Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2024 09:31 Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Ómar Ingi Magnússon eru handknattleiksfólk ársins. Vísir/Getty Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Ómar Ingi Magnússon hafa verið valin handknattleiksfólk ársins af stjórn HSÍ. Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, greindi frá vali sínu í gær og sagði frá því að Elín Jóna, 28 ára gamall markvörður íslenska landsliðsins og Aarhus Håndbold, og Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta íslenska landsliðsins og Magdeburg, hefðu orðið fyrir valinu. Elín Jóna spilaði stórt hlutverk með íslenska kvennalandsliðinu á Evrópumótinu sem fram fór í lok þessa árs þar sem hún varði 26 skot og var með rúmlega 34 prósent hlutfallsvörslu. Ómar Ingi hefur einnig verið lykilmaður í íslenska karlalandsliðinu undanfarin ár, en á árinu 2024 varð hann þýskur meistari og þýskur bikarmeistari með Magdeburg. Umsögn HSÍ um þau Elínu Jónu og Ómar Inga má sjá hér fyrir neðan: Handknattleikskona ársins Handknattleikskona ársins 2024 er Elín Jóna Þorsteinsdóttir, 28 ára, markvörður hjá úrvalsdeildarliðinu Aarhus Håndbold í Danmörku og A landsliðinu kvenna. Elín Jóna er ein burðarása kvennalandsliðsins sem tók nýverið þátt í EM 2024 í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Elín Jóna varði þar 76 skot á EM eða 34,21% markvörslu í þremur leikjum Íslands. Elín Jóna hefur leikið undanfarin ár í Danmörku og skipti um mitt síðasta ár um lið þegar hún færði sig yfir í Aarhus Håndbold sem leikur í dönsku úrvalsdeildinni. Elín Jóna er frá Seltjarnarnesi og lék með Gróttu upp yngri flokka félagsins og hóf að leika með meistaraflokki Gróttu tímabilið 2014 – 2015 og varð um vorið Íslandsmeistari. Árið 2015 skipti Elín Jóna yfir í Hauka og lék með liði félagsins til 2018 þegar hún fór í atvinnumennsku. Elín Jóna hefur leikið í Danmörku með Vendsyssel Håndbold, Ringkøbing Håndbold, EH Aalborg og Aarhus Håndbold. Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur leikið 68 landsleiki og skorað 4 mörk. Handknattleiksmaður ársins Handknattleikskarl ársins 2024 er Ómar Ingi Magnússon, 27 ára hægri skytta Madgeburg í Þýskalandi og A landsliðs karla. Ómar Ingi varð Þýskalandsmeistari og bikarmeistari í handknattleik í vor auk þess hann varð þriðji markahæstur í Bundesligunni, efstu deild Þýskalands, á síðustu leiktíð. Magdeburg komst einnig í Final4, úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu, með Ómar Inga innanborðs. Með landsliðinu náði Ómar 10. sæti á EM 2024 í Þýskalandi. Á mótinu skoraði Ómar Ingi 19 mörk. Einnig lék hann stórt hlutverk með landsliðinu þegar það tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni HM 2025 með tveimur öruggum sigrum gegn Eistlandi í maí. Ómar lék með yngri flokkum Selfoss og spilaði með meistaraflokki bæði á Selfossi og með Val áður hann hélt í atvinnumennsku til Danmerkur 2016. Þar lék hann með bæði Aarhus Håndbold og Aalborg Håndbold áður en hann flutti sig um set og hóf að leika með SC Magdeburg sumarið 2020 hvar hann hefur átt mikilli velgengni að fagna. Ómar hefur leikið 88 landsleiki og skorað í þeim 317 mörk. Ómar Ingi Magnússon var kjörinn Íþróttamaður ársins 2021 og 2022 auk þess að vera í hópi tíu efstu í kjörinu fyrir árið 2024. HSÍ Handbolti Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, greindi frá vali sínu í gær og sagði frá því að Elín Jóna, 28 ára gamall markvörður íslenska landsliðsins og Aarhus Håndbold, og Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta íslenska landsliðsins og Magdeburg, hefðu orðið fyrir valinu. Elín Jóna spilaði stórt hlutverk með íslenska kvennalandsliðinu á Evrópumótinu sem fram fór í lok þessa árs þar sem hún varði 26 skot og var með rúmlega 34 prósent hlutfallsvörslu. Ómar Ingi hefur einnig verið lykilmaður í íslenska karlalandsliðinu undanfarin ár, en á árinu 2024 varð hann þýskur meistari og þýskur bikarmeistari með Magdeburg. Umsögn HSÍ um þau Elínu Jónu og Ómar Inga má sjá hér fyrir neðan: Handknattleikskona ársins Handknattleikskona ársins 2024 er Elín Jóna Þorsteinsdóttir, 28 ára, markvörður hjá úrvalsdeildarliðinu Aarhus Håndbold í Danmörku og A landsliðinu kvenna. Elín Jóna er ein burðarása kvennalandsliðsins sem tók nýverið þátt í EM 2024 í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Elín Jóna varði þar 76 skot á EM eða 34,21% markvörslu í þremur leikjum Íslands. Elín Jóna hefur leikið undanfarin ár í Danmörku og skipti um mitt síðasta ár um lið þegar hún færði sig yfir í Aarhus Håndbold sem leikur í dönsku úrvalsdeildinni. Elín Jóna er frá Seltjarnarnesi og lék með Gróttu upp yngri flokka félagsins og hóf að leika með meistaraflokki Gróttu tímabilið 2014 – 2015 og varð um vorið Íslandsmeistari. Árið 2015 skipti Elín Jóna yfir í Hauka og lék með liði félagsins til 2018 þegar hún fór í atvinnumennsku. Elín Jóna hefur leikið í Danmörku með Vendsyssel Håndbold, Ringkøbing Håndbold, EH Aalborg og Aarhus Håndbold. Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur leikið 68 landsleiki og skorað 4 mörk. Handknattleiksmaður ársins Handknattleikskarl ársins 2024 er Ómar Ingi Magnússon, 27 ára hægri skytta Madgeburg í Þýskalandi og A landsliðs karla. Ómar Ingi varð Þýskalandsmeistari og bikarmeistari í handknattleik í vor auk þess hann varð þriðji markahæstur í Bundesligunni, efstu deild Þýskalands, á síðustu leiktíð. Magdeburg komst einnig í Final4, úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu, með Ómar Inga innanborðs. Með landsliðinu náði Ómar 10. sæti á EM 2024 í Þýskalandi. Á mótinu skoraði Ómar Ingi 19 mörk. Einnig lék hann stórt hlutverk með landsliðinu þegar það tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni HM 2025 með tveimur öruggum sigrum gegn Eistlandi í maí. Ómar lék með yngri flokkum Selfoss og spilaði með meistaraflokki bæði á Selfossi og með Val áður hann hélt í atvinnumennsku til Danmerkur 2016. Þar lék hann með bæði Aarhus Håndbold og Aalborg Håndbold áður en hann flutti sig um set og hóf að leika með SC Magdeburg sumarið 2020 hvar hann hefur átt mikilli velgengni að fagna. Ómar hefur leikið 88 landsleiki og skorað í þeim 317 mörk. Ómar Ingi Magnússon var kjörinn Íþróttamaður ársins 2021 og 2022 auk þess að vera í hópi tíu efstu í kjörinu fyrir árið 2024.
HSÍ Handbolti Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira