„Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. janúar 2025 14:34 Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti þessa mynd af aðstæðum við Hvítá í gær. mynd/eldfjalla- og náttúruvárhópur suðurlands Flóð vegna klakastíflu í Hvítá við Brúnastaði er að mestu samt við sig miðað við í gærkvöldi og hafa litlar breytingar orðið á svæðinu að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. Lögreglan á Suðurlandi, almannavarnir og Veðurstofan fylgjast grannt með stöðu mála. Vatn tók að flæða yfir bakka Hvítár við Brúnastaði á fimmtudaginn vegna klakastíflu sem hefur myndast þar undanfarna daga. Steinunn Helgadóttir, náttúrúvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofunni, segir í samtali við Vísi að miðað við mælingar sé það eina nýja í stöðunni að vatnshæðin hafi farið mjög hægt lækkandi síðan í gærkvöldi. Vatnshæðin sé nú komin rétt fyrir neðan hæð stíflu flóaveitunnar. Enn sé þó gert ráð fyrir að það flæði yfir bakkanna. „Við erum með gulan borða á vefsíðunni þar sem hægt er að fræðast um þetta og líka inni á fréttatilkynningunni okkar í gær. Þar er hægt að opna skýrslu sem var gerð árið 2019, þar sem farið er yfir ýmsar sviðsmyndir um hvað getur gerst. Sumar sviðsmyndirnar eru rosalega ofsafengnar og eru ekki líklegar núna, því það flæðir ekki jafn mikið úr ánni og var gert fyrir í þeirri skýrslu.“ Hún tekur fram að þó að vatnshæðin fari lækkandi má búast við að ástandið taki ekki miklum breytingum á næstu dögum vegna frosts. Spurð hvort að það séu einhver ákveðin tilmæli til almennings vegna flóðsins segir Steinunn: „Það er bara þetta almenna, að fara varlega á þessu svæði og þetta helsta. Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu. Ég held að þau séu vön að það flæði á þessu svæði. Það er algengt að það verði ísstífla á þessu svæði.“ Lítið sé hægt að segja fyrir vissu um stöðuna að svo stöddu en von er á myndefni frá lögreglunni á Selfossi hvað úr hverju. Lögreglan hélt í átt að Hvítá, fyrr í dag til að taka myndir af ánni með dróna. Flóahreppur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Vatn tók að flæða yfir bakka Hvítár við Brúnastaði á fimmtudaginn vegna klakastíflu sem hefur myndast þar undanfarna daga. Steinunn Helgadóttir, náttúrúvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofunni, segir í samtali við Vísi að miðað við mælingar sé það eina nýja í stöðunni að vatnshæðin hafi farið mjög hægt lækkandi síðan í gærkvöldi. Vatnshæðin sé nú komin rétt fyrir neðan hæð stíflu flóaveitunnar. Enn sé þó gert ráð fyrir að það flæði yfir bakkanna. „Við erum með gulan borða á vefsíðunni þar sem hægt er að fræðast um þetta og líka inni á fréttatilkynningunni okkar í gær. Þar er hægt að opna skýrslu sem var gerð árið 2019, þar sem farið er yfir ýmsar sviðsmyndir um hvað getur gerst. Sumar sviðsmyndirnar eru rosalega ofsafengnar og eru ekki líklegar núna, því það flæðir ekki jafn mikið úr ánni og var gert fyrir í þeirri skýrslu.“ Hún tekur fram að þó að vatnshæðin fari lækkandi má búast við að ástandið taki ekki miklum breytingum á næstu dögum vegna frosts. Spurð hvort að það séu einhver ákveðin tilmæli til almennings vegna flóðsins segir Steinunn: „Það er bara þetta almenna, að fara varlega á þessu svæði og þetta helsta. Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu. Ég held að þau séu vön að það flæði á þessu svæði. Það er algengt að það verði ísstífla á þessu svæði.“ Lítið sé hægt að segja fyrir vissu um stöðuna að svo stöddu en von er á myndefni frá lögreglunni á Selfossi hvað úr hverju. Lögreglan hélt í átt að Hvítá, fyrr í dag til að taka myndir af ánni með dróna.
Flóahreppur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira