Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. janúar 2025 16:56 Þorgerður Katrín segir Íslendinga þurfa tala skýrari röddu varðandi mál Palestínu. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Atburðirnir á Gasa séu hræðilegir en hún vill að Ísland tali skýrari röddu en hefur verið gert. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, tjáði sig um málefni Ísraels og Palestínu í Kryddsíldinni sem sýnd var á Stöð 2 á gamlársdag. „Við getum farið í sama lagatæknilegu skilgreiningu hvort sem að það sé þjóðarmorð, ofbeldi eða hryðjuverk. Ástandið á Gasa er algjörlega óþolandi og alþjóðasamfélagið verður að tala skýrar og meira. Það er mín skoðun,“ sagði Þorgerður Katrín. Hlusta má á svar Þorgerðar í Kryddsíldinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hún ítrekar að atburðirnir á Gasa sé hryllilegir. „Við vitum að allur grunnurinn að þessu er hryðjuverkaárás Hamas 7. október fyrir rúmu ári síðan. En það hvernig Ísraelsmenn hafa brugðist við, hvernig þeir hafa með yfirgengilegum, hræðilegum hætti ráðist inn á Gasa og farið markvisst núna að spítölum, að innviðum...“ Þverpólitísk samstaða Alþingismanna „Ég fagna sérstaklega að þingið hérna heima náði þverpólitískt, og þá voru átta flokkar, að sameinast um ákveðna yfirlýsingu þegar kemur að þessu og fordæmingu á framferði Ísraelsmanna þegar kemur að þessum átökum fyrir botni Miðjarðarhafs,“ segir Þorgerður. Hún vill að Íslandi tali skýrari röddu en áður og þurfi að veita fólki í neyð, líkt og þeim sem búa á Gasa, hjálp og aðstoð. „Við þurfum líka, við Íslendingar höfum tekið undir það og síðasti utanríkisráðherra gerði það, að við verðum að mótmæla því þegar Ísrael er að gera allt til þess að stoppa meðal annars hjálparstofnun eins og UNRWA og fleira,“ segir Þorgerður. Þá vilji hún fylgja stefnu Norðurlanda en sú stefna er ekki skýr þar sem ekki er einhugur með allra Norðurlandanna. Norðmenn hafi verið ákveðnastir þegar komi að málefnum Palestínu. Þá hafi alþjóðasamfélagið í heild brugðist. „Mér finnst alþjóðasamfélagið að einhverju leyti hafa brugðist hvað það varðar, alveg eins og það hefur brugðist líka við það að taka á ýmsum öðrum þáttum og rótum þessa vanda.“ Lagatæknileg skilgreining „Eins og ég segi, mín skoðun er að horfa á þetta, ef að þjóðarmorð er það [hugtak] að lýsa yfir hryllilegum aðstæðum, gríðarlegu ofbeldi þá getur fólk talað um að það sé þjóðarmorð. Það er bara lagatæknileg skilgreining á alþjóðavísu sem þú þarft að falla undir. Ég veit bara ekki hvort það falli undir,“ segir Þorgerður. „Þetta er hræðilegt og við getum notað hvaða orð sem er.“ Að neðan má sjá Kryddsíld í heild sinni. Átök í Ísrael og Palestínu Kryddsíld Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Tengdar fréttir Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vera búin að ákveða sig hvaða „flotti einstaklingur“ verði formaður þingflokksins. Hins vegar eigi eftir að greiða um það atkvæði á þingflokksfundi. 2. janúar 2025 11:56 „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Einar Lövdahl steig á stokk í Kryddsíld Stöðvar 2 þetta árið og flutti nýtt lag sitt Um mann sem móðgast. Árið var gjöfult hjá Einari sem gaf út Gegnumtrekk, fyrstu skáldsöguna sína, og svo lagið sem fékk áhorfendur Kryddsíldar til að brosa. 2. janúar 2025 11:31 Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Eins og hefð er fyrir lauk Kryddsíld fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi á hróshring meðal formanna flokkanna. Þar skiptust þau á fallegum orðum í garð hvors annars og kvöddu árið með hlýju í hjarta. 31. desember 2024 17:07 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, tjáði sig um málefni Ísraels og Palestínu í Kryddsíldinni sem sýnd var á Stöð 2 á gamlársdag. „Við getum farið í sama lagatæknilegu skilgreiningu hvort sem að það sé þjóðarmorð, ofbeldi eða hryðjuverk. Ástandið á Gasa er algjörlega óþolandi og alþjóðasamfélagið verður að tala skýrar og meira. Það er mín skoðun,“ sagði Þorgerður Katrín. Hlusta má á svar Þorgerðar í Kryddsíldinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hún ítrekar að atburðirnir á Gasa sé hryllilegir. „Við vitum að allur grunnurinn að þessu er hryðjuverkaárás Hamas 7. október fyrir rúmu ári síðan. En það hvernig Ísraelsmenn hafa brugðist við, hvernig þeir hafa með yfirgengilegum, hræðilegum hætti ráðist inn á Gasa og farið markvisst núna að spítölum, að innviðum...“ Þverpólitísk samstaða Alþingismanna „Ég fagna sérstaklega að þingið hérna heima náði þverpólitískt, og þá voru átta flokkar, að sameinast um ákveðna yfirlýsingu þegar kemur að þessu og fordæmingu á framferði Ísraelsmanna þegar kemur að þessum átökum fyrir botni Miðjarðarhafs,“ segir Þorgerður. Hún vill að Íslandi tali skýrari röddu en áður og þurfi að veita fólki í neyð, líkt og þeim sem búa á Gasa, hjálp og aðstoð. „Við þurfum líka, við Íslendingar höfum tekið undir það og síðasti utanríkisráðherra gerði það, að við verðum að mótmæla því þegar Ísrael er að gera allt til þess að stoppa meðal annars hjálparstofnun eins og UNRWA og fleira,“ segir Þorgerður. Þá vilji hún fylgja stefnu Norðurlanda en sú stefna er ekki skýr þar sem ekki er einhugur með allra Norðurlandanna. Norðmenn hafi verið ákveðnastir þegar komi að málefnum Palestínu. Þá hafi alþjóðasamfélagið í heild brugðist. „Mér finnst alþjóðasamfélagið að einhverju leyti hafa brugðist hvað það varðar, alveg eins og það hefur brugðist líka við það að taka á ýmsum öðrum þáttum og rótum þessa vanda.“ Lagatæknileg skilgreining „Eins og ég segi, mín skoðun er að horfa á þetta, ef að þjóðarmorð er það [hugtak] að lýsa yfir hryllilegum aðstæðum, gríðarlegu ofbeldi þá getur fólk talað um að það sé þjóðarmorð. Það er bara lagatæknileg skilgreining á alþjóðavísu sem þú þarft að falla undir. Ég veit bara ekki hvort það falli undir,“ segir Þorgerður. „Þetta er hræðilegt og við getum notað hvaða orð sem er.“ Að neðan má sjá Kryddsíld í heild sinni.
Átök í Ísrael og Palestínu Kryddsíld Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Tengdar fréttir Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vera búin að ákveða sig hvaða „flotti einstaklingur“ verði formaður þingflokksins. Hins vegar eigi eftir að greiða um það atkvæði á þingflokksfundi. 2. janúar 2025 11:56 „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Einar Lövdahl steig á stokk í Kryddsíld Stöðvar 2 þetta árið og flutti nýtt lag sitt Um mann sem móðgast. Árið var gjöfult hjá Einari sem gaf út Gegnumtrekk, fyrstu skáldsöguna sína, og svo lagið sem fékk áhorfendur Kryddsíldar til að brosa. 2. janúar 2025 11:31 Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Eins og hefð er fyrir lauk Kryddsíld fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi á hróshring meðal formanna flokkanna. Þar skiptust þau á fallegum orðum í garð hvors annars og kvöddu árið með hlýju í hjarta. 31. desember 2024 17:07 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist vera búin að ákveða sig hvaða „flotti einstaklingur“ verði formaður þingflokksins. Hins vegar eigi eftir að greiða um það atkvæði á þingflokksfundi. 2. janúar 2025 11:56
„Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Einar Lövdahl steig á stokk í Kryddsíld Stöðvar 2 þetta árið og flutti nýtt lag sitt Um mann sem móðgast. Árið var gjöfult hjá Einari sem gaf út Gegnumtrekk, fyrstu skáldsöguna sína, og svo lagið sem fékk áhorfendur Kryddsíldar til að brosa. 2. janúar 2025 11:31
Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Eins og hefð er fyrir lauk Kryddsíld fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi á hróshring meðal formanna flokkanna. Þar skiptust þau á fallegum orðum í garð hvors annars og kvöddu árið með hlýju í hjarta. 31. desember 2024 17:07