„Ég get ekki beðið eftir kvöldinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2025 06:42 Luke Littler fagnar hér sigrinum á Stephen Bunting í undanúrslitaviðureigninni í gærkvöldi. Getty/James Fearn Luke Littler er annað árið í röð kominn í úrslitin um heimsmeistaratitilinn í pílukasti eftir sannfærandi sigur á Stephen Bunting í undanúrslitaleiknum í gærkvöldi. Littler mætir Michael van Gerwen, þreföldum heimsmeistara, í úrslitaleiknum í kvöld. Þetta var óskaúrslitaleikurinn hjá mörgum og það má búast við veislu í kvöld. „Þetta er búið að vera stórkostlegt mót til þessa. Fólk segir kannski að ég hafi verið með augum á titlinum allt mótið en ég var bara að horfa á fyrsta leikinn á móti Ryan Meikle. Síðan þá hef ég einbeitt mér að vinna næsta leik. Ég er svo ánægður með sigurinn í kvöld,“ sagði Luke Littler við Sky Sports. „Ég hef spilað miklu betur og unnið fullt af titlum fyrir þetta mót en þannig gengur lífið hjá okkur. Þetta snýst alltaf um stóra mótið. Það eru flott mót allt árið en ég get ekki beðið eftir kvöldinu,“ sagði Littler. „Ef við [Littler og Van Gerwen] mætum báðir til leiks eins og í kvöld þá verður úrslitaleikurinn virkilega góður. Um leið og Luke Humphries datt út þá voru allir að horfa til þessa leiks. Ég varð hins vegar að einbeita mér fyrst að átta manna úrslitunum og undanúrslitunum. Núna hef ég klárað þá leiki og get því farið að einbeita mér að Michael fyrir annað kvöld,“ sagði Littler. „Við vitum öll að hann ætlar sér að ná í annan heimsmeistaratitil í safnið en ég er á eftir mínum fyrsta. Þetta snýst um að gera það sama og eftir leikinn í gærkvöldi [átta manna úrslitin]. Fara heim, taka því rólega og mæta tilbúinn á morgun,“ sagði Littler. Útsendingin á Vodafone Sport hefst klukkan 19.55 í kvöld. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Pílukast Tengdar fréttir Littler í úrslit annað árið í röð Hinn 17 ára gamli Luke Littler er kominn í úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti annað árið í röð. Hann mætir Michael van Gerwen í úrslitum á morgun, föstudag. 2. janúar 2025 23:07 Van Gerwen í úrslit í sjöunda sinn Hollendingurinn Michael Van Gerwen er kominn í úrslit á heimsmeistaramótinu í pílukasti í sjöunda sinn. Hann stefnir á að vinna heimsmeistaratitilinn í fjórða sinn á morgun, föstudag. 2. janúar 2025 21:28 Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall Stephen Bunting er kominn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti eftir nokkuð þægilegan sigur á Peter Wright. Þá vann Luke Little góðan sigur á Nathan Aspinall. 1. janúar 2025 22:30 Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Átta manna úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti fara fram í Alexandra Palace í London í dag. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen verður þar í eldlínunni en hann skaut fast á Peter „Snakebite“ Wright og ungstirnið Luke Littler fyrir viðureignir dagsins. 1. janúar 2025 12:00 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Sjá meira
Littler mætir Michael van Gerwen, þreföldum heimsmeistara, í úrslitaleiknum í kvöld. Þetta var óskaúrslitaleikurinn hjá mörgum og það má búast við veislu í kvöld. „Þetta er búið að vera stórkostlegt mót til þessa. Fólk segir kannski að ég hafi verið með augum á titlinum allt mótið en ég var bara að horfa á fyrsta leikinn á móti Ryan Meikle. Síðan þá hef ég einbeitt mér að vinna næsta leik. Ég er svo ánægður með sigurinn í kvöld,“ sagði Luke Littler við Sky Sports. „Ég hef spilað miklu betur og unnið fullt af titlum fyrir þetta mót en þannig gengur lífið hjá okkur. Þetta snýst alltaf um stóra mótið. Það eru flott mót allt árið en ég get ekki beðið eftir kvöldinu,“ sagði Littler. „Ef við [Littler og Van Gerwen] mætum báðir til leiks eins og í kvöld þá verður úrslitaleikurinn virkilega góður. Um leið og Luke Humphries datt út þá voru allir að horfa til þessa leiks. Ég varð hins vegar að einbeita mér fyrst að átta manna úrslitunum og undanúrslitunum. Núna hef ég klárað þá leiki og get því farið að einbeita mér að Michael fyrir annað kvöld,“ sagði Littler. „Við vitum öll að hann ætlar sér að ná í annan heimsmeistaratitil í safnið en ég er á eftir mínum fyrsta. Þetta snýst um að gera það sama og eftir leikinn í gærkvöldi [átta manna úrslitin]. Fara heim, taka því rólega og mæta tilbúinn á morgun,“ sagði Littler. Útsendingin á Vodafone Sport hefst klukkan 19.55 í kvöld. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Pílukast Tengdar fréttir Littler í úrslit annað árið í röð Hinn 17 ára gamli Luke Littler er kominn í úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti annað árið í röð. Hann mætir Michael van Gerwen í úrslitum á morgun, föstudag. 2. janúar 2025 23:07 Van Gerwen í úrslit í sjöunda sinn Hollendingurinn Michael Van Gerwen er kominn í úrslit á heimsmeistaramótinu í pílukasti í sjöunda sinn. Hann stefnir á að vinna heimsmeistaratitilinn í fjórða sinn á morgun, föstudag. 2. janúar 2025 21:28 Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall Stephen Bunting er kominn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti eftir nokkuð þægilegan sigur á Peter Wright. Þá vann Luke Little góðan sigur á Nathan Aspinall. 1. janúar 2025 22:30 Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Átta manna úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti fara fram í Alexandra Palace í London í dag. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen verður þar í eldlínunni en hann skaut fast á Peter „Snakebite“ Wright og ungstirnið Luke Littler fyrir viðureignir dagsins. 1. janúar 2025 12:00 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Sjá meira
Littler í úrslit annað árið í röð Hinn 17 ára gamli Luke Littler er kominn í úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti annað árið í röð. Hann mætir Michael van Gerwen í úrslitum á morgun, föstudag. 2. janúar 2025 23:07
Van Gerwen í úrslit í sjöunda sinn Hollendingurinn Michael Van Gerwen er kominn í úrslit á heimsmeistaramótinu í pílukasti í sjöunda sinn. Hann stefnir á að vinna heimsmeistaratitilinn í fjórða sinn á morgun, föstudag. 2. janúar 2025 21:28
Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall Stephen Bunting er kominn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti eftir nokkuð þægilegan sigur á Peter Wright. Þá vann Luke Little góðan sigur á Nathan Aspinall. 1. janúar 2025 22:30
Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Átta manna úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti fara fram í Alexandra Palace í London í dag. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen verður þar í eldlínunni en hann skaut fast á Peter „Snakebite“ Wright og ungstirnið Luke Littler fyrir viðureignir dagsins. 1. janúar 2025 12:00