuninni um villta fugla og villt spendýr sem finnast dauð. Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Dýr Gæludýr Kettir Fuglar Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Frá þessu er greint á heimasíðu Matvælastofnunar en þar segir að stofnuninni hafi verið tilkynnt um málið á mánudag. Um var að ræða tíu vikna gamlan kettling sem drapst 22. desember eftir veikindi en læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust tveimur dögum áður. „Önnur gotsystkini kettlingsins voru farin af heimilinu áður en veikindi komu upp og eru í dag öll einkennalaus. Kettirnir eru frá Ísafirði en kettlingurinn sem sýkingin greindist í var kominn til Reykjavíkur. Samband hefur verið haft við eigendur allra kattanna,“ segir á vef MAST. Talið er að kettirnir hafi smitast af sýktum villtum fugli en unnið er að því að rekja smitið. MAST biðlar til kattaeigenda og dýralækna að vera á verði gagnvart sjúkdómseinkennum. Einkenni kettlingsins sem um ræðir voru slappleiki, lystarleysi, stífleiki, skjálfti, krampar og önnur taugaeinkenni. „Nokkuð hefur verið um greiningar í villtum fuglum undanfarna mánuði og því einhver hætta til staðar að kettir geti smitast við veiðar eða af hræjum sem þeir komast í. Matvælastofnun telur þó hættuna ekki það mikla að ástæða sé til að vara við útigöngu katta. Fólk er þó minnt á að gæta ávallt almenns hreinlætis í umgengni við dýr og umhirðu þeirra,“ segir MAST. Fá tilfelli H5N5 hafa greinst hjá spendýrum og engin greining í heimilisdýri verið tilkynnd til Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunarinnar. MAST minnir fólk enn á að tilkynna stofnuninni um villta fugla og villt spendýr sem finnast dauð.
Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Dýr Gæludýr Kettir Fuglar Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira