Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2025 22:30 Hinn 17 ára gamli Luke Littler er vinsæll í Alexandra Palace. Vísir/Getty Stephen Bunting er kominn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti eftir nokkuð þægilegan sigur á Peter Wright. Þá vann Luke Little góðan sigur á Nathan Aspinall. Stephen Bunting hefur spilað vel á heimsmeistaramótinu í pílukasti en þessi viðkunnalegi Liverpoolbúi hefur heillað marga með spilamennsku sinni. Hann mætti hinum yfirlýsingaglaða Peter Wright sem sló meðal annars út heimsmeistarann Luke Humphries á leið sinni í 8-manna úrslit. Butning hóf leikinn af miklum krafti. Hann vann sex af fyrstu átta leggjum viðureignarinnar og komst í 2-0 í settum. Þriðja settið var æsispennandi en Bunting vann það einnig og hann valtaði yfir Wright í fjórða setti og vann örugglega. Hann var því kominn í 4-0 í settum og aðeins einu setti frá því að sópa Peter Wright úr leik. Þá vaknaði hins vegar Wright. Hann vann næstu tvö sett en lenti 2-0 undir í sjöunda settinu. WONDERFUL FROM WRIGHT!WHAT A FINISH!Peter Wright with a huge celebration after following up a 180 with a brilliant 133 finish to reduce the arrears to 4-2!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj #WCDarts | QFs pic.twitter.com/G7UyVrZ9It— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Þá gat hann komið sér aftur inn í leikinn en klikkaði hins vegar í tvígang þegar hann reyndi við tvöfaldan tuttugu og Butning nýtti sér það. Hann vann settið 3-0 og leikinn 5-2. Bunting er þar með kominn í undanúrslit í annað sinn á ferlinum en hann gerði slíkt hið sama árið 2021. BUNTING IS INTO THE SEMI-FINALS!!Stephen Bunting powers in the Semi-Finals of the 2024/25 Paddy Power World Darts Championship, beating Peter Wright 5-2. A second career World Championship Semi-Final for Bunting... Can he go all the way?📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/oI3QbPpjG2— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Í seinni leik kvöldsins var komið að stórstjörnunni Luke Littler en hann mætti Nathan Aspinall. Svipað var uppi á teningunum og í fyrri viðureign kvöldsins. Luke Littler virtist ætla að fara auðveldlega í gegnum Aspinall í upphafi en í stöðunni 2-0 náði Aspinall nokkuð óvænt að vinna þriðja settið og minnka muninn. Í fjórða settinu fór Aspinall illa með tækifæri til að jafna metin í 2-2 en virtist á köflum eiga erfitt með að halda einbeitingu og það þýðir ekki gegn Little. Little vann næstu tvö sett og komst í 4-1 en Aspinall minnkaði muninn í 4-2. LITTLER IS ONE AWAY!!Luke Littler is on the brink of another World Championship Semi-Final... He clinches the fifth set and needs just three legs to secure his last four spot. 📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/vky26ouZ54— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Í sjöunda settinu var Little hins vegar kominn með nóg, kláraði settið örugglega og leikinn 5-2. Littler er þar með kominn í undanúrslit þar sem hann mætir Stephen Bunting. Littler spilaði frábærlega í kvöld og í tíu skipti þurfti hann tólf pílur eða minna til að vinna legg. Pílukast Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Fleiri fréttir Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Bikarævintýri Fram heldur áfram Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Sjá meira
Stephen Bunting hefur spilað vel á heimsmeistaramótinu í pílukasti en þessi viðkunnalegi Liverpoolbúi hefur heillað marga með spilamennsku sinni. Hann mætti hinum yfirlýsingaglaða Peter Wright sem sló meðal annars út heimsmeistarann Luke Humphries á leið sinni í 8-manna úrslit. Butning hóf leikinn af miklum krafti. Hann vann sex af fyrstu átta leggjum viðureignarinnar og komst í 2-0 í settum. Þriðja settið var æsispennandi en Bunting vann það einnig og hann valtaði yfir Wright í fjórða setti og vann örugglega. Hann var því kominn í 4-0 í settum og aðeins einu setti frá því að sópa Peter Wright úr leik. Þá vaknaði hins vegar Wright. Hann vann næstu tvö sett en lenti 2-0 undir í sjöunda settinu. WONDERFUL FROM WRIGHT!WHAT A FINISH!Peter Wright with a huge celebration after following up a 180 with a brilliant 133 finish to reduce the arrears to 4-2!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj #WCDarts | QFs pic.twitter.com/G7UyVrZ9It— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Þá gat hann komið sér aftur inn í leikinn en klikkaði hins vegar í tvígang þegar hann reyndi við tvöfaldan tuttugu og Butning nýtti sér það. Hann vann settið 3-0 og leikinn 5-2. Bunting er þar með kominn í undanúrslit í annað sinn á ferlinum en hann gerði slíkt hið sama árið 2021. BUNTING IS INTO THE SEMI-FINALS!!Stephen Bunting powers in the Semi-Finals of the 2024/25 Paddy Power World Darts Championship, beating Peter Wright 5-2. A second career World Championship Semi-Final for Bunting... Can he go all the way?📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/oI3QbPpjG2— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Í seinni leik kvöldsins var komið að stórstjörnunni Luke Littler en hann mætti Nathan Aspinall. Svipað var uppi á teningunum og í fyrri viðureign kvöldsins. Luke Littler virtist ætla að fara auðveldlega í gegnum Aspinall í upphafi en í stöðunni 2-0 náði Aspinall nokkuð óvænt að vinna þriðja settið og minnka muninn. Í fjórða settinu fór Aspinall illa með tækifæri til að jafna metin í 2-2 en virtist á köflum eiga erfitt með að halda einbeitingu og það þýðir ekki gegn Little. Little vann næstu tvö sett og komst í 4-1 en Aspinall minnkaði muninn í 4-2. LITTLER IS ONE AWAY!!Luke Littler is on the brink of another World Championship Semi-Final... He clinches the fifth set and needs just three legs to secure his last four spot. 📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/vky26ouZ54— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Í sjöunda settinu var Little hins vegar kominn með nóg, kláraði settið örugglega og leikinn 5-2. Littler er þar með kominn í undanúrslit þar sem hann mætir Stephen Bunting. Littler spilaði frábærlega í kvöld og í tíu skipti þurfti hann tólf pílur eða minna til að vinna legg.
Pílukast Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Fleiri fréttir Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Bikarævintýri Fram heldur áfram Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Sjá meira