Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. janúar 2025 11:43 Fólk streymir eflaust í brekkurnar á Hlíðafjalli um helgina. Til stendur að opna skíðasvæðið í fyrsta sinn í vetur á laugardag. Gangi allt eftir verður opið frá tíu til þrjú. vísir/tryggvi Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður að óbreyttu opnað í fyrsta sinn í vetur á laugardag. Forstöðumaður segir þetta mun seinna en vanalega og er spenntur fyrir deginum. Þúsundir hafa streymt í Bláfjöll síðustu daga. Gangi allt eftir rennur upp langþráð stund í margra huga klukkan tíu á laugardag þegar til stendur að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli í fyrsta sinn í vetur. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður svæðisins, segir úrkomu hafa verið með minnsta móti og því hafi tafist að opna. Efra svæðið sé enn frekar snjólaust og því verði það neðra einungis opnað að sinni. „Við hófum snjóframleiðslu 18. nóvember og fengum ágætis framleiðsluveður en svo fengum við aftur hita og misstum þá snjó. En síðan þá höfum við verið að framleiða með pásum og síðustu vikuna hefur verið frost og fínt veður til framleiðslu. En það hefur verið lítil úrkoma í fjöllunum í kring og það væri kærkomið að fara að fá slatta af snjó,“ segir Brynjar. Seinna en vanalega Ástandið er ólíkt því sem verið hefur og Brynjar minnist þess að fyrir tveimur árum hafi snjóað svo mikið að ekki hafi verið unnt að opna efra svæðið vegna snjóflóðahættu. Vanalega sé opnað um miðjan desember. „Við höfum alltaf náð því undanfarin ár þannig þetta er sérkennilegt.“ Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum.vísir/Arnar Staðan er önnur í Bláfjöllum og Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins, segir þúsundir hafa komið í fjallið á síðustu dögum. „Við höfum fengið nýsnævi yfir svæðið nánast á hverjum degi þannig þetta er búið að vera mjög gott,“ segir Einar. Hann segist taka einn dag í einu þegar kemur að veðurspá og opnunartíma. „Við ætluðum að opna í dag en núna er hressilega hvasst uppi og er að bæta í sýnist okkur. Þannig það verður örugglega lokað í dag,“ segir Einar Bjarnason í Bláfjöllum. Skíðasvæði Akureyri Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Gangi allt eftir rennur upp langþráð stund í margra huga klukkan tíu á laugardag þegar til stendur að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli í fyrsta sinn í vetur. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður svæðisins, segir úrkomu hafa verið með minnsta móti og því hafi tafist að opna. Efra svæðið sé enn frekar snjólaust og því verði það neðra einungis opnað að sinni. „Við hófum snjóframleiðslu 18. nóvember og fengum ágætis framleiðsluveður en svo fengum við aftur hita og misstum þá snjó. En síðan þá höfum við verið að framleiða með pásum og síðustu vikuna hefur verið frost og fínt veður til framleiðslu. En það hefur verið lítil úrkoma í fjöllunum í kring og það væri kærkomið að fara að fá slatta af snjó,“ segir Brynjar. Seinna en vanalega Ástandið er ólíkt því sem verið hefur og Brynjar minnist þess að fyrir tveimur árum hafi snjóað svo mikið að ekki hafi verið unnt að opna efra svæðið vegna snjóflóðahættu. Vanalega sé opnað um miðjan desember. „Við höfum alltaf náð því undanfarin ár þannig þetta er sérkennilegt.“ Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum.vísir/Arnar Staðan er önnur í Bláfjöllum og Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins, segir þúsundir hafa komið í fjallið á síðustu dögum. „Við höfum fengið nýsnævi yfir svæðið nánast á hverjum degi þannig þetta er búið að vera mjög gott,“ segir Einar. Hann segist taka einn dag í einu þegar kemur að veðurspá og opnunartíma. „Við ætluðum að opna í dag en núna er hressilega hvasst uppi og er að bæta í sýnist okkur. Þannig það verður örugglega lokað í dag,“ segir Einar Bjarnason í Bláfjöllum.
Skíðasvæði Akureyri Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira