Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2025 13:02 Amen Thompson kominn í gólfið eftir átökin við Tyler Herro og Terry Rozier er byrjaður að skipta sér af. Vísir/Getty Amen Thompson leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann vegna áfloga við Tyler Herro í leik Rockets og Miami Heat um helgina. Fyrrum leikmaður Houston Rockets sakar forráðamenn NBA-deildarinnar um óheiðarleika. Miami Heat vann 104-100 sigur gegn Houston Rockets í NBA-deildinni um helgina en eftir leik voru þó flestir að tala um áflog þeirra Amen Thompson og Tyler Herro. Þeir Thompson og Herro byrjuðu að kítast þegar boltinn var ekki í leik og endaði það með því að Thompson henti Herro í jörðina áður en flestallir leikmenn liðanna hópuðust að til að stöðva áflogin. Amen Thompson and Tyler Herro fight 👀 pic.twitter.com/VGp1KBXzJH— NBACentral (@TheDunkCentral) December 30, 2024 NBA-deildin hefur nú dæmt Thompson í tveggja leikja bann en Herro fékk 25.000 dollara sekt. Fyrrum leikmaður Houston Rockets, Vernon Maxvell, hefur nú tjáð sig um atvikið og sparar ekki stóru orðin frekar en fyrri daginn. Sakar hann forráðamenn NBA-deildarinnar um að vera á móti Houston Rockets og tekst auk þess að draga rapparann Machine Gun Kelly inn í umræðuna. 2 game suspension for Amen. 25k fine and no suspension for the instigator MGK. The league has never liked Houston and they must have a thing for skinny white kids that can’t rap.— Vernon Maxwell (@VernonMaxwell11) December 31, 2024 „Tveggja leikja bann á Amen, 25 þúsund dollara sekt og ekkert bann á hvatamanninn MGK. NBA-deildin hefur aldrei fílað Houston og þeir hljóta að vera hrifnir af horuðum hvítum strákum sem geta ekki rappað,“ skrifaði Maxvell en þetta var ekki í eina skiptið sem hann líkti Tyler Herro við Machine Gun Kelly. Þegar atvikið átti sér stað í leiknum skrifaði hann að „einhver þyrfti að segja Machine Gun Kelly að láta Amen Thompson í friði.“ Amen Thompson er síður en svo fyrsti leikmaður Houston Rockets sem lætur hnefana tala á vellinum. Rockets leikmaðurinn fyrrverandi Hakeem Olajuwon gerði það í nokkur skipti á sínum frábæra ferli og stjórnandi hlaðvarpsins The Bradeaux & Will Show, sem fjallar um lið Rockets, sagði Thompson vera að gera það sem hann þyrfti til að verða gosögn hjá félaginu. Amen doing what it takes to become a Rockets legend. pic.twitter.com/G3954ROMtJ https://t.co/EsnLWi37cB— Bradeaux (@BradeauxNBA) December 30, 2024 NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Miami Heat vann 104-100 sigur gegn Houston Rockets í NBA-deildinni um helgina en eftir leik voru þó flestir að tala um áflog þeirra Amen Thompson og Tyler Herro. Þeir Thompson og Herro byrjuðu að kítast þegar boltinn var ekki í leik og endaði það með því að Thompson henti Herro í jörðina áður en flestallir leikmenn liðanna hópuðust að til að stöðva áflogin. Amen Thompson and Tyler Herro fight 👀 pic.twitter.com/VGp1KBXzJH— NBACentral (@TheDunkCentral) December 30, 2024 NBA-deildin hefur nú dæmt Thompson í tveggja leikja bann en Herro fékk 25.000 dollara sekt. Fyrrum leikmaður Houston Rockets, Vernon Maxvell, hefur nú tjáð sig um atvikið og sparar ekki stóru orðin frekar en fyrri daginn. Sakar hann forráðamenn NBA-deildarinnar um að vera á móti Houston Rockets og tekst auk þess að draga rapparann Machine Gun Kelly inn í umræðuna. 2 game suspension for Amen. 25k fine and no suspension for the instigator MGK. The league has never liked Houston and they must have a thing for skinny white kids that can’t rap.— Vernon Maxwell (@VernonMaxwell11) December 31, 2024 „Tveggja leikja bann á Amen, 25 þúsund dollara sekt og ekkert bann á hvatamanninn MGK. NBA-deildin hefur aldrei fílað Houston og þeir hljóta að vera hrifnir af horuðum hvítum strákum sem geta ekki rappað,“ skrifaði Maxvell en þetta var ekki í eina skiptið sem hann líkti Tyler Herro við Machine Gun Kelly. Þegar atvikið átti sér stað í leiknum skrifaði hann að „einhver þyrfti að segja Machine Gun Kelly að láta Amen Thompson í friði.“ Amen Thompson er síður en svo fyrsti leikmaður Houston Rockets sem lætur hnefana tala á vellinum. Rockets leikmaðurinn fyrrverandi Hakeem Olajuwon gerði það í nokkur skipti á sínum frábæra ferli og stjórnandi hlaðvarpsins The Bradeaux & Will Show, sem fjallar um lið Rockets, sagði Thompson vera að gera það sem hann þyrfti til að verða gosögn hjá félaginu. Amen doing what it takes to become a Rockets legend. pic.twitter.com/G3954ROMtJ https://t.co/EsnLWi37cB— Bradeaux (@BradeauxNBA) December 30, 2024
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira