„Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2025 12:03 Haraldur Ólafsson veðurfræðingur er formaður Heimssýnar. Vísir/Vilhelm Formaður hreyfingar þeirra sem eru andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið, segir glórulaust að fara í vegferð sem miðar að inngöngu í sambandið. Ríkisstjórnarflokkarnir hafi komist til valda með því að ræða Evrópumálin sem minnst. Fleiri eru andvígir aðild Íslands að ESB en hlynntir samkvæmt könnun Maskínu. Þó vill meirihluti þjóðarinnar atkvæðagreiðslu um málið. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild fari eigi síðar fram en árið 2027. Haraldur Ólafsson, formaður Heimssýnar, hreyfingar þeirra sem eru andvígir inngöngu Íslands í ESB, segir að miðað við niðurstöður könnunarinnar sé glórulaust að leggja í vegferð sem miðar að því að ganga í ESB. „Það þarf að vera traustur vilji, bæði hjá þjóðinni og Alþingi og ríkisstjórn, til að menn fari af stað í svona lagað. Það sem menn eru að tala um í sambandi við þjóðaratkvæðagreiðslu, er atkvæðagreiðsla um aðildarumsókn, aðildarferli. Það er ferli sem þarf mikinn stuðning heima fyrir og kostar gríðarlegar upphæðir,“ segir Haraldur. Evrópusuðið haldi áfram Hann telur einhverja þeirra sem eru á móti inngöngu í sambandið vilja atkvæðagreiðslu til þess að hægt sé að hætta að ræða málið. „Því er til að svara að þetta evrópusuð, það hættir ekkert. Við sjáum það í Noregi að það var farið í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1972. Evrópusinnar töpuðu henni en þeir byrjuðu strax að suða aftur og fengu aðra atkvæðagreiðslu tuttugu árum seinna. Þeir hafa verið suðandi síðan þá. Þannig suðið hverfur ekki þótt það verði einhver þjóðaratkvæðagreiðsla, því miður er það bara þannig,“ segir Haraldur. Sópuðu Evrópumálunum undir teppi Viðreisn og Samfylking hafa í gegnum tíðina verið hlynnt inngöngu í ESB. Haraldur segir flokkana hafa falið þá afstöðu í kosningabaráttunni. „Samfylkingin gerði það mjög meðvitað. Svo rýkur Viðreisn þarna upp á lokametrunum fyrir kosningar. Það gera þeir með því að segja ekki orð um Evrópumálin, það er nú bara svo einfalt,“ segir Haraldur. Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Fleiri eru andvígir aðild Íslands að ESB en hlynntir samkvæmt könnun Maskínu. Þó vill meirihluti þjóðarinnar atkvæðagreiðslu um málið. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild fari eigi síðar fram en árið 2027. Haraldur Ólafsson, formaður Heimssýnar, hreyfingar þeirra sem eru andvígir inngöngu Íslands í ESB, segir að miðað við niðurstöður könnunarinnar sé glórulaust að leggja í vegferð sem miðar að því að ganga í ESB. „Það þarf að vera traustur vilji, bæði hjá þjóðinni og Alþingi og ríkisstjórn, til að menn fari af stað í svona lagað. Það sem menn eru að tala um í sambandi við þjóðaratkvæðagreiðslu, er atkvæðagreiðsla um aðildarumsókn, aðildarferli. Það er ferli sem þarf mikinn stuðning heima fyrir og kostar gríðarlegar upphæðir,“ segir Haraldur. Evrópusuðið haldi áfram Hann telur einhverja þeirra sem eru á móti inngöngu í sambandið vilja atkvæðagreiðslu til þess að hægt sé að hætta að ræða málið. „Því er til að svara að þetta evrópusuð, það hættir ekkert. Við sjáum það í Noregi að það var farið í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1972. Evrópusinnar töpuðu henni en þeir byrjuðu strax að suða aftur og fengu aðra atkvæðagreiðslu tuttugu árum seinna. Þeir hafa verið suðandi síðan þá. Þannig suðið hverfur ekki þótt það verði einhver þjóðaratkvæðagreiðsla, því miður er það bara þannig,“ segir Haraldur. Sópuðu Evrópumálunum undir teppi Viðreisn og Samfylking hafa í gegnum tíðina verið hlynnt inngöngu í ESB. Haraldur segir flokkana hafa falið þá afstöðu í kosningabaráttunni. „Samfylkingin gerði það mjög meðvitað. Svo rýkur Viðreisn þarna upp á lokametrunum fyrir kosningar. Það gera þeir með því að segja ekki orð um Evrópumálin, það er nú bara svo einfalt,“ segir Haraldur.
Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira